Fleiri fréttir

Anders Hansen sigraði á BMW mótinu

Englendingurinn Justin Rose og Daninn Anders Hansen urðu efstir og jafnir á BMW PGA meistaramótinu sem fram fór um helgina á Wentworth-vellinum í Surrey á Englandi. Þeir Rose og Hansen léku hringina fjóra á 8 höggum undir pari, einu höggi færra en Vijay Singh og Richard Sterne sem deildu 3.-4. sæti.

Cleveland - Detroit í beinni í kvöld

Þriðji leikur Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons í úrslitarimmu Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Detroit hefur 2-0 yfir í einvíginu eftir nauma sigra í tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli þar sem lokatölur urðu 79-76 í báðum leikjum. Þar hafði Cleveland bullandi tækifæri til að stela sigrinum í bæði skipti og því verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu tekst til á heimavelli í næstu tveimur leikjum.

Keppni lauk á Ítalíu í dag

Í dag fór fram lokaumferðin í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Chievo Verona þurfti að bíta í það súra epli að falla úr deildinni eftir sex ára veru meðal þeirra bestu, en Reggina, Siena og Parma unnu öll leiki sína og tryggðu sæti sitt.

Ajax í Meistaradeildina

Ajax tryggði sér í dag sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð með því að leggja Grétar Rafn Steinsson og félaga í AZ Alkmaar 3-0 í síðari umspilsleik liðanna í hollensku deildinni. Alkmaar vann fyrri leikinn 2-1. Grétar var að venju í byrjunarliði AZ í dag.

Sissoko ósáttur við hlutskipti sitt hjá Liverpool

Miðjumaðurinn Momo Sissoko hefur hótað að fara frá Liverpool ef hann fær ekki fast sæti í byrjunarliðinu. Sissoko missti sæti sitt í liðinu undir lok tímabilsins í hendur Argentínumannsins Javier Mascherano og hann er ekki sáttur við þá þróun mála.

Alonso sigraði í Mónakó annað árið í röð

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren hafði betur í æsilegri baráttu við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í dag og sigraði annað árið í röð í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Sigur heimsmeistarans þýðir að þeir félagar hjá McLaren eru hnífjafnir í stigakeppni ökuþóra.

Arnór: Eiður ekki á leið til Englands

Breska blaðið The Sun hefur eftir Arnóri Guðjohnsen í dag að sonur hans og skjólstæðingur Eiður Smári sé ekki á leið til Englands þó hann hafi verið orðaður við fjölda liða þar í landi undanfarnar vikur.

Tottenham að opna budduna

Forráðamenn Tottenham Hotspur ætla að opna budduna upp á gátt og vera duglegir að versla í sumar. Þetta fullyrðir blaðið News of the World í dag. Félagið keypti hinn unga og efnilega Gareth Bale til sín á dögunum og blaðið telur sig hafa heimildir fyrir því að fleiri góðir leikmenn séu á innkaupalistanum á næstunni.

Viðræður Lampard og Chelsea komnar í strand?

Breska blaðið News of the World greinir frá því í dag að samningaviðræður Frank Lampard og forráðamanna Chelsea séu nú komnar í strand og segir blaðið allt stefna í að hann muni kaupa sig út úr því sem hann á eftir af samningi sínum og leita til meginlandsins.

Eto´o er til í að spila fyrir Liverpool

Kamerúnmaðurinn Samuel Eto´o hjá Barcelona segist vel geta hugsað sér að spila með enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool, því stuðningsmenn liðsins séu engum líkir. Eto´o hefur verið orðaður nokkuð við Liverpool á síðustu mánuðum og sumir segja hann vera óskaframherja Rafa Benitez knattspyrnustjóra.

Lennon út úr enska landsliðinu

Vængmaðurinn ungi Aaron Lennon hjá Tottenham hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum sem mætir Brasilíumönnum og Eistum eftir mánaðamótin vegna meiðsla. Lennon meiddist á hné í leik með B-liði Englendinga á föstudaginn og þetta þykir ýta undir það að David Beckham fái jafnvel sæti í byrjunarliðinu gegn Brössum á Wembley á föstudaginn.

Beckham langaði til AC Milan

Knattspyrnumaðurinn David Beckham hefur upplýst að hann hafi langað mikið að samþykkja að ganga í raðir AC Milan þegar honum stóð það til boða fyrir nokkrum mánuðum. Hann segist þó hafa ákveðið að setja fjölsklduna í fyrsta sæti og fara til Bandaríkjanna.

McClaren: Við þurfum á reynslu Beckham að halda

Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga, gaf þá skýringu að enska landsliðið þyrfti á reynsluboltum að halda þegar hann svaraði fyrir val sitt á David Beckham í landsliðið í gær. Hann segir Beckham hafi leikið einstaklega vel frá áramótum.

Ancelotti lofar dularfullum risakaupum í sumar

Mikil spenna ríkir nú í Mílanó eftir ummæli sem Carlo Ancelotti þjálfari AC Milan lét falla á blaðamannafundi í gær. Þar upplýsti hann að félagið væri á góðri leið með að landa stórlaxi á leikmannamarkaðnum í sumar og sagði "heiminn fara á annan endann" ef hann gæfi upp hver leikmaðurinn væri.

Peter Shilton: Robinson er valtur í sessi

Fyrrum markvörðurinn Peter Shilton á að baki fleiri landsleiki en nokkur annar fyrir Englands hönd. Hann telur að Paul Robinson hjá Tottenham verði að herða sig ef hann ætli ekki að missa stöðu sína sem markvörður Englendinga númer eitt og þykir hann alls ekki nógu traustur milli stanganna.

Nurnberg þýskur meistari

Nurnberg tryggði sér í gær dramatískan sigur í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þegar liðið lagði nýkrýnda deildarmeistara Stuttgart 3-2 í framlengdum úrslitaleik á Ólympíuleikvangnum. Stuttgart spilaði með 10 menn frá 31. mínútu þegar markaskoraranum Cacau var vísað af velli fyrir að kýla andstæðing sinn.

Utah sneri við dæminu á heimavelli

Utah Jazz vann í nótt nokkuð öruggan 109-83 sigur á San Antonio í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Sem fyrr voru það Deron Williams og Carlos Boozer sem fóru fyrir liði heimamanna, en þeir fengu meiri hjálp frá félögum sínum en áður í nótt. San Antonio leiddi með fjórum stigum í hálfleik, en Utah kafsigldi andstæðinga sína í þeim síðari.

Barcelona lagði Getafe

Barcelona vann tilþrifalítinn sigur á Getafe í lokaleik kvöldsins í spænska boltanum. Ronaldinho skoraði sigurmark liðsins strax í upphafi leiks, en lét svo reka sig af velli fyrir að sparka í mótherja sinn. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu hjá Barcelona í leiknum, en liðið hefur jafnmörg stig og Real Madrid á toppi deildarinnar.

Ciudad Real Spánarmeistari

Ólafur Stefánsson skoraði 7 mörk í dag þegar lið hans Ciudad Real tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með því að bursta Antequera 40-29 í næstsíðustu umferðinni í deildinni. Félagar Sigfúsar Sigurðssonar í Ademar Leon tryggðu Ciudad sigurinn með því að leggja keppinauta þeirra í Portland San Antonio 30-26. Ciudad hefur fjögurra stiga forystu á toppnum þegar aðeins ein umferð er eftir af deildinni.

Beckham fór á kostum í sigri Real Madrid

David Beckham hélt upp á landsliðssæti sitt með frábærum hætti í kvöld þegar hann var maðurinn á bak við 3-1 sigur Real Madrid á Deportivo í spænsku deildinni. Beckham átti þátt í tveimur marka heimamanna og átti stangarskot úr aukaspyrnu í leiknum.

Benedikt sterkasti maður Íslands hjá IFSA

Kraftajötuninn Benedikt Magnússon vann í dag sigur í keppninni um sterkasta mann Íslands hjá IFSA-sambandinu annað árið í röð, en keppt var í Smáralindinni. Benedikt hlaut 41 stig í efsta sæti, annar varð Georg Ögmundsson með 38 stig og nýliðinn Pétur Bruno Thorsteinsson varð þriðji með 31 stig.

Sjötti sigur Villarreal í röð

Spænska liðið Villarreal setti í dag félagsmet með sjötta sigrinum í röð þegar liðið lagði Valencia 3-2 á útivelli. Möguleikar Valencia á meistaratitlinum eru því nánast úr sögunni. Varamaðurinn Jon Dahl Tomasson stal senunni í lokin og tryggði Villarreal sigur með því að skora eitt mark og leggja upp annað.

Dauft hjá Walesverjum

Landslið Wales í knattspyrnu gerði í dag 2-2 jafntefli við Nýja-Sjáland í undirbúningsleik fyrir stórleikinn við Tékka í undankeppni EM í næstu viku. Heimamenn lentu tvisvar undir í leiknum en framherjinn Craig Bellamy skoraði tvívegis og bjargaði Wales frá því að vera auðmýkt á heimavelli gegn undirmönnuðu liði gestanna.

Reo-Coker fer fram á sölu frá West Ham

Fyrirliðinn Nigel Reo-Coker hefur farið fram á að verða seldur frá West Ham að sögn talsmanns leikmannsins. Alan Curbishley knattspyrnustjóri er sagður hafa tilkynnt miðjumanninum að hann muni hlusta á kauptilboð yfir 8 milljónum punda. Coker gekk í raðir West Ham frá Wimbledon árið 2004 en átti mjög erfitt uppdráttar hjá Hömrunum í vetur. Talið er að Tottenham, Arsenal, Aston Villa og Newcastle séu öll tilbúin að bjóða í U-21 árs landsliðsmanninn.

Tvöfalt hjá Celtic

Glasgow Celtic tryggði sér í dag sigur í skosku bikarkeppninni með naumum 2-1 sigir á Dunfermilne í úrslitaleik og vann liðið því tvöfalt í Skotlandi enn eitt árið. Kamerúnmaðurinn Jean-Joel Doumbe skoraði sigurmark Celtic í leiknum sex mínútu og tryggði liðinu 34. sigurinn í bikarkeppninni og þann fyrsta síðan árið 2004.

Hamburg heldur í vonina

Næst síðasta umferðin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta fór fram í dag. Hamburg eygir enn veika von um að tryggja sér meistaratitilinn eftir að liðið vann góðan sigur á Lemgo í dag á meðan efsta liðið Kiel tapaði fyrir grönnum sínum í Flensburg. Snorri Steinn Guðjónsson var maður dagsins þegar hann skoraði 13 mörk fyrir Minden gegn Gummersbach.

Utah - San Antonio í beinni í nótt

Þriðji leikur Utah Jazz og San Antonio Spurs í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Þetta er fyrsti leikur liðanna í Salt Lake City eftir að San Antonio vann fyrstu tvo leikina með afgerandi hætti á heimavelli sínum.

Risaleikir í spænska í dag

Þrír stórleikir fara fram í spænsku deildinni í knattspyrnu í dag og í kvöld og verða þeir allir sýndir beint á Sýn. Nú fer að draga til tíðinda á Spáni þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir og spennan á toppnum er gríðarleg.

Rashard Lewis á lausu í sumar

Framherjinn Rashard Lewis hjá Seattle Supersonics hefur ákveðið að nýta ákvæði í samningi sínum við félagið sem gerir honum kleift að vera laus allra mála í sumar. Lewis verður fyrir vikið af 25 milljónum dollara í laun fyrir síðustu tvö árin af samningi sínum, en er nokkuð öruggur með að fá góða launahækkun hjá nýju liði í sumar þar sem hann verður væntanlega eftirsóttasti samningslausi leikmaðurinn á markaðnum.

Alonso á ráspól í Mónakó

Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren verður á ráspól í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hann hafði naumlega betur gegn félaga sínum Lewis Hamilton í tímatökum í dag. Hann var með innan við tveimur hundruðustu úr sekúndu betri tíma en hinn efnilegi Hamilton í dag. Felipe Massa hjá Ferrari náði þriðja besta tímanum en félagi hans Kimi Raikkönen varð að sætta sig við 15. sætið eftir að hann gerði mistök.

Arsenal kaupir pólskan markvörð

Arsenal gekk í dag frá kaupum á pólska markverðinum Lukasz Fabianski frá Legia Warsaw. Hann er aðeins 22 ára gamall og er talinn mikið efni. Fabanski hefur verið varamarkvörður Artur Boruc í pólska landsliðinu og hefur nú gert langtímasamning við Arsenal, þar sem hann verður væntanlega þriðji kostur á eftir þeim Jens Lehmann og Manuel Almunia.

Beckham kominn í enska landsliðshópinn á ný

Steve McClaren landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem mætir Brasilíumönnum um næstu mánaðamót og spilar svo við Eista í undankeppni EM nokkrum dögum síðar. Mesta athygli vekur að hann kallaði David Beckham aftur inn í landsliðið eftir árs fjarveru.

Deschamps sagði af sér hjá Juventus

Franski þjálfarinn Didier Deschamps hefur sagt af sér hjá ítalska stórliðinu Juventus þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu rakleitt upp í A-deildina í vetur eftir að liðið var fellt niður í B-deildina síðasta sumar. Heyrst hefur að Juventus ætli sér að reyna að lokka fyrrum landsliðsþjálfarann Marcello Lippi í starfið.

Gareth Bale semur við Tottenham

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham gekk í gærkvöld frá kaupum á velska landsliðsmanninum Gareth Bale frá Southampton fyrir 5 milljónir punda, en upphæðin gæti farið upp í allt að 10 milljónir. Bale er aðeins 17 ára gamall vinstri bakvörður og hefur verið eftirsóttur af stóru liðunum á Englandi um nokkurt skeið.

Bíður eftir kalli frá Man. City

Sven-Göran Eriksson bíður eftir símtali frá Manchester City og segist hafa mikinn hug á því að taka við stjórastöðunni hjá félaginu. City er í leit að nýjum stjóra eftir að hafa rekið Stuart Pearce og ku Eriksson vera ofarlega á óskalistanum.

Kaka vill koma til Real Madrid

Robinho vonast eftir því að Kaka gangi til liðs við félag sitt, Real Madrid, í sumar. Eftir að AC Milan varð Evrópumeistari í vikunni ganga sögurnar fjöllunum hærra um að Kaka vilji færa sig um set frá Ítalíu en Real hefur lengi haft augastað á þessum magnaða leikmanni.

Houllier hættur hjá Lyon

Sagt var frá því í gær að Gerard Houllier væri hættur að þjálfa franska meistaraliðið Lyon.

Pálína farin í Keflavík

Besti varnarmaður Iceland Express deildar kvenna síðustu þrjú ár er farin frá Haukum og hefur því meistaraliðið misst báða fyrirliða sína fyrir næsta vetur.

Benayoun framlengir

Ísraelinn Yossi Benayoun hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið West Ham til ársins 2012. Félagið er í eigu Íslendinga sem kunnugt er.

Samdi við tvo Króata í gær

ÍA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir átökin í Landsbankadeildinni í sumar, en tveir Króatar skrifuðu undir samninga við félagið í gær sem gilda út tímabilið. Í kjölfarið mættu þeir á sína fyrstu æfingu en þeir eru þegar komnir með leikheimild og geta því spilað með ÍA gegn Fylki á mánudaginn.

Yrði draumur að spila með Bristol

Kjartan Henry Finnbogason vonast til þess að ganga til liðs við nýliða Bristol City í Championship-deildinni í Englandi. „Bristol City er búið að hafa samband og vill sjá meira af mér. Mér líst rosalega vel á það. Championship-deildin heillar auðvitað mjög mikið, 20.000 manns á hverjum leik og það væri draumur að spila þar.

Ætlum að ná FH

Helgi Sigurðsson skoraði bæði mörk Vals í 2-1 sigri á KR í fyrrakvöld. Hann er leikmaður þriðju umferðar Landsbankadeildarinnar að mati Fréttablaðsins.

Atli Guðmundsson og Hrammur standa efstir eftir forkeppni

Atli Guðmundsson og Hrammur frá Holtsmúla standa efstir eftir forkeppni í A flokki á Gæðingmóti Fáks og Lýsis sem fram fór í dag. Í öðru og þriðja sæti stendur Sigurður V. Matthíhasson með Klett frá Hvammi í öðru sæti og Örnu frá Varmadal í þriðja sæti. Meðfylgjandi eru úrslit dagsins

Verður Beckham valinn?

Steve McClaren mun í dag kynna landsliðshópinn enska sem mætir brasilíska landsliðinu í æfingaleik á Wembley, sem og Eistlandi í undankeppni EM 2008.

Valsstúlkur burstuðu ÍR

Valur bar sigurorð af ÍR í Landsbankadeild kvenna með sex mörkum gegn engu í kvöld. KR marði sigur á Fjölni 1-0 og Stjarnan sigraði Keflavík 3-1 á Stjörnuvelli.

Sjá næstu 50 fréttir