Fleiri fréttir

Ekkert kvennalið hjá ÍBV næsta vetur

Handknattleiksráð ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem fram kemur að félagið muni ekki senda kvennalið til keppni á Íslandsmótinu á næsta tímabili. Í yfirlýsingunni kemur fram að félagið hafi skoðað alla möguleika á að senda lið til keppni en staðreyndin sé sú að enginn leikmaður á meistaraflokksaldri verði staddur í Eyjum næsta vetur.

Poll ósáttur við enska knattspyrnusambandið

Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll sem leggur flautuna á hilluna um helgina, hefur farið hörðum orðum um vinnubrögð enska knattspyrnusambandsins. Hann er ósáttur við þann litla stuðning sem hann fékk frá sambandinu þegar hann stóð í deilum við Chelsea í vetur.

Ekkert aðhafst í máli McLaren

Keppnisliði McLaren í Formúlu 1 verður ekki refsað eftir að það var sakað um að hafa áhrif á niðurstöðu Mónakókappakstursins um helgina. Þeir Lewis Hamilton og og Fernando Alonso náðu þar fyrstu tveimur sætunum og talið var að liðið hefði bannað Hamilton að reyna að ná fyrsta sætinu af félaga sínum. Slíkar ráðstafanir hafa verið bannaðar í nokkur ár í Formúlu 1.

Giggs hættir með landsliðinu

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, ætlar að spila sinn síðasta leik fyrir landslið Wales um helgina þegar liðið tekur á móti Tékkum í Cardiff í undankeppni EM. Giggs er 33 ára gamall og á að baki 64 landsleiki á 16 árum. Hann ætlar nú að einbeita sér að því að spila með félagsliði sínu.

Oldham semur við fanga

Enska knattspyrnuliðið Oldham hefur samið við leikmanninn Lee Hughes um að leika með liðinu, en það furðulega við það er að árið 2004 var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.

Benitez vill nýja kantmenn

Rafael Benitez ætlar sér að fjárfesta í kantmönnum hið fyrsta og ef eitthvað má marka breska vefinn TeamTalk eru Portúgalinn Simao Sabrosa og Spánverjinn David Silva efstir á lista framkvæmdastjóra Liverpool. Mark Gonzalez, Bolo Zenden, Craig Bellamy og Harry Kewell eru allir taldir líklegir til þess að fara.

Cleveland jafnar 2 - 2

Cleveland bar í nótt sigur í fjórða leik sínum við Detroit en leikurinn fór fram í Cleveland. Staðan í viðureign þeirra er því jöfn, 2 - 2. LeBron James leiddi heimaliðið í stigaskori og setti 25 stig og þar af komu tvö af vítalínunni þegar aðeins fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Við það bætti hann síðan 11 stoðsendingum, sjö fráköstum og þremur stolnum boltum.

Henry segir Arsenal þurfa fleiri reynslubolta

Thierry Henry, sóknarmaður Arsenal, lýsti því yfir í fjölmiðlum í morgun að hann væri orðinn langþreyttur á því að enda í fjórða sæti. Hann neitaði að tala um orðróma sem tengja hann við Barcelona en virtist ekki vera jafn ánægður og hann hefur lýst yfir undanfarið.

Alain Perrin tekur við Lyon

Alain Perrin var í morgun skipaður framkvæmdastjóri franska knattspyrnuliðsins Olympique Lyon. Starfsmaður félagsins sagði fjölmiðlum frá þessu í morgun. Perrin gerði liðið Sochaux að frönskum bikarmeisturum á síðastliðnu keppnistímabili.

FH með fjögurra stiga forskot á toppnum

FH-ingar náðu í kvöld fjögurra stiga forystu á toppi Landsbankadeildar karla í knattspyrnu þegar þeir lögðu Framara 2-0 á Laugardalsvelli í lokaleik fjórðu umferðarinnar. Framarar áttu ágætan leik í kvöld en það var frammistaða Hafnfirðinga fyrir framan markið sem réði úrslitum.

Óli Jó: Verðum að halda okkur á jörðinni

"Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild og þessi var engin undantekning. Færin hinsvegar duttu okkar megin og það skilur að," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari FH í samtali við Hörð Magnússon á Sýn í kvöld. Hann var spurður hvort hans menn hefðu verið dálítið værukærir í byrjun. Hann var ekki sammála nafna sínum Þórðarsyni um það hvort liðið hefði verið betra í leiknum.

Óli Þórðar: Við vorum miklu betri en þeir

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram, var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna fyrir framan mark FH-inga í kvöld þegar lið hans lá 2-0 heima fyrir Íslandsmeisturunum. Hann var ekki í vafa um að hans menn hefðu verið betri í leiknum.

