Íslenski boltinn

Ian Jeffs til Fylkis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ian Jeffs lék með ÍBV síðastliðið sumar.
Ian Jeffs lék með ÍBV síðastliðið sumar. Mynd/Anton

Knattspyrnumaðurinn Ian Jeffs hefur gengið til liðs við Fylki frá sænska liðinu Örebro en frá þessu var greint á heimasíðu félagsins í morgun.

Fylkir og Örebro komust að samkomulagi um kaupverð en Jeffs var samningsbundinn síðarnefnda liðinu til ársins 2009. Hann var reyndar lánaður til ÍBV í sumar þar sem hann lék um árabil áður en hann hélt til Svíþjóðar.

Hann skoraði níu mörk í ellefu leikjum með ÍBV í sumar en alls hefur hann skorað átján mörk í 65 leikjum í deild og bikar frá árinu 2003. Jeffs verður 26 ára gamall á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×