Sport

Supecross lites úrslit

Andrew Mcfarlane tók holuskotið
Mynd/TWMX

Monster / Kawasaki ökumaðurinn Ben Townley gerði sér lítið fyrir og vann á Daytona nú um helgina. Þetta var fyrsti sigur Townleys á Daytona og einnig fyrsta keppni hans eftir viðbeinsbrot í Anaheim,svo góður árangur hjá Ben Townley þessa helgina. Annar var Honda ökumaðurinn Tommy Hahn en þeir börðust hart á fyrstu hringjunum,en Hahn varð svo að gefa eftir fyrsta sætið eftir mistök. Alessi bræðurnir Mike og Jeff áttu einnig harða baráttu um þriðja og fjórða sætið en þeir keyra báðir á KTM. það endaði svo að Mike Alessi náði þriðja sætinu af bróður sínum á meðan Jeff endaði sjöundi.

Staðan í austarstrandar titlinum er þessi :

 

  • Ryan Morais (56)
  • Darcy Lange (52)
  • Ben Townley (50/2 sigrar)
  • Matt Goerke (49)
  • Mike Alessi (38)

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×