Fleiri fréttir Jafnt hjá Wigan og Tottenham í markaleik Wigan og Tottenham skildu jöfn 3-3 í fjörugum fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Wigan er í fallbaráttu en Tottenham í baráttu um sæti í Evrópukeppni. Wigan komst þrisvar yfir í leiknum en Lundúnaliðið náði alltaf að svara. 15.4.2007 14:56 Massa sigraði í Barein - Hamilton enn í verðlaunasæti Brasilíski ökuþórinn Felipe Massa hjá Ferrari kom fyrstur í mark í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór í dag. Breska ungstirnið Lewis Hamilton á McLaren varð annar og þar með fyrsti nýliðinn sem kemst á verðlaunapall í fyrstu þremur keppnum sínum. Kimi Raikkönen á Ferrari varð þriðji og heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren fimmti. 15.4.2007 14:41 Memphis stöðvaði Denver Neðsta lið NBA deildarinnar Memphis Grizzlies gerði sér lítið fyrir og stöðvaði átta leikja sigurhrinu Denver Nuggets í nóptt með 133-118 sigri í fjörugum leik. Chucky Atkins og Tarence Kinsey skoruðu 28 stig hvor fyrir Memphis en Carmelo Anthony var atkvæðamestur hjá Denver með 28 stig. Alls voru sjö leikir á dagskrá í nótt. 15.4.2007 14:31 Siggi stöðvaði sigurgöngu Þorvaldar á “Þeir allra sterkustu” Hrossabóndinn Sigurður Sigurðarson í Þjóðólfshaga sigraði töltkeppnina á “Þeir allra sterkustu” í Skautahöllinni í Laugardal í gærkveldi á Freyð frá Hafsteinsstöðum. Gríðarlega hörð keppni var á milli fimm efstu hestanna en Sævar Örn Sigurvinsson reið sig upp úr B-úrslitum á Þotu frá Neðra-Seli. 15.4.2007 10:50 Davíð lagði Golíat - Valuev tapaði Rússneska tröllið Nikolai Valuev tapaði fyrsta bardaga sínum á ferlinum í nótt þegar hann tapaði fyrir Ruslan Chagaev frá Úsbekistan á stigum í bardaga þeirra um WBA beltið í þungavigt. Valuev var ósigraður í 46 bardögum. Hinn hugaði andstæðingur hans lét sig ekki muna um að vera feti lægri og 40 kílóum léttari og vann verðskuldaðan sigur. 15.4.2007 01:23 Framlengt hjá Blackburn og Chelsea Undanúrslitaleikur Blackburn og Chelsea í enska deildarbikarnum hefur verið framlengdur eftir að staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma á Old Trafford í Manchester. Frank Lampard kom Chelsea yfir eftir um stundarfjórðung, en Jason Roberts jafnaði fyrir baráttuglaða Blackburn menn á 63. mínútu. 15.4.2007 16:57 Orlando skrefi nær úrslitakeppninni Einum leik er þegar lokið í NBA deildinni í körfubolta í kvöld. Orlando Magic vann auðveldan sigur á Philadelphia á útivelli 104-87 og þarf nú aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Dwight Howard setti persónulegt met með 35 stigum og hirti auk þess 11 fráköst fyrir Orlando. Leikur Houston og New Orleans verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf eitt í nótt. 14.4.2007 23:27 Carrick borubrattur í treyju númer 16 Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Manchester United skortir greinilega ekki sjálfstraustið þessa dagana og segist njóta þeirrar áskorunar að spila í treyju númer 16 hjá liðinu. Goðsögnin Roy Keane lék með númer 16 þar á undan og Carrick er hvergi smeykur þó fólk ætli honum að taka við keflinu af Íranum grjótarða. 14.4.2007 22:15 Schalke í vænlegri stöðu Schalke tók stórt skref í átt að fyrsta meistaratitli sínum í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með sannfærandi 3-0 útisigri á Mainz. Kevin Kuranyi, Gerald Asamoah og Lincoln skoruðu mörk Schalke, sem hefur nú fjögurra stiga forskot á Bremen á toppnum. Bremen á leik til góða gegn Dortmund á morgun. 14.4.2007 21:09 Súrt tap hjá Real Madrid Real Madrid missti af tækifæri til að komast á topp spænsku deildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lá 2-1 á útivelli fyrir Racing Santander. Real hafði ekki tapað í 9 leikjum í röð, en eftir að Raul kom Madrid yfir í upphafi leiks, skoraði varnarmaðurinn Ezequiel Garay tvö mörk úr vítaspyrnum í síðari hálfleiknum. 14.4.2007 20:39 FCK deildarmeistari í Danmörku Íslendingalið FCK í Danmörku tryggði sér í dag deildarmeistaratitilinn í handbolta þegar liðið lagði meistara Kolding í næst síðustu umferð deildarinnar 35-31. Arnór Atlason skoraði tvö mörk fyrir FCK og Gísli Kristjánsson eitt. FCK mætir Viborg í úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna um meistaratitilinn, en hin undanúrslitarimman verður milli Kolding og GOG. 14.4.2007 20:34 Öruggur sigur hjá Íslandsmeisturunum Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu yfirburðasigur á Fram í dag 29-17 í DHL-deild kvenna í handbolta. Kristín Guðmundsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna Sólveig Kjærnested 5 og Rakel Bragadóttir 4. Ásta Birna Gunnarsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Fram. Valur burstaði Akureyri 33-23 og Grótta vann Hauka 27-21. 14.4.2007 20:19 Coppell hrósaði Brynjari Steve Coppell, stjóri Reading, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í 1-0 sigrinum á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagði liðið hafa slakað of mikið á eftir að það náði forystu í leiknum en hrósaði Brynjari Birni Gunnarssyni fyrir vinnusemi sína á miðjunni. 14.4.2007 19:21 Ófreskjan mætir Hvíta-Tyson á Sýn í kvöld Það verður sannkallaður þungavigtarbardagi á dagskrá Sýnar í kvöld þegar rússneska tröllið Nikolai Valuev tekur á móti Ruslan Chagaev frá Úsbekistan í Stuttgart í Þýskalandi. Valuev er handhafi WBA beltisins og hefur ekki tapað í 46 bardögum. Bein útsending Sýnar hefst klukkan 21:55. Chagaev hefur notað óhefðbundnar aðferðir við æfingar til að búa sig undir að mæta tröllinu. 14.4.2007 18:55 Manchester United í úrslit Manchester United komst í dag í úrslit ensku bikarkeppninnar með öruggum 4-1 sigri á Watford á Villa Park í dag. Wayne Rooney kom United yfir á 7. mínútu en Hameur Bouazza jafnaði fyrir Watford á 26. mínútu. Cristiano Ronaldo kom United yfir aðeins tveimur mínútum síðar og staðan 2-1 í hálfleik. 14.4.2007 18:28 Haukastúlkur Íslandsmeistarar Haukastúlkur tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta annað árið í röð eftir 88-77 sigur á Keflavík í fjórða leik liðanna í Keflavík. Haukar unnu einvígið því 3-1. Leikurinn í dag var sveiflukenndur en Haukaliðið tryggði sér sigurinn í lokin með því að hirða hvert sóknarfrákastið á fætur öðru á mikilvægum augnablikum. Helena Sverrisdóttir hjá Haukum var kjörin besti leikmaður einvígisins og kemur það engum á óvart. 14.4.2007 17:45 Einar Árni: Það verður erfitt að fara í vesturbæinn "Það var sárt að tapa þessum leik, ég verð bara að segja það, en ég hef trú á því að mínir menn mæti enn grimmari í næsta leik. Ballið er rétt að byrja og við erum búnir að tapa núna tveimur leikjum þar sem við vorum í góðri stöðu og við verðum greinilega að fara að klára þessa leiki betur" sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. 14.4.2007 17:08 Benedikt Guðmunds: Svakalegur leikur "Þetta er einn svakalegasti leikur sem ég hef takið þátt í. Rafmögnuð spenna, frábært andrúmsloft, hraði og harka. Þetta er bara eins og þetta gerist best. Við vorum aðeins að föndra með varnarafbrigði í þessum leik og það skilaði sér ágætlega í restina. Við höfum verið að vinna á alla leikina og náum að toppa á síðustu mínútunum," sagði Benedikt Guðmundsson eftir sigur KR í Njarðvík í dag. 14.4.2007 17:06 Els í forystu á Heritage mótinu Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els náði í gær forystu á Heritage mótinu í golfi. Els er með þriggja högga forystu þegar keppni er hálfnuð. Ástralinn Aaron Baddeley sem á titil að verja á þessu móti setti niður glæsilegt 16 metra langa pútt á sautjándu holu í gærkvöldi en hann lék hringinn í gær á 5 höggum undir pari og er samtals 6 höggum á eftir Els. 14.4.2007 16:48 Magnaður sigur KR í Njarðvík KR-ingar hafa tekið 2-1 forystu gegn Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir frækinn 96-92 sigur í Njarðvík í dag. KR-ingar höfðu nauma forystu í hálfleik en heimamenn höfðu góð tök á leiknum þangað til í lokin þegar KR-ingar sigu framúr og tryggðu sér sigur á lokamínútunum eins og í síðasta leik. 14.4.2007 16:39 Arsenal lagði Bolton Leikjunum sex í ensku úrvalsdeildinni er lokið. Arsenal vann mikilvægan 2-1 heimasigur á Bolton og Sheffield United vann dýrmætan 3-0 sigur á West Ham í botnbaráttunni. Manchester City og Liverpool skildu jöfn 0-0 og Reading lagði Fulham 1-0 í Íslendingaslagnum. 