Dallas lagði Golden State 3. janúar 2008 09:38 Menn tókust hart á í Dallas í nótt NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann góðan sigur á erkifjendum sínum í Golden State 121-99 og hefur nú unnið sigur í báðum viðureignum liðanna í vetur. Golden State hafði sterk tök á Dallas á síðustu leiktíð og sló Texas-liðið út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og frægt varð. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas en Stephen Jackson skoraði 23 stig fyrir Golden State. Detroit vann tíunda sigurinn í röð með því að leggja Washington 106-93. Rip Hamilton skoraði 20 stig fyrir Detroit en Caron Butler skoraði 22 fyrir Washington. Cleveland lagði Atlanta 98-94 þar sem LeBron James skoraði 36 stig fyrir heimamenn en Joe Johnson skoraði 24 stig fyrir Atlanta. Cleveland verður í eldlínunni á Sýn á föstudagskvöldið þar sem liðið mætir Sacramento í beinni útsendingu. Memphis vann loksins sigur eftir fimm töp í röð þegar liðið skellti Indiana 90-72 á útivelli. Pau Gasol skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis en Mike Dunleavy skoraði 16 stig fyrir Indiana. New Jersey vann góðan sigur á Orlando á útivelli 96-95 þar sem Vince Carter skoraði 18 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 23 stig fyrir heimamenn, sem gengur betur á útivöllum en heima í vetur. Chicago lagði Charlotte á útivelli 109-97. Ben Gordon skoraði 22 stig fyrir gestina en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Charlotte. Boston vann nauman heimasigur á Houston 97-93 þar sem Bonzi Wells skoraði 25 stig fyrir Houston en Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Boston. Milwaukee lagði Miami á útivelli 103-98 þar sem Dwyane Wade skoraði 27 stig fyrir heimamenn en Mo Williams 25 stig fyrir gestina. Shaquille O´Neal og Jason Williams voru ekki með Miami í leiknum vegna meiðsla. New York tapaði enn og aftur heima og nú fyrir Sacramento 107-97. John Salmons skoraði 32 stig fyrir Sacramento en Eddy Curry skoraði 24 stig fyrir New York. Sacramento er nú án þriggja byrjunarliðsmanna eftir að Ron Artest bættist á meiðslalistann. Hann verður frá í nokkrar vikur. Portland komst aftur á sigurbraut eftir 90-79 sigur á Minnesota. Al Jefferson skoraði 29 stig og hirti 16 fráköst fyrir Minnesota, en Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland. Utah lagði Philadelphia 110-107. Andre Iguodala skoraði 30 stig fyrir Philadelphia, en Carlos Boozer skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah og Deron Williams skoraði 15 stig og gaf 20 stoðsendingar. Loks vann New Orleans sigur á LA Clippers á útivelli 95-81 þar sem David West skoraði 29 stig fyrir New Orleans en Corey Maggette skoraði 20 stig fyrir heimamenn. NBA Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann góðan sigur á erkifjendum sínum í Golden State 121-99 og hefur nú unnið sigur í báðum viðureignum liðanna í vetur. Golden State hafði sterk tök á Dallas á síðustu leiktíð og sló Texas-liðið út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og frægt varð. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas en Stephen Jackson skoraði 23 stig fyrir Golden State. Detroit vann tíunda sigurinn í röð með því að leggja Washington 106-93. Rip Hamilton skoraði 20 stig fyrir Detroit en Caron Butler skoraði 22 fyrir Washington. Cleveland lagði Atlanta 98-94 þar sem LeBron James skoraði 36 stig fyrir heimamenn en Joe Johnson skoraði 24 stig fyrir Atlanta. Cleveland verður í eldlínunni á Sýn á föstudagskvöldið þar sem liðið mætir Sacramento í beinni útsendingu. Memphis vann loksins sigur eftir fimm töp í röð þegar liðið skellti Indiana 90-72 á útivelli. Pau Gasol skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis en Mike Dunleavy skoraði 16 stig fyrir Indiana. New Jersey vann góðan sigur á Orlando á útivelli 96-95 þar sem Vince Carter skoraði 18 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 23 stig fyrir heimamenn, sem gengur betur á útivöllum en heima í vetur. Chicago lagði Charlotte á útivelli 109-97. Ben Gordon skoraði 22 stig fyrir gestina en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Charlotte. Boston vann nauman heimasigur á Houston 97-93 þar sem Bonzi Wells skoraði 25 stig fyrir Houston en Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Boston. Milwaukee lagði Miami á útivelli 103-98 þar sem Dwyane Wade skoraði 27 stig fyrir heimamenn en Mo Williams 25 stig fyrir gestina. Shaquille O´Neal og Jason Williams voru ekki með Miami í leiknum vegna meiðsla. New York tapaði enn og aftur heima og nú fyrir Sacramento 107-97. John Salmons skoraði 32 stig fyrir Sacramento en Eddy Curry skoraði 24 stig fyrir New York. Sacramento er nú án þriggja byrjunarliðsmanna eftir að Ron Artest bættist á meiðslalistann. Hann verður frá í nokkrar vikur. Portland komst aftur á sigurbraut eftir 90-79 sigur á Minnesota. Al Jefferson skoraði 29 stig og hirti 16 fráköst fyrir Minnesota, en Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland. Utah lagði Philadelphia 110-107. Andre Iguodala skoraði 30 stig fyrir Philadelphia, en Carlos Boozer skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah og Deron Williams skoraði 15 stig og gaf 20 stoðsendingar. Loks vann New Orleans sigur á LA Clippers á útivelli 95-81 þar sem David West skoraði 29 stig fyrir New Orleans en Corey Maggette skoraði 20 stig fyrir heimamenn.
NBA Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira