Sport

Mótorhjólasýning Nitro í dag

Nitro heldur mótorhjólasýningu fyrir framan húsakynni sín að Bíldshöfða 9 í dag frá kl. 12 til 16. Auk ýmissa gerða hjóla, fatnaðar og aukabúnaðar sem til sýnis verður, hefur verið búin til torfæruhjólabraut á grasflöt framan við verslunina þar sem nokkrir keppnismenn í mótorkrossi munu sýna tilþrif.

Það verður margt um manninn á mótorhjólasýningu Nitro að Bíldshöfða 9 í dag MYND/ Bjarni Bærings

Nitro heldur mótorhjólasýningu fyrir framan húsakynni sín að Bíldshöfða 9 í dag frá kl. 12 til 16. Auk ýmissa gerða hjóla, fatnaðar og aukabúnaðar sem til sýnis verður, hefur verið búin til torfæruhjólabraut á grasflöt framan við verslunina þar sem nokkrir keppnismenn í mótorkrossi munu sýna tilþrif.

Sýnd verða kawasaki torfæruhjól og götuhjól, Husaberg enduro og supermotohjól, Beta barna- og trialhjól ásamt mótorhjólaaukahlutum.

Allt fólk sem áhugasamt er um mótorhjól eða jaðarsport er hvatt til að mæta í Bíldshöfðann í dag.






×