Fleiri fréttir

Þrettán sigrar í röð hjá San Antonio

San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik.

Beckham þakkaði fyrir sig á Old Trafford

David Beckham gat ekki spilaði í hátíðarleiknum sem háður var á Old Trafford í gærkvöldi, en hann kom óvænt fram á völlinn í hálfleik og hélt ræðu þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum United fyrir stuðninginn í gegn um árin. Hann sagði tíma sinn hjá United hafa verið þann besta í lífi sínu.

Vidic og Ferdinand klárir í slaginn

Varnarmennirnir Nemanja Vidic og Rio Ferdinand verða báðir með liði Manchester United á laugardaginn þegar liðið mætir Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Báðir höfðu verið tæpir vegna meiðsla, en Alex Ferguson hefur nú staðfest að þeir séu heilir.

Þýska úrvalsdeildin í samstarf við MLS

Forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu undirrituðu í dag umfangsmikinn samstarfssamning við kollega sína í bandarísku MLS deildinni. Samningurinn nær yfir allt frá leikmannamálum til markaðsmála og voru talsmenn beggja aðila bjartsýnir á að samstarfið eigi eftir að skila góðum ávöxtum í framtíðinni.

Bridge undir hnífinn

Varnarmaðurinn Wayne Bridge hjá Chelsea þarf að gangast undir lítinn hnéuppskurð og verður frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur. Bridge hefur fundið til í hnénu lengi og því var ákveðið að hann færi undir hnífinn sem fyrst. Læknir Chelsea segir aðgerðina svipaða og þá sem Damien Duff fór í þegar hann lék með liðinu á sínum tíma og hann hafi verið orðinn góður eftir um þrjár vikur.

Stjarnan burstaði HK

Stjörnustúlkur eru enn á toppi DHL-deildar kvenna í handbolta eftir sannfærandi sigur á HK í gærkvöld 40-26 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 20-11. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna, sem hefur tveggja stiga forystu á Val og á leik til góða.

United hafði betur gegn Evrópuúrvalinu

Manchester United hafði 4-3 sigur á Evrópuúrvalinu í sérstökum hátíðarleik sem háður var á Old Trafford í kvöld. United var yfir 4-1 í hálfleik en minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig í þeim síðari. Evrópuliðið náði þá að minnka muninn í eitt mark en komst ekki lengra.

Endurkoma Krists gæti ekki bjargað okkur

Slæmt gengi LA Lakers í NBA deildinni undanfarið er farið að hafa áhrif á ótrúlegustu menn. Sjálfur Zen-Meistarinn Phil Jackson lét hafa eftir sér í LA Times í dag að liðið spilaði svo illa þessa dagana að sjálfur Kristur gæti ekki bjargað því.

Pressan eykst á Stuart Pearce

Forráðamenn Manchester City hafa vísað því á bug að spennan sé að magnast í herbúðum liðsins í kjölfar þess að það horfir fram á nokkra fallhættu fram á vorið í ensku úrvalsdeildinni. Sum bresku blaðanna ganga svo langt að segja að Pearce verði látinn fjúka ef hann nær ekki viðunandi úrslitum gegn Chelsea annað kvöld.

Terry hunsar tilmæli lækna

Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að harðjaxlinn John Terry sé svo ólmur í að snúa aftur með liði sínu Chelsea að hann hafi hunsað öll fyrirmæli lækna á æfingu í gær. Terry steinrotaðist í leik Arsenal og Chelsea í bikarnum í síðasta mánuði eftir að hann fékk spark í höfuðið.

Van Bommel verður ekki með gegn Milan

Hollenski miðjumaðurinn Mark van Bommel hjá Bayern Munchen mun að öllum líkindum missa af báðum leikjunum við AC Milan í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Van Bommel var í dag dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd knattspyrnusambands Evrópu og eru forráðamenn Bayern mjög ósáttir við þessa niðurstöðu.

Wenger: Meiðsli Henry eru franska landsliðinu að kenna

Arsene Wenger segir þrálát meiðsli og lakari frammistöðu Thierry Henry á knattspyrnuvellinum í vetur skrifast á franska landsliðið. Henry hefur misst mikið úr með Arsenal í vetur og verður ekki meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsa - en hann hefur spilað hvern einasta landsleik með Frökkum síðan um miðjan ágúst.

Nýr þjálfari hjá Bobcats í sumar

Michael Jordan, yfirmaður körfuboltamála hjá Charlotte Bobcats í NBA deildinni, tilkynnti í dag að þjálfarinn Bernie Bickerstaff fengi nýtt hlutverk hjá félaginu í sumar. Bickersteff hefur stýrt liðinu í þrjú ár og á að baki 67 sigra og 161 tap, en hann mun væntanlega taka sér sæti á skrifstofunni í sumar.

Ferrari getur unnið án Schumachers

Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari í Formúlu 1, segir að liðið sé í góðri aðstöðu til að vinna titil bílasmiða á komandi tímabili þó það njóti ekki lengur krafta hins magnaða Michael Schumachers. Hann segir liðið í góðum málum með þá Kimi Raikkönen og Felipa Massa við stýrið.

Isiah Thomas fékk nýjan samning hjá Knicks

Isiah Thomas, forseti og þjálfari New York Knicks, skrifaði undir nýjan samning við félagið um helgina. Þessi tíðindi komu nokkuð á óvart í ljósi þess að eigandi félagsins hafði áður sagt að hann ætlaði að taka ákvörðun um framtíð Thomas eftir að keppnistímabilinu lyki.

Systir Ricardo Oliveira fundin heil á húfi

Fimm mánaða langri martröð knattspyrnumannsins Ricardo Oliveira hjá AC Milan er nú lokið. Systur hans Mariu var rænt í Brasilíu í október en á heimasíðu Milan í dag var tilkynnt að hún væri komin til síns heima á ný eftir þessa óskemmtilegu lífsreynslu. Maria er sögð heil á húfi.

Henry: Ég fer aldrei frá Arsenal

Thierry Henry segist ákveðinn í að ljúka ferlinum hjá Arsenal þrátt fyrir þrálátan orðróm um annað í blöðum undanfarna mánuði. Henry verður ekki meira með liði sínu á leiktíðinni vegna meiðsla, en hann segist aldrei ætla að fara frá félaginu.

Thomas Doll tekur við Dortmund

Thomas Doll hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Dortmund í Þýskalandi og tekur við af Jörgen Röber sem var rekinn í gær. Dortmund er í bullandi fallbaráttu í úrvalsdeildinni. Doll var síðast hjá liði Hamburg í úrvalsdeildinni en þar var hann rekinn í febrúar þar sem liðið sat í botnsætinu. Doll hefur skrifað undir eins árs samning við félagið, sem varð Evrópumeistari fyrir tíu árum.

Man Utd mætir Evrópuúrvalinu í kvöld

Í kvöld verður hátíðarleikur Manchester United gegn úrvalsliði Evrópu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 19:30. Hér er á ferðinni sérstakur afmælisleikur til að minnast 50 ára afmæli Rómarsáttmálans og þáttöku United í Evrópukeppninni og margar af helstu knattspyrnustjörnum heims verða á leikskýrslunni.

Flöskukastarinn kærður og settur í bann

Þrítugur ársmiðahafi hjá spænska liðinu Real Betis hefur verið settur í bann af félaginu og kærður til lögreglu fyrir að kasta plastflösku í Juande Ramos þjálfara Sevilla í bikarleik liðanna á dögunum. Leikurinn var flautaður af eftir að Sevilla hafði náð 1-0 forystu, en honum verður haldið áfram fyrir luktum dyrum á heimavelli Getafe þann 20. mars næstkomandi.

Kahn gæti framlengt við Bayern

Svo gæti farið að markvörðurinn Oliver Kahn framlengi samning sinn við Þýskalandsmeistara Bayern Munchen ef marka má orð framkvæmdastjóra félagsins. Mistök markvarðarins urðu til þess að Bayern náði aðeins 1-1 jafntefli við Bremen í stórleik helgarinnar í Þýskalandi, en Karl-Heinz Rummenigge segir hann eiga nóg eftir.

Vörn Tottenham orðin götótt

Miðvörðurinn Anthony Gardner hjá Tottenham getur ekki spilað með liðinu næstu sex vikurnar eftir að hann brákaði bein í fæti sínum í leiknum gegn Chelsea um helgina.

David Gill: Ronaldo mun framlengja við United

David Gill, framkvæmdastjóri Manchester United, er ekki í nokkrum vafa um að Cristiano Ronaldo muni framlengja samning sinn við félagið. Ronaldo er 22 ára gamall og er samningsbundinn United til 2010, en vill gjarnan skrifa undir nýjan samning. Ronaldo hefur mikið verið orðaður við lið á Spáni að undanförnu.

Framtíðin óljós hjá Makelele

Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að framtíð miðjumannsins Claude Makelele hjá Chelsea sé nú óráðin eftir að forráðamenn Chelsea neituðu að framlengja núverandi samning hans um tvö ár. Samningur hins 34 ára gamla varnartengiliðs rennur út á næsta ári, en sagt er að hann vilji tvö ár í viðbót en Chelsea sé aðeins tilbúið að framlengja um eitt ár.

Wenger: Henry hreyfir sig ekki fyrr en í júní

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfesti í dag að framherjinn Thierry Henry muni ekki æfa með liðinu fyrr en það hefur æfingar á ný eftir sumarleyfi í júní. Henry mieddist á nára og í maga fyrir nokkrum dögum og verður alveg settur á hilluna fram á sumar. Óvíst er hvort hann verður orðinn klár í slaginn þegar deildarkeppnin hefst á ný í lok sumars.

Joey Barton handtekinn

Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið handtekinn og yfirheyrður af lögreglu í tengslum við líkamsárás á leigubílstjóra í Liverpool í síðasta mánuði. Barton var látinn laus gegn tryggingu en málið er í rannsókn.

Golden State batt enda á sigurgöngu Dallas

Sautján leikja sigurgöngu Dallas Mavericks í NBA deildinni lauk í nótt þegar liðið steinlá á útivelli fyrir Golden State Warriors 117-100. Sigurganga Dallas var sú sjöunda besta í sögu deildarinnar og var tapið aðeins það þriðja hjá liðinu á síðustu þremur mánuðum.

Hjólum stolið útum allan bæ

Mikið hefur verið upp á síðkastið að hjólum hafi verið stolið, hvort sem þau hafi verið inn í bílskúr, fyrir utan eða inn í geymslum. Aðfaranótt föstudagsins 9. mars var hjóli stolið fyrir utan Jórufell í Breiðholti og svo aðfaranótt sunnudagsins 11. mars var brotist inn í bílskúr í Árbænum og stolið þar öllu motocrossdótinu sem eigandinn og hans börn áttu.

McLaren sagður vilja breytingar

Steve McLaren er nú sagður allt annað en sáttur út í vinnuveitendur sína hjá enska knattspyrnusambandinu, en allt útlit er fyrir að 14 leikmenn í landsliðshóp hans verði uppteknir við að spila endurtekin leik í ensku bikarkeppninni - aðeins fimm dögum áður en enska liðið spilar afar mikilvægan leik í undankeppni EM.

Essien ánægður með nýjan samning

Michael Essien, miðjumaður Chelsea, skrifaði í dag undir nýjan fimm ára samning við félagið. Essien kveðst mjög ánægður í herbúðum Chelsea og útilokar ekki að ljúka ferlinum í London. Forráðamenn Chelsea eru einnig hæstaánægðir með að hafa tryggt sér þjónustu Essien næstu fimm árin.

Foster fær ekki að spila gegn Man. Utd.

Markvörðurinn Ben Foster mun ekki leika með Watford gegn Manchester United, fari svo að liðin mætist í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Ef Man. Utd. sigrar Middlesbrough í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar mætir það Watford í undanúrslitum. Foster er í láni hjá Watford frá Man. Utd og má ekki spila gegn liðinu, sama í hvaða keppni um ræðir.

Cocu: Rimman við Liverpool verður stríð

Philip Cocu, fyrirliði PSV í Hollandi, lýsir væntanlegri rimmu liðsins við Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem “stríði”. Cocu býst við tveimur afar hörðum leikjum, enda séu bæði lið hungruð í árangur í keppninni.

Frábær frammistaða íslenska kvennalandsliðsins

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann glæstan sigur á heimamönnum í Portúgal í Algarve-bikarnum í dag, 5-1. Hólmfríður Magnúsdóttir átti stórleik fyrir íslenska landsliðið og skoraði þrennu.

Rúnar Kristinsson í KR?

Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi atvinnumaður hjá Lokeren í Belgíu, er við það að ganga í raðir KR og mun leika með liðinu í Landsbankadeildinni í sumar. Steingrímur Sævarr Ólafsson, ritstjóri Íslands í dag, heldur þessu fram á bloggsíðu sinni og segir ekki langt að bíða þar til tilkynnt verður opinberlega um komu Rúnars í Vesturbæinn.

Zidane vildi ekki spila með Evrópuúrvalinu

Zinedine Zidane afþakkaði að spila með Evrópuúrvali Marcelo Lippi í góðgerðarleik sem fram fer á Old Trafford annað kvöld. Áður hafði Marco Materazzi, varnarmaður Inter Milan og sá er Zidane skallaði eftirminnilega í úrslitaleik Frakka og Ítala á HM í sumar, staðfest komu sína í leikinn en þó er það ekki talin ástæða þess að Zidane afþakkaði boðið.

Í bann út tímabilið eftir hrottabrot - Með myndbandi

Chris Simon, leikmaður NY Islanders í NHL-deildinni í íshokkí í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í leikbann sem gildir út leiktíðina fyrir viðurstyggilegt brot á Ryan Hollweg, leikmanni NY Rangers. Atvikið átti sér stað í leik liðanna á fimmtudag og sló Simon Hollweg með kylfunni, beint í andlitið.

Mourinho sleppur við refsingu

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sleppur við ákæru frá enska knattspyrnusambandinu þrátt fyrir að hafa kallað Mike Riley, dómara leiks Chelsea og Tottenham í bikarnum í gær, það sem á góðri íslensku myndi þýðast sem "tíkar-sonur". Riley minntist ekki á atvikið í skýrslu sinni og Mourinho segist ekkert hafa meint með orðum sínum.

Man. Utd. og Chelsea mætast ekki í undanúrslitum

Draumaúrslitaleikur Manchester United og Chelsea í ensku bikarkeppninni er ennþá mögulegur eftir að ljóst var að þessi tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar drógust ekki gegn hvort öðru í undanúrslitum. Blackburn mætir sigurvegaranum úr viðureign Chelsea og Tottenham og Watford mætir annaðhvort Man. Utd. eða Middlesbrough.

Louis van Gaal orðaður við ástralska landsliðið

Hollenski þjálfarinn Louis van Gaal, þjálfari Grétars Steinssonar og félaga hjá AZ Alkmaar, er nú sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá ástralska landsliðinu í knattspyrnu. Van Gaal er hins vegar ekki svo áhugasamur þar sem hann telur að ástralska liðið geti ekki unnið HM í knattspyrnu.

Supercross Daytona úrslit.

Gríðarleg stemming var á Daytona um helgina þar sem menn áttu vona á hörku baráttu á milli James Stewaert og Ricky Carmichael.

Supecross lites úrslit

Monster / Kawasaki ökumaðurinn Ben Townley gerði sér lítið fyrir og vann á Daytona nú um helgina.

Mourinho: Yrði heiður að þjálfa Real Madrid

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að það væri mikill heiður fyrir sig ef hann fengi einhverntímann að þjálfa stórlið Real Madrid á Spáni. Framtíð portúgalska þjálfarans hjá Chelsea hefur verið mikil til umræðu síðustu vikur og segja margir að leið hans liggi til Spánar fari svo að hann verði látinn fara frá Chelsea.

Loksins tapaði Federer

Svisslendingurinn Roger Federer tapaði sínum fyrsta leik síðan í ágúst þegar hann beið í lægri hlut fyrir Guillermo Canas í annari umferð Indian Wells meistaramótsins í dag. Federer tapaði í tveimur lotum, 7-5 og 6-2, en áður hafði hann unnið 41 viðureign í röð.

Barcelona vill fá Robben

Forráðamenn Barcelona eru sagðir vera að undirbúa tilboð í hollenska vængmanninn Arjen Robben frá Chelsea. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er Barcelona búið að gefa upp vonina á að fá Cristiano Ronaldo frá Man. Utd. og hefur félagið því snúið sér að Robben, sem hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea á tímabilinu.

Versta tap í sögu LA Lakers á heimavelli

Ekkert lát er á sigurgöngu Dallas í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið yfirburðasigur á LA Lakers, 108-72, útivelli. Þetta var 17. sigur Dallas í röð og hefur liðið nú unnið 52 af 61 leik sínum í vetur. Þetta var jafnframt versta tap Lakers í sögu félagsins síðan það flutti frá Minneapolis til Los Angeles árið 1960.

Sjá næstu 50 fréttir