14.4.2007 16:20 Kiel og Kronau/Östringen leika til úrslita Í dag fóru fram undanúrslitaleikirnir í þýska bikarnum í handbolta og voru báðar viðureignir sýndar beint á Sýn. Kronau/Östringen vann nokkuð óvæntan sigur á Hamburg í morgun 29-28 og Kiel vann nauman sigur á Flensburg 34-33. Úrslitaleikurinn fer fram í hádeginu á morgun og verður sýndur beint á Sýn. 14.4.2007 14:57 60. sigurinn hjá Phoenix Phoenix Suns tryggði stöðu sína í öðru sæti Vesturdeildarinnar í NBA í nótt með því að leggja LA Lakers að velli 93-85. Lakers hefur verið í vandræðum undanfarna daga og er nú aðeins hársbreidd á undan grönnum sínum í Clippers og Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. 14.4.2007 14:16 Massa á ráspól í Barein Ferrari-ökumaðurinn Felipe Massa verður á ráspól í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Massa var með besta tímann í tímatökum í morgun og ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren var annar. Kimi Raikkönen hjá Ferrari var með þriðja besta tímann og heimsmeistarinn Fernando Alonso fjórði. 14.4.2007 12:25 Mótorhjólasýning Nitro í dag Nitro heldur mótorhjólasýningu fyrir framan húsakynni sín að Bíldshöfða 9 í dag frá kl. 12 til 16. Auk ýmissa gerða hjóla, fatnaðar og aukabúnaðar sem til sýnis verður, hefur verið búin til torfæruhjólabraut á grasflöt framan við verslunina þar sem nokkrir keppnismenn í mótorkrossi munu sýna tilþrif. 14.4.2007 11:11 Chelsea vann tvöfalt í mars Jose Mourinho, stjóri Chelsea og markvörður liðsins, Tékkinn Peter Cech, fengu verðlaun ensku úrvalsdeildarinnar fyrir marsmánuð. 14.4.2007 10:45 Stigin úr teignum skipta öllu Baráttan í einvígi lokaúrslitaeinvígis Iceland Express-deildar karla snýst ekki síst um hvort liðið er að skora meira inni í teig. 14.4.2007 10:30 Nær Keflavík að jafna metin? Körfubolti Lokaúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna heldur áfram í Keflavík klukkan 16.15 í dag þegar Haukastúlkur fá aðra tilraun til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. 14.4.2007 10:15 Mætið tímalega Þriðji leikur lokaúrslita Njarðvíkur og KR um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta fer fram í Ljónagryfjunni í dag og ljóst að mikil áhugi er fyrir leiknum. 14.4.2007 10:00 Ronaldo samdi til ársins 2012 Stuðningsmenn Manchester United áttu kannski ekki von á frábær vika yrði enn betri eftir 7-1 sigur á Roma á þriðjudagskvöldið en fréttirnar af nýjum samningi Cristiano Ronaldo sáu þó til þess. 14.4.2007 09:45 Vann alla leiki sína Guðmundur Stephensen varð í vikunni sænskur meistari í borðtennis með liði sínu Eslövs AI sem vann alla þrjá úrslitaleikina gegn BTK Rekord. 14.4.2007 09:30 Björgvin og Dagný unnu Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson og Akureyringurinn Dagný Linda kristjánsdóttir urðu í gær Íslandmseistarara í stórsvigi á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli. 14.4.2007 09:15 Aftur á spítala Diego Armando Maradona er kominn aftur á spítala með kviðverki aðeins tveim dögum eftir að hafa losnað úr tveggja vikna vist. Læknar á Buenos Aires-spítalanum segja að líf Maradona sé ekki í hættu. Maradona byrjaði aftur að drekka á dögunum en það þoldi lifrin ekki og því var hann fluttur í skyndingu á spítala. 14.4.2007 09:00 Er ekki að taka við Chelsea Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink ítrekaði í viðtali í gær að hann væri ekki að taka við Chelsea í sumar. 14.4.2007 08:00 Lykilleikur lokaúrslitanna Njarðvíkingar hafa ekki tapað á heimavelli í sextán mánuði og hafa nú unnið 29 leiki í röð í Ljónagryfjunni. Sagan segir að KR-ingar verða að vinna þar í dag því síðustu þrettán ár hefur ekkert lið komið til baka úr stöðunni 1-2. 14.4.2007 00:01 Mun sitja áfram með Njarðvíkingum Óskar Örn Hauksson, knattspyrnumaður úr KR, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum KR á leik liðsins gegn Njarðvík á fimmtudag. Ástæðan er sú að Óskar Örn styður Njarðvík í körfuboltanum og situr með stuðningsmönnum þeirra á leikjum og því fékk hann nokkra söngva frá stuðningsmönnum KR. 14.4.2007 00:01 United yfir í hálfleik Manchester United hefur yfir 2-1 gegn Watford í undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar sem nú stendur yfir. Wayne Rooney kom United yfir eftir 7 mínútur með þrumuskoti en Bouazza jafnaði á 26. mínútu með snyrtilegri afgreiðslu. Cristiano Ronaldo kom United svo aftur yfir tveimur mínútum síðar, en Rio Ferdinand er farinn meiddur af leikvelli hjá United. 14.4.2007 17:29 Haukar yfir eftir þrjá leikhluta Haukastúlkur hafa yfir 63-60 gegn Keflavík þegar leiknir hafa verið þrír leikhlutar í fjórða leik liðanna í Keflavík í úrlistaeinvíginu í Iceland Express deildinni. Leikurinn hefur verið sveiflukenndur og bæði lið hafa náð 10 stiga forystu á köflum. Leikurinn fer fram í Keflavík, þar sem heimamenn geta knúið oddaleik í einvíginu með sigri. 14.4.2007 17:25 Njarðvík yfir eftir þrjá leikhluta Njarðvíkingar hafa tekið forystuna gegn KR 75-68 eftir þrjá leikhluta eftir að hafa verið undir í hálfleik. KR-ingar skoruðu ekki stig í rúmar þrjár mínútur í upphafi síðari hálfleiks og heimamenn gengu á lagið og náðu mest um 10 stiga forystu. Þetta er þriðji leikur liðanna í úrslitum Iceland Express deildarinnar. 14.4.2007 16:07 KR yfir í hálfleik KR-ingar hafa enn yfir þegar flautað hefur verið til hálfleiks í þriðja leik liðsins gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Brenton Birmingham er stigahæstur Njarðvíkinga með 16 stig en Tyson Patterson er kominn með 18 stig hjá KR. Leikurinn er í beinni á Sýn. 14.4.2007 15:42 KR yfir eftir fyrsta leikhluta KR-ingar hafa yfir 22-20 eftir fyrsta leikhluta í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar, en leikið er í Njarðvík. Leikurinn hefur verið mjög harður og hátt spennustig einkennir leik beggja. Tyson Patterson hefur verið maður leiksins til þessa og er kominn með 12 stig hjá KR. 14.4.2007 15:16 Jafnt í hálfleik hjá Arsenal og Bolton Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Staðan í leik Arsenal og Bolton er jöfn 1-1 þar sem Rosicky og Anelka skoruðu mörkin. Reading hefur yfir 1-0 gegn Fulham þar sem Brynjar Björn Gunnarsson eru í byrjunarliði Reading og Heiðar Helguson hjá Fulham. Það var Stephen Hunt sem skoraði mark Reading. 14.4.2007 14:47 Hiddink: Chelsea ekki á dagskrá Guus Hiddink vísar því alfarið frá að hann sé að taka við Chelsea af Jose Mourinho í sumar. Mikið hefur verið skrifað um það í vetur að Mourinho sé á förum frá félaginu venga deilna við Roman Abramovich eiganda Chelsea. 13.4.2007 14:58 Dagný og Björgvin sigruðu í stórsvigi Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri og Björgvin Björgvinsson frá Dalvík sigruðu í dag í stórsvigi á Skíðamóti Íslands sem fram fer í Hlíðarfjalli. Önnur í kvennaflokki varð Salome Tómasdóttir og þriðja Tinna Dagbjartsdóttir en þær eru einnig á heimavelli. 13.4.2007 14:26 Stór Keflavíkursigur á Spáni Bikarmeistarar Keflavíkur í knattspyrnu dvelja nú á Spáni við æfingar og í gærkvöldi mættu þeir Isla Cristina í æfingaleik sem Keflavík rótburstaði 6-0. Þórarinn Brynjar Kristjánsson gerði tvö mörk í leiknum fyrir Keflavík. 13.4.2007 14:25 Sjá næstu 50 fréttir
Jafnt hjá Wigan og Tottenham í markaleik Wigan og Tottenham skildu jöfn 3-3 í fjörugum fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Wigan er í fallbaráttu en Tottenham í baráttu um sæti í Evrópukeppni. Wigan komst þrisvar yfir í leiknum en Lundúnaliðið náði alltaf að svara. 15.4.2007 14:56
Massa sigraði í Barein - Hamilton enn í verðlaunasæti Brasilíski ökuþórinn Felipe Massa hjá Ferrari kom fyrstur í mark í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór í dag. Breska ungstirnið Lewis Hamilton á McLaren varð annar og þar með fyrsti nýliðinn sem kemst á verðlaunapall í fyrstu þremur keppnum sínum. Kimi Raikkönen á Ferrari varð þriðji og heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren fimmti. 15.4.2007 14:41
Memphis stöðvaði Denver Neðsta lið NBA deildarinnar Memphis Grizzlies gerði sér lítið fyrir og stöðvaði átta leikja sigurhrinu Denver Nuggets í nóptt með 133-118 sigri í fjörugum leik. Chucky Atkins og Tarence Kinsey skoruðu 28 stig hvor fyrir Memphis en Carmelo Anthony var atkvæðamestur hjá Denver með 28 stig. Alls voru sjö leikir á dagskrá í nótt. 15.4.2007 14:31
Siggi stöðvaði sigurgöngu Þorvaldar á “Þeir allra sterkustu” Hrossabóndinn Sigurður Sigurðarson í Þjóðólfshaga sigraði töltkeppnina á “Þeir allra sterkustu” í Skautahöllinni í Laugardal í gærkveldi á Freyð frá Hafsteinsstöðum. Gríðarlega hörð keppni var á milli fimm efstu hestanna en Sævar Örn Sigurvinsson reið sig upp úr B-úrslitum á Þotu frá Neðra-Seli. 15.4.2007 10:50
Davíð lagði Golíat - Valuev tapaði Rússneska tröllið Nikolai Valuev tapaði fyrsta bardaga sínum á ferlinum í nótt þegar hann tapaði fyrir Ruslan Chagaev frá Úsbekistan á stigum í bardaga þeirra um WBA beltið í þungavigt. Valuev var ósigraður í 46 bardögum. Hinn hugaði andstæðingur hans lét sig ekki muna um að vera feti lægri og 40 kílóum léttari og vann verðskuldaðan sigur. 15.4.2007 01:23
Framlengt hjá Blackburn og Chelsea Undanúrslitaleikur Blackburn og Chelsea í enska deildarbikarnum hefur verið framlengdur eftir að staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma á Old Trafford í Manchester. Frank Lampard kom Chelsea yfir eftir um stundarfjórðung, en Jason Roberts jafnaði fyrir baráttuglaða Blackburn menn á 63. mínútu. 15.4.2007 16:57
Orlando skrefi nær úrslitakeppninni Einum leik er þegar lokið í NBA deildinni í körfubolta í kvöld. Orlando Magic vann auðveldan sigur á Philadelphia á útivelli 104-87 og þarf nú aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Dwight Howard setti persónulegt met með 35 stigum og hirti auk þess 11 fráköst fyrir Orlando. Leikur Houston og New Orleans verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf eitt í nótt. 14.4.2007 23:27
Carrick borubrattur í treyju númer 16 Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Manchester United skortir greinilega ekki sjálfstraustið þessa dagana og segist njóta þeirrar áskorunar að spila í treyju númer 16 hjá liðinu. Goðsögnin Roy Keane lék með númer 16 þar á undan og Carrick er hvergi smeykur þó fólk ætli honum að taka við keflinu af Íranum grjótarða. 14.4.2007 22:15
Schalke í vænlegri stöðu Schalke tók stórt skref í átt að fyrsta meistaratitli sínum í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með sannfærandi 3-0 útisigri á Mainz. Kevin Kuranyi, Gerald Asamoah og Lincoln skoruðu mörk Schalke, sem hefur nú fjögurra stiga forskot á Bremen á toppnum. Bremen á leik til góða gegn Dortmund á morgun. 14.4.2007 21:09
Súrt tap hjá Real Madrid Real Madrid missti af tækifæri til að komast á topp spænsku deildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lá 2-1 á útivelli fyrir Racing Santander. Real hafði ekki tapað í 9 leikjum í röð, en eftir að Raul kom Madrid yfir í upphafi leiks, skoraði varnarmaðurinn Ezequiel Garay tvö mörk úr vítaspyrnum í síðari hálfleiknum. 14.4.2007 20:39
FCK deildarmeistari í Danmörku Íslendingalið FCK í Danmörku tryggði sér í dag deildarmeistaratitilinn í handbolta þegar liðið lagði meistara Kolding í næst síðustu umferð deildarinnar 35-31. Arnór Atlason skoraði tvö mörk fyrir FCK og Gísli Kristjánsson eitt. FCK mætir Viborg í úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna um meistaratitilinn, en hin undanúrslitarimman verður milli Kolding og GOG. 14.4.2007 20:34
Öruggur sigur hjá Íslandsmeisturunum Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu yfirburðasigur á Fram í dag 29-17 í DHL-deild kvenna í handbolta. Kristín Guðmundsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna Sólveig Kjærnested 5 og Rakel Bragadóttir 4. Ásta Birna Gunnarsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Fram. Valur burstaði Akureyri 33-23 og Grótta vann Hauka 27-21. 14.4.2007 20:19
Coppell hrósaði Brynjari Steve Coppell, stjóri Reading, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í 1-0 sigrinum á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagði liðið hafa slakað of mikið á eftir að það náði forystu í leiknum en hrósaði Brynjari Birni Gunnarssyni fyrir vinnusemi sína á miðjunni. 14.4.2007 19:21
Ófreskjan mætir Hvíta-Tyson á Sýn í kvöld Það verður sannkallaður þungavigtarbardagi á dagskrá Sýnar í kvöld þegar rússneska tröllið Nikolai Valuev tekur á móti Ruslan Chagaev frá Úsbekistan í Stuttgart í Þýskalandi. Valuev er handhafi WBA beltisins og hefur ekki tapað í 46 bardögum. Bein útsending Sýnar hefst klukkan 21:55. Chagaev hefur notað óhefðbundnar aðferðir við æfingar til að búa sig undir að mæta tröllinu. 14.4.2007 18:55
Manchester United í úrslit Manchester United komst í dag í úrslit ensku bikarkeppninnar með öruggum 4-1 sigri á Watford á Villa Park í dag. Wayne Rooney kom United yfir á 7. mínútu en Hameur Bouazza jafnaði fyrir Watford á 26. mínútu. Cristiano Ronaldo kom United yfir aðeins tveimur mínútum síðar og staðan 2-1 í hálfleik. 14.4.2007 18:28
Haukastúlkur Íslandsmeistarar Haukastúlkur tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta annað árið í röð eftir 88-77 sigur á Keflavík í fjórða leik liðanna í Keflavík. Haukar unnu einvígið því 3-1. Leikurinn í dag var sveiflukenndur en Haukaliðið tryggði sér sigurinn í lokin með því að hirða hvert sóknarfrákastið á fætur öðru á mikilvægum augnablikum. Helena Sverrisdóttir hjá Haukum var kjörin besti leikmaður einvígisins og kemur það engum á óvart. 14.4.2007 17:45
Einar Árni: Það verður erfitt að fara í vesturbæinn "Það var sárt að tapa þessum leik, ég verð bara að segja það, en ég hef trú á því að mínir menn mæti enn grimmari í næsta leik. Ballið er rétt að byrja og við erum búnir að tapa núna tveimur leikjum þar sem við vorum í góðri stöðu og við verðum greinilega að fara að klára þessa leiki betur" sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. 14.4.2007 17:08
Benedikt Guðmunds: Svakalegur leikur "Þetta er einn svakalegasti leikur sem ég hef takið þátt í. Rafmögnuð spenna, frábært andrúmsloft, hraði og harka. Þetta er bara eins og þetta gerist best. Við vorum aðeins að föndra með varnarafbrigði í þessum leik og það skilaði sér ágætlega í restina. Við höfum verið að vinna á alla leikina og náum að toppa á síðustu mínútunum," sagði Benedikt Guðmundsson eftir sigur KR í Njarðvík í dag. 14.4.2007 17:06
Els í forystu á Heritage mótinu Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els náði í gær forystu á Heritage mótinu í golfi. Els er með þriggja högga forystu þegar keppni er hálfnuð. Ástralinn Aaron Baddeley sem á titil að verja á þessu móti setti niður glæsilegt 16 metra langa pútt á sautjándu holu í gærkvöldi en hann lék hringinn í gær á 5 höggum undir pari og er samtals 6 höggum á eftir Els. 14.4.2007 16:48
