Körfubolti

Vorum hreint út sagt ömurlegir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sigurður var allt annað en sáttur. Víkurfréttir.
Sigurður var allt annað en sáttur. Víkurfréttir.

„Við vorum bara hræðilega lélegir. Ég ætla ekki að taka neitt af Grindavík, þeir spiluðu vel og allt það en við vorum hreint út sagt ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, í viðtali við Sýn eftir leik Grindavíkur og Keflavíkur í kvöld.

Grindavík vann leikinn með 22 stiga mun.

„Ég ætla ekkert að afsaka þetta enda er það aumingjalegt. Ég er bara hræðilega ósáttur við hvernig við allir vorum að gera þetta," sagði Sigurður.

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var öllu kátari. „Við spiluðum ágætlega. Þetta var besti varnarleikur sem við höfum sýnt í langan tíma og virkuðum flott sem lið. Jafnvægið var betra í sókninni og ég er mjög sáttur með frammistöðuna," sagði Friðrik.

„Við höfum nokkuð sérkennilegt lið. Við getum tapað á móti hvaða liði sem er og unnið alla. Ef hugarfarið er rétt og hungrið til staðar þá getum við þess vegna náð titli. Ég vona bara að þetta sé það sem koma skal," sagði Friðrik í viðtali við Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×