Sport

Japaninn Ishii vann í þungavigt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Satoshi Ishii fagnar sigrinum.
Satoshi Ishii fagnar sigrinum.

Satoshi Ishii frá Japan vann sigur í þungavigt í karlaflokki í júdó. Hann vann Abdullo Tangriev frá Úsbekistan í úrslitviðureigninni. Þetta eru hans fyrstu Ólympíuleikar.

Þetta voru fjórðu gullverðlaun Japans í júdó og fékk Japan því fleiri verðlaun í júdókeppninni en Kína.

Oscar Breyson frá Kúbu og Teddy Riner frá Frakklandi unnu bronsverðlaunin.

Tong Wen frá Kína vann í +78 kg flokki kvenna eftir spennandi úrslitaviðureign gegn Ólympíumeistaranum frá því í Aþenu, Maki Tsukada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×