Sport

Williams-systurnar báðar úr leik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Venus Williams niðurlút.
Venus Williams niðurlút.

Systurnar Serena og Venus Williams féllu báðar úr leik í átta liða úrslitum í einliðaleiknum í tennis á Ólympíuleikunum.

Li Na frá Kína fékk öflugan stuðning áhorfenda gegn Venus Williams og náði sigri. Elena Dementieva frá Rússlandi vann Serenu.

„Þetta er gjöf frá mér til Ólympíuleikanna í Peking. Ég hef samt engan tíma til að fagna. Það eru fleiri leikir framunda," sagði Li Na sem er í 42. sæti heimslistans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×