Fleiri fréttir Östenstad: Leikmönnum frjálst að stunda skemmtistaði Egil Östenstad, yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Viking, segir að leikmönnum liðsins sé frjálst að stunda skemmtistaði í fríum sínum. 4.1.2008 12:47 Hannes: Ekki mér að kenna Hannes Þorsteinn Sigurðsson segir í samtali við norska ríkisútvarpið að það hafi ekki verið honum að kenna að ráðist var á hann í miðbæ Reykjavíkur. 4.1.2008 12:07 Gummersbach vill 45 milljónir fyrir Guðjón Val Rhein-Neckar Löwen hefur lagt fram tilboð til Gummersbach í þeirri von um að fá Guðjón Val Sigurðsson til liðs við sig strax í sumar. 4.1.2008 11:59 Phil O'Donnell borinn til grafar í dag Knattspyrnumaðurinn Phil O'Donnell verður borinn til grafar í dag í Hamilton, heimabæ sínum í Skotlandi. 4.1.2008 11:25 Butt: Allardyce má ekki fara Nicky Butt hefur komið knattspyrnustjóra sínum hjá Newcastle, Sam Allardyce, til varnar og segir að félagið verði að halda tryggð við hann. 4.1.2008 11:14 Jonathan Evans lánaður til Sunderland Varnarmaðurinn Jonathan Evans hefur verið lánaður til Sunderland frá Manchester United út leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni. 4.1.2008 11:10 Hutton hafnaði Tottenham Varnarmaðurinn Alan Hutton hefur hafnað því að ganga til liðs við Tottenham sem hefur átt í viðræðum við Rangers um kaup á honum fyrir átta milljónir punda. 4.1.2008 11:03 NBA í nótt: Portland þurfti tvær framlengingar Portland Trail Blazers vann sinn fimmtánda sigur í síðustu sextán leikjum sínum þegar liðið vann Chicago í nótt í tvíframlengdum leik, 115-109. 4.1.2008 10:08 Stórt tap Lottomatica Roma Lottomatica Roma tapaði í gær fyrir Fenerbahce á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í körfubolta, 84-63. Jón Arnór Stefánsson lék ekki með liðinu. 4.1.2008 09:17 Gunnlaugur verður með Formúluna á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn hefur senn beinar útsendingar frá Formúlu 1 kappakstrinum. Gunnlaugur Rögnvaldsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður útsendinganna en hann hefur sinnt Formúlu 1 umfjöllun á Íslandi á þriðja áratug, ýmist fyrir dagblöð, tímarit eða sjónvarp. 3.1.2008 22:24 Elías Már til Hauka Elías Már Halldórsson er genginn til liðs við Hauka í N1-deildinni. Elías kemur frá þýska liðinu Empor Rostock en áður lék hann með Stjörnunni og HK. 3.1.2008 22:05 Vorum hreint út sagt ömurlegir „Við vorum bara hræðilega lélegir. Ég ætla ekki að taka neitt af Grindavík, þeir spiluðu vel og allt það en við vorum hreint út sagt ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson. 3.1.2008 21:41 Keflavík tapaði sínum fyrsta leik Keflavík, topplið Iceland Express deildar karla, þurfti að játa sig sigrað í stórleiknum gegn Grindavík í kvöld. 3.1.2008 21:30 Hverjir fá tækifæri hjá Capello? Fyrsti leikur enska landsliðsins undir stjórn Fabio Capello verður gegn Sviss þann 6. febrúar. Fróðlegt verður að sjá hvaða leikmenn munu hljóta náð fyrir augum þess ítalska. 3.1.2008 21:00 Ivanovic á leið til Chelsea The Sun greinir frá því að serbneski varnarmaðurinn Branislav Ivanovic sé á leið til Chelsea. Blaðið segir að leikmaðurinn muni koma til London á næstu dögum og skrifa undir samning. 3.1.2008 20:00 Scholes farinn að æfa á ný Miðjumaðurinn Paul Scholes er farinn að æfa á ný með Manchester United og reiknar með að vera orðinn keppnisfær í lok mánaðarins. 3.1.2008 19:00 Lippi orðaður við Bayern Fréttir frá Ítalíu herma að forráðamenn Bayern München muni á næstu dögum funda með Marcello Lippi. 3.1.2008 18:15 Hannes varð fyrir líkamsárás og er frá í mánuð Íslenski landsliðsmaðurinn Hannes Þ. Sigurðsson verður frá fótboltaiðkun í mánuð eftir að hafa orðið fyrir barsmíðum í miðbæ Reykjavíkur um hátíðarnar 3.1.2008 17:08 Stórleikur í Grindavík í kvöld Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar grannarnir Grindavík og Keflavík eigast við í Röstinni í Grindavík. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 20. 3.1.2008 16:56 Hætti ekki fyrr en við vinnum titil Isiah Thomas, þjálfari New York Knicks í NBA deildinni, hefur ekki misst móðinn þó illa gangi hjá liðinu í vetur. 3.1.2008 16:42 Barton laus gegn tryggingu Joey Barton hefur verið látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Honum var fyrr í dag neitað að losna úr fangelsinu, en eftir klukkustundar réttarhöld nú síðdegis samþykkti dómari að leysa hann úr haldi. Hann mætir aftur fyrir rétt þann 16. janúar. 3.1.2008 16:30 Pandev í stað Berbatov? Enginn knattspyrnumaður á Englandi fær meiri umfjöllun í fjölmiðlum í fjölmiðlum þar í landi þessa dagana en Dimitar Berbatov hjá Tottenham. Daily Mail hefur sýnar skoðanir á framtíð framherjans snjalla. 3.1.2008 16:15 Everton kaupir ungan varnarmann Everton hefur náð samkomulagi við Plymouth um kaup á varnarmanninum Dan Gosling sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir Plymouth aðeins 16 ára gamall. Hann á að baki 10 leiki fyrir liðið og hefur átt sæti í yngri landsliðum Englands. 3.1.2008 16:00 Barton grætur af hræðslu í fangelsinu Svo virðist sem Joey Barton hjá Newcastle sé ekki sami harðjaxlinn í fangelsinu og á knattspyrnuvellinum, en breska blaðið Sun segir hann í mikilli krísu í fangavistinni. 3.1.2008 15:01 Ég hef verið rændur Ólympíumeistarinn Justin Gatlin ætlar að áfrýja fjögurra ára keppnisbanninu sem hann var dæmdur í á dögunum. Spretthlauparinn segist hafa verið rændur ferlinum. 3.1.2008 14:43 Laurent Robert til reynslu hjá Derby Vængmaðurinn skrautlegi Laurent Robert hefur verið fenginn til reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Derby County. Robert er nýhættur að spila með Levante á Spáni en lék áður m.a. með Newcastle á Englandi. 3.1.2008 14:36 Engar viðræður í gangi um Anelka Gary Megson, stjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, segir það ekki rétt að félagið sé í viðræðum við Chelsea um sölu á franska framherjanum Nicolas Anelka. Leikmaðurinn sjálfur hélt því fram í viðtali við franska miðla í gær. "Ég vona að af þessu verði," sagði Anelka. 3.1.2008 14:10 Ronaldo fer ekki frá Milan Carlo Ancelotti segir að brasilíski framherjinn Ronaldo muni ekki fara frá félaginu þrátt fyrir áhuga Flamengu í heimalandi hans. "Hann hefur ekki farið fram á að fara héðan og þessar fréttir koma eingöngu frá Brasilíu," sagði þjálfarinn í viðtali í Dubai þar sem liðið er nú við æfingar. 3.1.2008 14:07 Vill ljúka ferlinum hjá Chelsea Frank Lampard hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína ef marka má viðtal við kappann í London Evening Standard. "Ég vil ljúka ferlinum hjá Chelsea, það er það eina sem ég vil," sagði Lampard, en samningaviðræður milli hans og Chelsea hafa gengið illa undanfarin misseri. 3.1.2008 14:04 Barton verður áfram í fangelsi Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle þarf að dúsa í fangelsi þar til mál hans verður tekið fyrir um miðjan mánuðinn eftir að dómari neitaði að sleppa honum lausum gegn tryggingu í dag. 3.1.2008 13:53 Wise elti 13 ára grjótkastara Dennis Wise, stjóri Leeds á Englandi, hefur verið yfirheyrður af lögreglu eftir viðskipti sín við 13 ára gamlan grjótkastara í Leeds á nýársdag. 