Íslenski boltinn

Vandræði KR halda áfram

Mynd/Daniel

KR-ingar sitja enn á botni Landsbankadeildar karla í knattspyrnu eftir leiki kvöldsins. KR tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Víkingi í kvöld. Keflvíkingar lögðu nýliða HK 3-0 í Keflavík og Breiðablik og Valur gerðu markalaust jafntefli í Kópavogi. FH-ingar eru efstir í deildinni með 9 stig eftir þrjá leiki og geta aukið forskot sitt í fjögur stig með sigri á Fram á Laugardalsvelli í lokaleik fjórðu umferðar annað kvöld.

Úrslitin í leikjum kvöldsins og markaskorarar eru hér fyrir neðan, en nánari umfjöllun verður um leikina hér á Vísi eldsnemma í fyrramálið. Stöðuna í deildinni má sjá á hægri spássíu hér fyrir neðan á síðunni.

Keflavík 3 - HK 0

1-0 Þórarinn Kristjánsson 28

2-0 Símum Eiler Samuelsen 63

3-0 Guðmundur Steinarsson 75

KR 1 - Víkingur 2

0-1 Stefán Kári Sveinbjörnsson 2

0-2 Sinisa Kekic 88

1-2 Henning Jónsson 89

Breiðablik 0 - Valur 0






Fleiri fréttir

Sjá meira


×