Cleveland - Detroit í beinni í kvöld

Fjórði leikur Cleveland og Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn á miðnætti í kvöld. Cleveland getur jafnað metin í 2-2 í einvíginu með sigri á heimavelli í kvöld, en það verður liðið að gera án eins af sínum bestu mönnum. Larry Hughes er meiddur á fæti og verður tæplega með gegn Detroit í kvöld - frekar en í einvígi liðanna í annar umferðinni í fyrra.

Fram - FH í beinni á Sýn í kvöld

Fjórðu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með viðureign Fram og FH á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á Sýn. Íslandsmeistarar FH geta náð fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld, en Fram þarf nauðsynlega á stigum að halda þar sem liðið er í næstneðsta sæti með aðeins 2 stig. Næsti leikur í deildinni er ekki á dagskrá fyrr en 7. júní vegna landsleikja í næstu viku.

Gravesen í tveggja leikja bann

Peter Gravesen, leikmaður Fylkis í Landsbankadeildinni, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar sem hann fékk í leik Fylkis og ÍA í gær. Gravesen fékk sitt annað gula spjald og brottvísun í leiknum fyrir að gefa Ellerti Björnssyni olnbogaskot. Hann mun því missa af leikjum Árbæjarliðsins gegn FH og HK í næstu tveimur umferðum.

Al Fayed lofar að opna budduna í sumar

Auðkýfingurinn Mohamed Al Fayed hefur lofað Lawrie Sanchez peningum til leikmannakaupa í sumar. Stjórnarformaðurinn er nú að halda upp á tíu ára afmæli sitt við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu, sem slapp naumlega við fall úr úrvalsdeildinni í vor.

Hyypia: Ég er í náðinni hjá Benitez

Finnski varnarjaxlinn Sami Hyypia segist ætla að klára samning sinn út næsta tímabil hjá Liverpool eftir að knattspyrnustjórinn Rafa Benitez tilkynnti honum að hann væri inni í framtíðaráformum hans á næsta tímabili. Hyypia hefur verið orðaður við nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni undanfarið, þar á meðal Newcastle, Fulham og Reading.

Mourinho: Þurfum á smá heppni að halda

Jose Mourinho segir að lið sitt Chelsea skorti aðeins örlitla heppni á næsta tímabili til að geta unnið sigur í Meistaradeild Evrópu. Hann vill þó ekki að hans menn verði of uppteknir af því einu að vinna Evrópukeppnina.

Diego leikmaður ársins í Þýskalandi

Brasilíski miðjumaðurinn Diego hjá Werder Bremen var í dag kjörinn leikmaður ársins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en það voru leikmennirni sjálfir sem stóðu að valinu. Diego gekk í raðir Bremen frá Porto fyrir 6 milljónir evra fyrir síðasta tímabil og fékk ríflega 50% atkvæða í kjörinu. Markvörðurinn ungi Manuel Neuer hjá Schalke var kjörinn besti markvörðurinn.

Slúðrið á Englandi í dag

Bresku slúðurblöðin eru full af krassandi fréttum í dag enda eru liðin í ensku úrvalsdeildinni nú á fullu við að leita að nýjum leikmönnum. Daily Mirror segir þannig að Liverpool sé við það að gera 10 milljón punda tilboð í vængmanninn Flourent Malouda hjá Frakklandsmeisturum Lyon.

Toni fer til Bayern

Ítalski landsliðsframherjinn Luca Toni hjá Fiorentina mun ganga í raðir Bayern Munchen í Þýskalandi í sumar. Þetta staðfesti forseti ítalska félagsins í dag. Toni stóð til boða að ganga til liðs við bæði stórliðin í Mílanó, en hinn 30 markaskorari vildi heldur fara ti Þýskalands af virðingu við Fiorentina. Talið er að verðmiðinn á kappanum verði í kring um 8 milljónir punda.

Graham Poll dómari að hætta

Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll dæmdi sinn síðasta leik á Englandi um helgina þegar hann flautaði leik Derby og West Brom um laust sæti í úrvalsdeildinni. Hann dæmir sinn síðasta alvöru leik á miðvikudaginn þegar Finnar taka á móti Belgum í Helsinki í undankeppni EM. Poll er 43 ára gamall og hefur verið nokkuð umdeildur síðan hann hóf að dæma í efstu deild á Englandi árið 1995.

Ranieri óákveðinn

Claudio Ranieri þjálfari Parma á Ítalíu segist ekki hafa rætt við forráðamenn Manchester City með það fyrir augum að gerast næsti knattspyrnustjóri félagsins. Hann bjargaði Parma frá falli um síðustu helgi en hefur verið orðaður við félög víða í Evrópu. "Ég mun ræða við forráðamenn Parma á næstu dögum," sagði Ranieri, sem útilokar ekki að vera áfram hjá ítalska félaginu.

Ferdinand út úr enska landsliðinu

Miðverðirnir Rio Ferdinand og Michael Dawson hafa báðir dregið sig út úr enska landsliðshópnum sem mætir Brasilíu og Eistlandi á næstu dögum, en þeir eiga báðir við nárameiðsli að stríða. Englendingar mæta Brasilíu í vináttuleik á Wembley á föstudag og Eistum í Tallin í undankeppni EM þann 6. júní.

San Antonio í góðum málum eftir sigur í Salt Lake City

San Antonio er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum NBA í þriðja sinn á fimm árum eftir sigur á Utah Jazz á útivelli í nótt 91-79. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni og fyrsta tap Utah á heimavelli í úrslitakeppninni í vor. San Antonio leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli í næsta leik.

Markalaust í hálfleik á Laugardalsvelli

Nú er kominn hálfleikur í leik Fram og FH á Laugardalsvelli og staðan jöfn 0-0. Leikurinn hefur verið nokkuð fjörugur og er sýndur beint á Sýn. Jónas Grani Garðarsson átti líklega besta færi leiksins þegar hann komst inn fyrir vörn fyrrum félaga sinna í FH, en Daði Lárusson sá við honum og varði vel.

Vandræði KR halda áfram

KR-ingar sitja enn á botni Landsbankadeildar karla í knattspyrnu eftir leiki kvöldsins. KR tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Víkingi í kvöld. Keflvíkingar lögðu nýliða HK 3-0 í Keflavík og Breiðablik og Valur gerðu markalaust jafntefli í Kópavogi. FH-ingar eru efstir í deildinni með 9 stig eftir þrjá leiki og geta aukið forskot sitt í fjögur stig með sigri á Fram á Laugardalsvelli í lokaleik fjórðu umferðar annað kvöld.

Hargreaves sagður skrifa undir á morgun

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves mun skrifa undir samning við Manchester United á morgun ef marka má fregnir staðarblaða í Manchester. Bayern Munchen hefur lengi neitað að selja leikmanninn en því er haldið fram að félögin hafi komist að samkomulagi um 17 milljón punda verðmiða á leikmanninum.

Juventus auglýsir eftir Lippi

Forráðamenn Juventus vilja ólmir að gamla brýnið Marcello Lippi taki við liðinu eftir að Didier Deschamps sagði starfi sínu lausu á dögunu. Lippi hefur áður verið hjá Juventus við góðan orðstír, en hann hefur verið í fríi síðan hann gerði Ítala að heimsmeisturum síðasta sumar. Aðstoðarþjálfarinn Giancarlo Corradini mun stýra Juventus í þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir í B-deildinni í vor, en liðið hefur þegar tryggt sér sæti á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð.

Eitt mark komið í fyrri hálfleik

Aðeins eitt mark er komið í leikjunum þremur sem standa yfir í Landsbankadeild karla og hófust klukkan 19:15. Keflvíkingar hafa yfir 1-0 gegn HK í Keflavík þar sem Þórarinn Kristjánsson skoraði mark heimamanna. Ekkert mark er komið á Kópavogsvelli þar sem Blikar taka á móti Val og sömu sögu er að segja af leik KR og Víkings í Vesturbænum.

Páll Gísli hetja Skagamanna í Árbænum

Fylkir og ÍA gerðu 2-2 jafntefli í Árbænum í fyrsta leik dagsins í Landsbankadeildinni. Dramatíkin var mikil í leiknum og David Hannah misnotaði vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Páll Gísli Jónsson varði frá honum. Fylkismenn léku manni færri frá 20. mínútu þegar Peter Gravesen var vikið af leikvelli.

Deron Williams tæpur vegna magakveisu

Óvíst er hvort leikstjórnandinn Deron Williams geti spilað með liði sínu Utah Jazz í nótt þegar liðið mætir San Antonio í fjórða leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA. Williams er með magakveisu og gat ekki æft með liðinu í dag. San Antonio hefur 2-1 forystu í einvíginu en Williams hefur verið besti leikmaður Utah með rúm 30 stig og 9 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Gascoigne fluttur á sjúkrahús

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Gascoigne hefur verið lagður inn á sjúkrahús þar sem hann fór í bráðaaðgerð vegna magasárs. Þetta gerðist eftir að kappinn hélt upp á fertugsafmælið sitt í Gateshead. Gascoigne er sagður á batavegi eftir aðgerðina, en hann hefur þjáðst af áfengissýki og þunglindi í nokkur ár.