3.1.2008 13:00 Engin harðstjórn á Old Trafford Talsmenn Manchester United vilja ekki kannast við fullyrðingar stuðningsmanna félagsins að þeir þori ekki að láta mikið til sín taka á leikjum af ótta við að vera vísað af vellinum. 3.1.2008 12:49 Mascherano orðaður við Juventus Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Juventus væri á höttunum eftir miðjumanninum Javier Mascherano hjá Liverpool. Argentínumaðurinn á aðeins nokkra mánuði eftir af lánssamningi sínum við þá rauðu. 3.1.2008 12:45 Howard og Paul leikmenn mánaðarins Dwight Howard hjá Orlando Magic og Chris Paul hjá New Orleans voru í nótt útnefndir leikmenn desembermánaðar í NBA deildinni. 3.1.2008 12:23 Fannar frá keppni í mánuð Fyrirliðinn Fannar Ólafsson hjá Íslandsmeisturum KR í körfubolta verður frá keppni í einn mánuð vegna meiðsla á hné og hásin. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Fannar meiddist í leik í Powerade bikarnum á sínum tíma og hefur ekki verið á fullum styrk síðan. Vonir standa til um að hann verði orðinn góður áður en úrslitakeppnin hefst í vor. 3.1.2008 10:39 Boro skortir metnað Framherjinn Yakubu hjá Everton gagnrýnir fyrrum félaga sína hjá Middlesbrough harðlega og segir félagið skorta metnað til að ná árangri í ensku úrvalsdeildinni. 3.1.2008 10:34 Petrov ýtir undir orðróm um landa sinn Stilian Petrov, leikmaður Aston Villa og fyrrum fyrirliði Búlgaríu, gerði lítið til að kæfa orðróminn um að landi hans Dimitar Berbatov hjá Tottenham sé á leið frá liðinu. 3.1.2008 10:28 Hughes neitaði tilboði Sunderland í Savage Mark Hughes, stjóri Blackburn, neitaði kauptilboði Sunderland í miðjumanninn Robbie Savage, þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi verið úti í kuldanum að undanförnu. 3.1.2008 10:20 Benitez: Eigum enn möguleika á titlinum Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er enn á því að hans menn í Liverpool eigi möguleika á titlinum þrátt fyrir að vera nú 12 stigum á eftir toppliði Arsenal eftir 1-1 jafntefli við Wigan í gærkvöldi. 3.1.2008 10:14 Ég er undir þrýstingi Sam Allardyce, stjóri Newcastle, viðurkennir fúslega að stóll hans sé farinn að hitna eftir þriðja tap liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle tapaði 2-0 fyrir Manchester City á heimavelli. 3.1.2008 10:10 Dallas lagði Golden State Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann góðan sigur á erkifjendum sínum í Golden State 121-99 og hefur nú unnið sigur í báðum viðureignum liðanna í vetur. 3.1.2008 09:38 Ian Jeffs til Fylkis Knattspyrnumaðurinn Ian Jeffs hefur gengið til liðs við Fylki frá sænska liðinu Örebro en frá þessu var greint á heimasíðu félagsins í morgun. 3.1.2008 09:17 Mörkin úr enska komin á Vísi Hægt er að sjá samantektir úr öllum leikjunum 1. og 2. janúar með því að smella á „Brot úr leikjum" undir „VefTV" sem er hægra megin á íþróttavef Vísis. 3.1.2008 00:31 Benítez: Hugsum núna um FA bikarinn Eftir að Liverpool náði aðeins stigi gegn Wigan í kvöld eru margir á því að liðið sé búið að missa af lestinni í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. 2.1.2008 22:49 Titus Bramble tryggði Wigan stig á Anfield Liverpool er að missa af lestinni í ensku úrvalsdeildinni en liðið fékk aðeins stig gegn Wigan á heimavelli. Wigan var í fallsæti fyrir leikinn en hann endaði 1-1. 2.1.2008 22:00 Sjá næstu 50 fréttir
