Versta tap í sögu LA Lakers á heimavelli 12. mars 2007 11:41 Frá leik Dallas og Lakers í nótt. MYND/Getty Ekkert lát er á sigurgöngu Dallas í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið yfirburðasigur á LA Lakers, 108-72, útivelli. Þetta var 17. sigur Dallas í röð og hefur liðið nú unnið 52 af 61 leik sínum í vetur. Þetta var jafnframt versta tap Lakers í sögu félagsins síðan það flutti frá Minneapolis til Los Angeles árið 1960. Lakers skoraði aðeins 11 stig gegn 31 frá Dallas í 2. leikhluta og segja má að úrslit leiksins hafi ráðist þá. Varnarleikur liðsins var feykiöflugur og átti Lakers engin svör. Lakers hefur nú tapað sex leikjum í röð. Sigurganga Dallas er sú 8. lengsta frá upphafi og hefur liðið nú jafnað sigurgöngu Phoenix frá því fyrr í vetur. "Það er engin afsökun fyrir okkar spilamennsku í dag. Við vorum einfaldlega lélegir," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, eftir leikinn. Josh Howard var öflugur í liði Dallas og skoraði 24 stig og Dirk Nowitzki skoraði 19 stig. Kobe Bryant skoraði 25 stig fyrir Lakers. Yao Ming skoraði 37 stig fyrir Houston sem lagði Orlando, 103-92. Grant Hill skoraði 17 stig fyrir Orlando. Udonis Haslem var hetja Miami þegar hann skoraði sigurkörfu liðsins gegn Washington í þann mund sem lokaflautið gjall. Lokatölur urðu 106-104, meisturum Miami í vil, en þetta var sjötti sigurleikur liðsins í röð. Eddia Jones skoraði 18 stig og Gary Payton 17 fyrir Miami. Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. Denver lagði Sacramento af velli 113-101. Allen Iverson skoraði 24 stig, gaf sjö stoðsendingar, hirti sex fráköst og stal fjórum boltum af andstæðingum sínum í leiknum. Carmelo Anthony var stigahæstur með 29 stig. Ron Artest spilaði sinn fyrsta leik fyrir Sacramento eftir að hafa verið í nokkurra leikja banni og skoraði 17 stig. Þá skoraði LeBron James 26 stig þegar Cleveland vann sinn fimmta leik í röð. Í nótt var það Indiana sem lá í valnum, 99-88, og hefur liðið nú tapað níu leikjum í röð. NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
Ekkert lát er á sigurgöngu Dallas í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið yfirburðasigur á LA Lakers, 108-72, útivelli. Þetta var 17. sigur Dallas í röð og hefur liðið nú unnið 52 af 61 leik sínum í vetur. Þetta var jafnframt versta tap Lakers í sögu félagsins síðan það flutti frá Minneapolis til Los Angeles árið 1960. Lakers skoraði aðeins 11 stig gegn 31 frá Dallas í 2. leikhluta og segja má að úrslit leiksins hafi ráðist þá. Varnarleikur liðsins var feykiöflugur og átti Lakers engin svör. Lakers hefur nú tapað sex leikjum í röð. Sigurganga Dallas er sú 8. lengsta frá upphafi og hefur liðið nú jafnað sigurgöngu Phoenix frá því fyrr í vetur. "Það er engin afsökun fyrir okkar spilamennsku í dag. Við vorum einfaldlega lélegir," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, eftir leikinn. Josh Howard var öflugur í liði Dallas og skoraði 24 stig og Dirk Nowitzki skoraði 19 stig. Kobe Bryant skoraði 25 stig fyrir Lakers. Yao Ming skoraði 37 stig fyrir Houston sem lagði Orlando, 103-92. Grant Hill skoraði 17 stig fyrir Orlando. Udonis Haslem var hetja Miami þegar hann skoraði sigurkörfu liðsins gegn Washington í þann mund sem lokaflautið gjall. Lokatölur urðu 106-104, meisturum Miami í vil, en þetta var sjötti sigurleikur liðsins í röð. Eddia Jones skoraði 18 stig og Gary Payton 17 fyrir Miami. Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. Denver lagði Sacramento af velli 113-101. Allen Iverson skoraði 24 stig, gaf sjö stoðsendingar, hirti sex fráköst og stal fjórum boltum af andstæðingum sínum í leiknum. Carmelo Anthony var stigahæstur með 29 stig. Ron Artest spilaði sinn fyrsta leik fyrir Sacramento eftir að hafa verið í nokkurra leikja banni og skoraði 17 stig. Þá skoraði LeBron James 26 stig þegar Cleveland vann sinn fimmta leik í röð. Í nótt var það Indiana sem lá í valnum, 99-88, og hefur liðið nú tapað níu leikjum í röð.
NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira