Sport

Majewski tók gullið í kúluvarpi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Majewski býr sig undir að kasta.
Majewski býr sig undir að kasta.

Pólverjinn Tomasz Majewski vann nokkuð óvæntan sigur í kúluvarpi karla á Ólympíuleikunum í Peking. Þetta 26 ára tröll kastaði 21,51 metra sem dugði til sigurs en þetta er persónulegt met hjá honum.

Bandaríkjamaðurinn Christian Cantwell hlaut silfrið og bronsið kom í hlut Andrei Miknevic frá Hvíta Rússlandi sem kastaði 21,05 metra.

Tvö gullverðlaun hafa verið veitt í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Auk verðlaunanna í kúluvarpinu þá voru veitt verðlaun í 10 þúsund metra hlaupi kvenna. Þar kom fyrst í mark Tirunesh Dibaba frá Eþíópíu en hún hljóp á 29 mínútum, 54,68 sekúndum sem er nýtt Ólympíumet.

Keppnin í 10 þúsund metra hlaupinu var virkilega jöfn og spennandi en í öðru sæti hafnaði Elvan Abeylegesse frá Tyrklandi, rétt á eftir Dibaba. Shalane Flanagan frá Bandaríkjunum hlaut bronsverðlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×