Handbolti

Kiel og Kronau/Östringen leika til úrslita

Nikola Karabatic skoraði 13 mörk fyrir Kiel í sigrinum á Flensburg
Nikola Karabatic skoraði 13 mörk fyrir Kiel í sigrinum á Flensburg NordicPhotos/GettyImages

Í dag fóru fram undanúrslitaleikirnir í þýska bikarnum í handbolta og voru báðar viðureignir sýndar beint á Sýn. Kronau/Östringen vann nokkuð óvæntan sigur á Hamburg í morgun 29-28 og Kiel vann nauman sigur á Flensburg 34-33. Úrslitaleikurinn fer fram í hádeginu á morgun og verður sýndur beint á Sýn.

Tékkinn Mariusz Jurasik var hetja Kronau í dag þegar hann skoraði 9 mörk og þar á meðal sigurmarkið gegn Hamburg. Kóreska stórskyttan Yoon skoraði 6 mörk fyrir Hamburg, líkt og Torsten Jansen.

Nikola Karabatic var besti maður vallarins þegar Kiel lagði Flensburg og skoraði þessi magnaði leikmaður 13 mörk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×