Glæsitroðsla LeBron James (myndband)

LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland í nótt þegar lið hans vann sigur á Detroit Pistons í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Hann átti líka tilþrif leiksins þegar hann tróð boltanum í andlitið á Rasheed Wallace. Smelltu á spila til að sjá þessi frábæru tilþrif James sem sáust í beinni á Sýn í nótt.

Crouch verður áfram hjá Liverpool

Peter Crouch hefur nú fengið staðfestingu frá knattspyrnustjóra sínum Rafa Benitez um að hann verði ekki seldur frá félaginu í sumar. Framherjinn hafði verið orðaður við Newcastle undanfarna daga og því hafði verið spáð að Crouch yrði einn þeirra sem látnir yrðu fara í fyrirhugaðri tiltekt hjá félaginu í sumar.

Fylkir - ÍA í beinni á Sýn í dag

Fjórir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í dag. Fyrsti leikur dagsins er viðureign Fylkis og ÍA í Árbænum og verður hann sýndur beint á Sýn. Útsending hefst klukkan 16:45. Klukkan 19:15 eigast svo við Breiðablik - Valur, KR - Víkingur og Keflavík - HK.

Derby County í úrvalsdeildina

Derby County tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með því að leggja West Brom 1-0 í umspilsleik liðanna á Wembley. Það var Stephen Pearson sem skoraði 60 milljón punda markið fyrir Derby, sem leikur nú í efstu deild í fyrsta sinn síðan árið 2002. West Brom var sterkari aðilinn í leiknum í dag og lauk keppni með fleiri stig en Derby í deildinni í vor - en það skilaði liðinu engu þegar upp var staðið í dag.

Robbie Keane framlengir um fimm ár við Tottenham

Írski landsliðsmaðurinn Robbie Keane hefur undirritað nýjan fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham. Hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan árið 2002 þegar hann gekk í raðir liðsins frá Leeds fyrir 7 milljónir punda. Hann skoraði 22 mörk fyrir félagið á síðustu leiktíð og er aðeins 26 ára gamall.

Berger framlengir við Villa

Tékkneski landsliðsmaðurinn Patrick Berger hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa um eitt ár. Berger kom lítið við sögu hjá liðinu framan af vetri en átti fínan sprett í vor þar sem Villa tapaði ekki í síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Berger er 33 ára gamall og var áður hjá Liverpool og Portsmouth.

Garðar tók lagið á Wembley

Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes söng í dag á Wembley fyrir tugþúsundir áhorfenda á leik Derby og West Bromwich Albion en liðin bítast nú um hvort þeirra eigi að leika í efstu deild í ensku knattspyrnunni að ári. Garðar söng Breska þjóðsönginn í upphafi leiks og uppskar fagnaðarlæti áhorfenda.

60 milljón punda leikurinn í dag

Í dag klukkan 14 ræðst hvort það verður Derby eða West Brom sem vinnur sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þegar liðin mætast í úrslitaleik á Wembley. Leikurinn hefur verið kallaður 60 milljón punda leikurinn vegna þess gríðarlega fjárhagslega ávinnings sem bíður sigurvegarans m.a. vegna sjónvarpstekna við það að fara upp um deild. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 13:45.

LeBron James frábær í sigri Cleveland

Ungstirnið LeBron James bar Cleveland á herðum sér í nótt þegar liðið skellti Detroit 88-82 í þriðja leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. James skoraði 32 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og var allt í öllu í þessum bráðnauðsynlega sigri heimamanna.

Kobe Bryant: Náið í West eða ég er farinn

Kobe Bryant gaf út sterka yfirlýsingu í samtali við ESPN sjónvarpsstöðina í gær þegar hann var spurður út í framtíð sína með liði LA Lakers. Vitað var að Bryant var orðinn leiður á að sjá lið Lakers drattast í meðalmennsku og nú virðist sem mælirinn sé fullur hjá leikmanninum.

Sevilla heldur pressu á toppliðin

Sevilla hélt sínu striki í spænska boltanum í gærkvöld þegar liðið lagði Zaragoza 3-1 og er því aðeins tveimur stigum frá Real Madrid og Barcelona á toppi deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Luis Fabiano, Alexander Kerzhakov og Fredi Kanoute skoruðu mörk Sevilla í leiknum. Atletico Madrid vann Nastic 2-0 með mörkum Fernando Torres og skaust í sjötta sætið.

Christiansen jafnar fyrir Fylkismenn

Christian Christiansen var að jafna metin fyrir Fylki gegn ÍA í Árbænum og staðan orðin 2-2. Markið skoraði hann með góðu einstaklingsframtaki á 82. mínútu þegar hann prjónaði sig í gegn um vörn Skagamanna.

Sjá næstu 50 fréttir