Östenstad: Leikmönnum frjálst að stunda skemmtistaði Egil Östenstad, yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Viking, segir að leikmönnum liðsins sé frjálst að stunda skemmtistaði í fríum sínum. 4.1.2008 12:47
Hannes: Ekki mér að kenna Hannes Þorsteinn Sigurðsson segir í samtali við norska ríkisútvarpið að það hafi ekki verið honum að kenna að ráðist var á hann í miðbæ Reykjavíkur. 4.1.2008 12:07
Gummersbach vill 45 milljónir fyrir Guðjón Val Rhein-Neckar Löwen hefur lagt fram tilboð til Gummersbach í þeirri von um að fá Guðjón Val Sigurðsson til liðs við sig strax í sumar. 4.1.2008 11:59
Phil O'Donnell borinn til grafar í dag Knattspyrnumaðurinn Phil O'Donnell verður borinn til grafar í dag í Hamilton, heimabæ sínum í Skotlandi. 4.1.2008 11:25
Butt: Allardyce má ekki fara Nicky Butt hefur komið knattspyrnustjóra sínum hjá Newcastle, Sam Allardyce, til varnar og segir að félagið verði að halda tryggð við hann. 4.1.2008 11:14
Jonathan Evans lánaður til Sunderland Varnarmaðurinn Jonathan Evans hefur verið lánaður til Sunderland frá Manchester United út leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni. 4.1.2008 11:10
Hutton hafnaði Tottenham Varnarmaðurinn Alan Hutton hefur hafnað því að ganga til liðs við Tottenham sem hefur átt í viðræðum við Rangers um kaup á honum fyrir átta milljónir punda. 4.1.2008 11:03
NBA í nótt: Portland þurfti tvær framlengingar Portland Trail Blazers vann sinn fimmtánda sigur í síðustu sextán leikjum sínum þegar liðið vann Chicago í nótt í tvíframlengdum leik, 115-109. 4.1.2008 10:08
Stórt tap Lottomatica Roma Lottomatica Roma tapaði í gær fyrir Fenerbahce á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í körfubolta, 84-63. Jón Arnór Stefánsson lék ekki með liðinu. 4.1.2008 09:17
Gunnlaugur verður með Formúluna á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn hefur senn beinar útsendingar frá Formúlu 1 kappakstrinum. Gunnlaugur Rögnvaldsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður útsendinganna en hann hefur sinnt Formúlu 1 umfjöllun á Íslandi á þriðja áratug, ýmist fyrir dagblöð, tímarit eða sjónvarp. 3.1.2008 22:24
Elías Már til Hauka Elías Már Halldórsson er genginn til liðs við Hauka í N1-deildinni. Elías kemur frá þýska liðinu Empor Rostock en áður lék hann með Stjörnunni og HK. 3.1.2008 22:05
Vorum hreint út sagt ömurlegir „Við vorum bara hræðilega lélegir. Ég ætla ekki að taka neitt af Grindavík, þeir spiluðu vel og allt það en við vorum hreint út sagt ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson. 3.1.2008 21:41
Keflavík tapaði sínum fyrsta leik Keflavík, topplið Iceland Express deildar karla, þurfti að játa sig sigrað í stórleiknum gegn Grindavík í kvöld. 3.1.2008 21:30
Hverjir fá tækifæri hjá Capello? Fyrsti leikur enska landsliðsins undir stjórn Fabio Capello verður gegn Sviss þann 6. febrúar. Fróðlegt verður að sjá hvaða leikmenn munu hljóta náð fyrir augum þess ítalska. 3.1.2008 21:00
Ivanovic á leið til Chelsea The Sun greinir frá því að serbneski varnarmaðurinn Branislav Ivanovic sé á leið til Chelsea. Blaðið segir að leikmaðurinn muni koma til London á næstu dögum og skrifa undir samning. 3.1.2008 20:00
Scholes farinn að æfa á ný Miðjumaðurinn Paul Scholes er farinn að æfa á ný með Manchester United og reiknar með að vera orðinn keppnisfær í lok mánaðarins. 3.1.2008 19:00
Lippi orðaður við Bayern Fréttir frá Ítalíu herma að forráðamenn Bayern München muni á næstu dögum funda með Marcello Lippi. 3.1.2008 18:15
