Sport

Phelps tók sjötta gull sitt í 200 metra fjórsundi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Phelps.
Michael Phelps.

Michael Phelps vann til sinna sjöttu gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking þegar hann vann sigur í 200 metra fjórsundi.

Phelps kom í mark á 1:54,23 og er það víst 21. heimsmetið sem sett er á leikunum. Hann stefnir á átta gullverðlaun í Peking.

Laszlo Cseh frá Ungverjalandi tók silfrið á 1:56,52 sem er nýtt Evrópumet. Ryan Lochte frá Bandaríkjunum vann bronsverðlaunin.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×