Magnaður sigur KR í Njarðvík KR-ingar hafa tekið 2-1 forystu gegn Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir frækinn 96-92 sigur í Njarðvík í dag. KR-ingar höfðu nauma forystu í hálfleik en heimamenn höfðu góð tök á leiknum þangað til í lokin þegar KR-ingar sigu framúr og tryggðu sér sigur á lokamínútunum eins og í síðasta leik. 14.4.2007 16:39
Arsenal lagði Bolton Leikjunum sex í ensku úrvalsdeildinni er lokið. Arsenal vann mikilvægan 2-1 heimasigur á Bolton og Sheffield United vann dýrmætan 3-0 sigur á West Ham í botnbaráttunni. Manchester City og Liverpool skildu jöfn 0-0 og Reading lagði Fulham 1-0 í Íslendingaslagnum. 14.4.2007 16:20
Kiel og Kronau/Östringen leika til úrslita Í dag fóru fram undanúrslitaleikirnir í þýska bikarnum í handbolta og voru báðar viðureignir sýndar beint á Sýn. Kronau/Östringen vann nokkuð óvæntan sigur á Hamburg í morgun 29-28 og Kiel vann nauman sigur á Flensburg 34-33. Úrslitaleikurinn fer fram í hádeginu á morgun og verður sýndur beint á Sýn. 14.4.2007 14:57
60. sigurinn hjá Phoenix Phoenix Suns tryggði stöðu sína í öðru sæti Vesturdeildarinnar í NBA í nótt með því að leggja LA Lakers að velli 93-85. Lakers hefur verið í vandræðum undanfarna daga og er nú aðeins hársbreidd á undan grönnum sínum í Clippers og Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. 14.4.2007 14:16
Massa á ráspól í Barein Ferrari-ökumaðurinn Felipe Massa verður á ráspól í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Massa var með besta tímann í tímatökum í morgun og ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren var annar. Kimi Raikkönen hjá Ferrari var með þriðja besta tímann og heimsmeistarinn Fernando Alonso fjórði. 14.4.2007 12:25
Mótorhjólasýning Nitro í dag Nitro heldur mótorhjólasýningu fyrir framan húsakynni sín að Bíldshöfða 9 í dag frá kl. 12 til 16. Auk ýmissa gerða hjóla, fatnaðar og aukabúnaðar sem til sýnis verður, hefur verið búin til torfæruhjólabraut á grasflöt framan við verslunina þar sem nokkrir keppnismenn í mótorkrossi munu sýna tilþrif. 14.4.2007 11:11
Chelsea vann tvöfalt í mars Jose Mourinho, stjóri Chelsea og markvörður liðsins, Tékkinn Peter Cech, fengu verðlaun ensku úrvalsdeildarinnar fyrir marsmánuð. 14.4.2007 10:45
Stigin úr teignum skipta öllu Baráttan í einvígi lokaúrslitaeinvígis Iceland Express-deildar karla snýst ekki síst um hvort liðið er að skora meira inni í teig. 14.4.2007 10:30
Nær Keflavík að jafna metin? Körfubolti Lokaúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna heldur áfram í Keflavík klukkan 16.15 í dag þegar Haukastúlkur fá aðra tilraun til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. 14.4.2007 10:15
Mætið tímalega Þriðji leikur lokaúrslita Njarðvíkur og KR um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta fer fram í Ljónagryfjunni í dag og ljóst að mikil áhugi er fyrir leiknum. 14.4.2007 10:00
Ronaldo samdi til ársins 2012 Stuðningsmenn Manchester United áttu kannski ekki von á frábær vika yrði enn betri eftir 7-1 sigur á Roma á þriðjudagskvöldið en fréttirnar af nýjum samningi Cristiano Ronaldo sáu þó til þess. 14.4.2007 09:45
Vann alla leiki sína Guðmundur Stephensen varð í vikunni sænskur meistari í borðtennis með liði sínu Eslövs AI sem vann alla þrjá úrslitaleikina gegn BTK Rekord. 14.4.2007 09:30
Björgvin og Dagný unnu Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson og Akureyringurinn Dagný Linda kristjánsdóttir urðu í gær Íslandmseistarara í stórsvigi á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli. 14.4.2007 09:15
Aftur á spítala Diego Armando Maradona er kominn aftur á spítala með kviðverki aðeins tveim dögum eftir að hafa losnað úr tveggja vikna vist. Læknar á Buenos Aires-spítalanum segja að líf Maradona sé ekki í hættu. Maradona byrjaði aftur að drekka á dögunum en það þoldi lifrin ekki og því var hann fluttur í skyndingu á spítala. 14.4.2007 09:00