Hannes varð fyrir líkamsárás og er frá í mánuð Íslenski landsliðsmaðurinn Hannes Þ. Sigurðsson verður frá fótboltaiðkun í mánuð eftir að hafa orðið fyrir barsmíðum í miðbæ Reykjavíkur um hátíðarnar 3.1.2008 17:08
Stórleikur í Grindavík í kvöld Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar grannarnir Grindavík og Keflavík eigast við í Röstinni í Grindavík. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 20. 3.1.2008 16:56
Hætti ekki fyrr en við vinnum titil Isiah Thomas, þjálfari New York Knicks í NBA deildinni, hefur ekki misst móðinn þó illa gangi hjá liðinu í vetur. 3.1.2008 16:42
Barton laus gegn tryggingu Joey Barton hefur verið látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Honum var fyrr í dag neitað að losna úr fangelsinu, en eftir klukkustundar réttarhöld nú síðdegis samþykkti dómari að leysa hann úr haldi. Hann mætir aftur fyrir rétt þann 16. janúar. 3.1.2008 16:30
Pandev í stað Berbatov? Enginn knattspyrnumaður á Englandi fær meiri umfjöllun í fjölmiðlum í fjölmiðlum þar í landi þessa dagana en Dimitar Berbatov hjá Tottenham. Daily Mail hefur sýnar skoðanir á framtíð framherjans snjalla. 3.1.2008 16:15
Everton kaupir ungan varnarmann Everton hefur náð samkomulagi við Plymouth um kaup á varnarmanninum Dan Gosling sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir Plymouth aðeins 16 ára gamall. Hann á að baki 10 leiki fyrir liðið og hefur átt sæti í yngri landsliðum Englands. 3.1.2008 16:00
Barton grætur af hræðslu í fangelsinu Svo virðist sem Joey Barton hjá Newcastle sé ekki sami harðjaxlinn í fangelsinu og á knattspyrnuvellinum, en breska blaðið Sun segir hann í mikilli krísu í fangavistinni. 3.1.2008 15:01
Ég hef verið rændur Ólympíumeistarinn Justin Gatlin ætlar að áfrýja fjögurra ára keppnisbanninu sem hann var dæmdur í á dögunum. Spretthlauparinn segist hafa verið rændur ferlinum. 3.1.2008 14:43
Laurent Robert til reynslu hjá Derby Vængmaðurinn skrautlegi Laurent Robert hefur verið fenginn til reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Derby County. Robert er nýhættur að spila með Levante á Spáni en lék áður m.a. með Newcastle á Englandi. 3.1.2008 14:36
Engar viðræður í gangi um Anelka Gary Megson, stjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, segir það ekki rétt að félagið sé í viðræðum við Chelsea um sölu á franska framherjanum Nicolas Anelka. Leikmaðurinn sjálfur hélt því fram í viðtali við franska miðla í gær. "Ég vona að af þessu verði," sagði Anelka. 3.1.2008 14:10
Ronaldo fer ekki frá Milan Carlo Ancelotti segir að brasilíski framherjinn Ronaldo muni ekki fara frá félaginu þrátt fyrir áhuga Flamengu í heimalandi hans. "Hann hefur ekki farið fram á að fara héðan og þessar fréttir koma eingöngu frá Brasilíu," sagði þjálfarinn í viðtali í Dubai þar sem liðið er nú við æfingar. 3.1.2008 14:07
Vill ljúka ferlinum hjá Chelsea Frank Lampard hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína ef marka má viðtal við kappann í London Evening Standard. "Ég vil ljúka ferlinum hjá Chelsea, það er það eina sem ég vil," sagði Lampard, en samningaviðræður milli hans og Chelsea hafa gengið illa undanfarin misseri. 3.1.2008 14:04
Barton verður áfram í fangelsi Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle þarf að dúsa í fangelsi þar til mál hans verður tekið fyrir um miðjan mánuðinn eftir að dómari neitaði að sleppa honum lausum gegn tryggingu í dag. 3.1.2008 13:53
Wise elti 13 ára grjótkastara Dennis Wise, stjóri Leeds á Englandi, hefur verið yfirheyrður af lögreglu eftir viðskipti sín við 13 ára gamlan grjótkastara í Leeds á nýársdag. 3.1.2008 13:00
Engin harðstjórn á Old Trafford Talsmenn Manchester United vilja ekki kannast við fullyrðingar stuðningsmanna félagsins að þeir þori ekki að láta mikið til sín taka á leikjum af ótta við að vera vísað af vellinum. 3.1.2008 12:49
Mascherano orðaður við Juventus Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Juventus væri á höttunum eftir miðjumanninum Javier Mascherano hjá Liverpool. Argentínumaðurinn á aðeins nokkra mánuði eftir af lánssamningi sínum við þá rauðu. 3.1.2008 12:45
Howard og Paul leikmenn mánaðarins Dwight Howard hjá Orlando Magic og Chris Paul hjá New Orleans voru í nótt útnefndir leikmenn desembermánaðar í NBA deildinni. 3.1.2008 12:23
Fannar frá keppni í mánuð Fyrirliðinn Fannar Ólafsson hjá Íslandsmeisturum KR í körfubolta verður frá keppni í einn mánuð vegna meiðsla á hné og hásin. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Fannar meiddist í leik í Powerade bikarnum á sínum tíma og hefur ekki verið á fullum styrk síðan. Vonir standa til um að hann verði orðinn góður áður en úrslitakeppnin hefst í vor. 3.1.2008 10:39
Boro skortir metnað Framherjinn Yakubu hjá Everton gagnrýnir fyrrum félaga sína hjá Middlesbrough harðlega og segir félagið skorta metnað til að ná árangri í ensku úrvalsdeildinni. 3.1.2008 10:34
Petrov ýtir undir orðróm um landa sinn Stilian Petrov, leikmaður Aston Villa og fyrrum fyrirliði Búlgaríu, gerði lítið til að kæfa orðróminn um að landi hans Dimitar Berbatov hjá Tottenham sé á leið frá liðinu. 3.1.2008 10:28
Hughes neitaði tilboði Sunderland í Savage Mark Hughes, stjóri Blackburn, neitaði kauptilboði Sunderland í miðjumanninn Robbie Savage, þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi verið úti í kuldanum að undanförnu. 3.1.2008 10:20
Benitez: Eigum enn möguleika á titlinum Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er enn á því að hans menn í Liverpool eigi möguleika á titlinum þrátt fyrir að vera nú 12 stigum á eftir toppliði Arsenal eftir 1-1 jafntefli við Wigan í gærkvöldi. 3.1.2008 10:14
Ég er undir þrýstingi Sam Allardyce, stjóri Newcastle, viðurkennir fúslega að stóll hans sé farinn að hitna eftir þriðja tap liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle tapaði 2-0 fyrir Manchester City á heimavelli. 3.1.2008 10:10
Dallas lagði Golden State Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann góðan sigur á erkifjendum sínum í Golden State 121-99 og hefur nú unnið sigur í báðum viðureignum liðanna í vetur. 3.1.2008 09:38
Ian Jeffs til Fylkis Knattspyrnumaðurinn Ian Jeffs hefur gengið til liðs við Fylki frá sænska liðinu Örebro en frá þessu var greint á heimasíðu félagsins í morgun. 3.1.2008 09:17
Mörkin úr enska komin á Vísi Hægt er að sjá samantektir úr öllum leikjunum 1. og 2. janúar með því að smella á „Brot úr leikjum" undir „VefTV" sem er hægra megin á íþróttavef Vísis. 3.1.2008 00:31
Benítez: Hugsum núna um FA bikarinn Eftir að Liverpool náði aðeins stigi gegn Wigan í kvöld eru margir á því að liðið sé búið að missa af lestinni í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. 2.1.2008 22:49
Titus Bramble tryggði Wigan stig á Anfield Liverpool er að missa af lestinni í ensku úrvalsdeildinni en liðið fékk aðeins stig gegn Wigan á heimavelli. Wigan var í fallsæti fyrir leikinn en hann endaði 1-1. 2.1.2008 22:00