Körfubolti

Hætti ekki fyrr en við vinnum titil

NordicPhotos/GettyImages

Isiah Thomas, þjálfari New York Knicks í NBA deildinni, hefur ekki misst móðinn þó illa gangi hjá liðinu í vetur.

New York er með þriðja lélegasta árangur allra 30 liðanna í NBA deildinni og hefur spilað afleitlega í vetur. Knicks tapaði síðast fyrir Sacramento á heimavelli í nótt, en þjálfarinn er bjartsýnni en nokkru sinni fyrr.

"Ég veit að fólk mun hlæja enn meira þegar það heyrir þetta, en ég ætla að koma þessu liði á beinu brautina á ný. Ég trúi því að þetta lið geti gert góða hluti og ég held að það myndi setja okkur aftur um þrjú eða fjögur ár ef við ætluðum að gera breytingar núna. Við erum með ungt og gott lið og í mínum huga er þetta bara spurning um að stilla þennan mannskap rétt saman. Ég trúi því að við getum unnið meistaratitil og ég á von á því að verða partur af því," sagði Thomas, sem er líklega einn óvinsælasti maður í New York borg.

Stuðningsmenn Knicks hafa farið í skrúðgöngu til að krefjast þess að hann segi af sér og baula á hann og liðið eftir hvert tapið á fætur öðru. Það verður þó ekki ódýrt fyrir eigendur New York að losa sig við Thomas ef ef því verður, því hann gegnir einnig embætti forseta félagsins.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×