Er ekki að taka við Chelsea Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink ítrekaði í viðtali í gær að hann væri ekki að taka við Chelsea í sumar. 14.4.2007 08:00
Lykilleikur lokaúrslitanna Njarðvíkingar hafa ekki tapað á heimavelli í sextán mánuði og hafa nú unnið 29 leiki í röð í Ljónagryfjunni. Sagan segir að KR-ingar verða að vinna þar í dag því síðustu þrettán ár hefur ekkert lið komið til baka úr stöðunni 1-2. 14.4.2007 00:01
Mun sitja áfram með Njarðvíkingum Óskar Örn Hauksson, knattspyrnumaður úr KR, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum KR á leik liðsins gegn Njarðvík á fimmtudag. Ástæðan er sú að Óskar Örn styður Njarðvík í körfuboltanum og situr með stuðningsmönnum þeirra á leikjum og því fékk hann nokkra söngva frá stuðningsmönnum KR. 14.4.2007 00:01
United yfir í hálfleik Manchester United hefur yfir 2-1 gegn Watford í undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar sem nú stendur yfir. Wayne Rooney kom United yfir eftir 7 mínútur með þrumuskoti en Bouazza jafnaði á 26. mínútu með snyrtilegri afgreiðslu. Cristiano Ronaldo kom United svo aftur yfir tveimur mínútum síðar, en Rio Ferdinand er farinn meiddur af leikvelli hjá United. 14.4.2007 17:29
Haukar yfir eftir þrjá leikhluta Haukastúlkur hafa yfir 63-60 gegn Keflavík þegar leiknir hafa verið þrír leikhlutar í fjórða leik liðanna í Keflavík í úrlistaeinvíginu í Iceland Express deildinni. Leikurinn hefur verið sveiflukenndur og bæði lið hafa náð 10 stiga forystu á köflum. Leikurinn fer fram í Keflavík, þar sem heimamenn geta knúið oddaleik í einvíginu með sigri. 14.4.2007 17:25
Njarðvík yfir eftir þrjá leikhluta Njarðvíkingar hafa tekið forystuna gegn KR 75-68 eftir þrjá leikhluta eftir að hafa verið undir í hálfleik. KR-ingar skoruðu ekki stig í rúmar þrjár mínútur í upphafi síðari hálfleiks og heimamenn gengu á lagið og náðu mest um 10 stiga forystu. Þetta er þriðji leikur liðanna í úrslitum Iceland Express deildarinnar. 14.4.2007 16:07
KR yfir í hálfleik KR-ingar hafa enn yfir þegar flautað hefur verið til hálfleiks í þriðja leik liðsins gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Brenton Birmingham er stigahæstur Njarðvíkinga með 16 stig en Tyson Patterson er kominn með 18 stig hjá KR. Leikurinn er í beinni á Sýn. 14.4.2007 15:42
KR yfir eftir fyrsta leikhluta KR-ingar hafa yfir 22-20 eftir fyrsta leikhluta í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar, en leikið er í Njarðvík. Leikurinn hefur verið mjög harður og hátt spennustig einkennir leik beggja. Tyson Patterson hefur verið maður leiksins til þessa og er kominn með 12 stig hjá KR. 14.4.2007 15:16
Jafnt í hálfleik hjá Arsenal og Bolton Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Staðan í leik Arsenal og Bolton er jöfn 1-1 þar sem Rosicky og Anelka skoruðu mörkin. Reading hefur yfir 1-0 gegn Fulham þar sem Brynjar Björn Gunnarsson eru í byrjunarliði Reading og Heiðar Helguson hjá Fulham. Það var Stephen Hunt sem skoraði mark Reading. 14.4.2007 14:47
Hiddink: Chelsea ekki á dagskrá Guus Hiddink vísar því alfarið frá að hann sé að taka við Chelsea af Jose Mourinho í sumar. Mikið hefur verið skrifað um það í vetur að Mourinho sé á förum frá félaginu venga deilna við Roman Abramovich eiganda Chelsea. 13.4.2007 14:58
Dagný og Björgvin sigruðu í stórsvigi Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri og Björgvin Björgvinsson frá Dalvík sigruðu í dag í stórsvigi á Skíðamóti Íslands sem fram fer í Hlíðarfjalli. Önnur í kvennaflokki varð Salome Tómasdóttir og þriðja Tinna Dagbjartsdóttir en þær eru einnig á heimavelli. 13.4.2007 14:26
Stór Keflavíkursigur á Spáni Bikarmeistarar Keflavíkur í knattspyrnu dvelja nú á Spáni við æfingar og í gærkvöldi mættu þeir Isla Cristina í æfingaleik sem Keflavík rótburstaði 6-0. Þórarinn Brynjar Kristjánsson gerði tvö mörk í leiknum fyrir Keflavík. 13.4.2007 14:25
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti