Körfubolti

Haukastúlkur Íslandsmeistarar

Haukastúlkur bættu enn einum bikarnum í safnið í Keflavík í dag
Haukastúlkur bættu enn einum bikarnum í safnið í Keflavík í dag Mynd/AntonBrink

Haukastúlkur tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta annað árið í röð eftir 88-77 sigur á Keflavík í fjórða leik liðanna í Keflavík. Haukar unnu einvígið því 3-1. Leikurinn í dag var sveiflukenndur en Haukaliðið tryggði sér sigurinn í lokin með því að hirða hvert sóknarfrákastið á fætur öðru á mikilvægum augnablikum. Helena Sverrisdóttir hjá Haukum var kjörin besti leikmaður einvígisins og kemur það engum á óvart.

Ifeoma Okonkwo skoraði 32 stig fyrir Hauka og Helena Sverrisdóttir 29, en Takesha Watson og María Erlingsdóttir skoruðu 19 stig hvor fyrir Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×