Fleiri fréttir Rúrik og Emil orðaðir við Viking Stavanger Aftenblad í Noregi heldur því fram að Uwe Rösler hjá Viking sé að reyna að fá Rúrik Gíslason frá Charlton til norska liðsins. Blaðið greinir einnig frá því að liðið hafi áhuga á að fá Emil Hallfreðsson frá Tottenham. 27.2.2007 18:27 Tölt og gæðingamót á Svínavatni Laugardaginn 10. mars verður haldið á Svínavatni í A-Hún. tölt og gæðingamót. Keppt verður í opnum flokki, áhugamannaflokki og unglingaflokki í tölti og A og B flokki gæðinga. Verðlaun verða þau veglegustu sem um getur á slíkum mótum, t.d. er ljóst að fyrir 1. sæti í opnum flokki í tölti, A og B flokki fást 100.000. kr. 27.2.2007 17:31 Ferguson: Allt í góðu hjá okkur Beckham Sir Alex Ferguson segir að hann og David Beckham séu ágætis vinir þó enn sé talað um að deilur þeirra hafi valdið því að Beckham fór frá Manchester United árið 2003. Þeir félagar munu hittast í sérstökum hátíðarleik á Old Trafford þann 13. mars næstkomandi. 27.2.2007 17:08 Reading - Man Utd í beinni í kvöld Síðari leikur Reading og Manchester United í 16-liða úrslitum enska bikarsins verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson verða báðir í byrjunarliði Reading í kvöld, en það var einmitt glæsilegt mark Brynjars á Old Trafford sem tryggði Reading aukaleikinn í kvöld. 27.2.2007 16:37 Hélt að Terry væri dauður Markvörðurinn Manuel Almunia hjá Arsenal segist hafa óttast að John Terry væri dauður þegar hann lá hreyfingarlaus á vellinum eftir að hafa fengið spark í höfuðið í bikarúrslitaleik Chelsea og Arsenal um helgina. 27.2.2007 16:30 Hróarsleikar hjá Dreyra Laugardaginn 3.mars heldur hestamannafélagið Dreyri Töltmót á ís. Mótið verður haldið Gudduvatni sem er í landi Fiskilækjar í Melasveit. Þetta er í ca. 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík í átt að Borgarnesi. Ísinn er frábær og veðurspáin hagstæð. 27.2.2007 16:17 Áfrýjun Keane vísað frá Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að rauða spjaldið sem Robbie Keane fékk að líta í sigri liðsins á Bolton um helgina muni standa. Keane þótti hafa varið skot Bolton á marklínu með höndinni, en þrátt fyrir mótmæli og áfrýjun Keane þarf hann nú að taka út leikbann með liði sínu. Keane stal senunni í leiknum þar sem hann skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og lét reka sig af velli í fyrri hálfleik. 27.2.2007 16:08 Livingston fór úr hnjálið Leikstjórnandinn Shaun Livingston hjá LA Clippers varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í leik liðsins gegn Charlotte Bobcats í nótt en hann lenti illa í byrjun leiksins og fór úr hnjálið. Ljóst er að leikmaðurinn verður frá keppni um óákveðinn tíma þó meiðslin væru raunar ekki jafn alvarleg og útlit var fyrir í fyrstu. Hann á enn eftir að fara í frekari læknisrannsóknir. 27.2.2007 16:01 FT-norður verðlaunar reiðmennsku Eins og samþykkt var á stjórnarfundi á haustdögum þá veitti norðurdeild Félags tamningamanna viðurkenningu fyrir fallega og góða reiðmennsku á Bautatöltinu nú á dögunum. 27.2.2007 15:51 Myvatn open næstkomandi laugardag Nú er að koma að því. Myvatn open er næstkomandi laugardag ísinn frábær og veðurspáin nokkuð góð. Meðal þeirra sem hafa skráð sig er Bjarni Jónasson með Kommu frá Garði. Tamningameistarinn Benedikt Líndal hefur þegið boð mótsnefndar um að koma og keppa. 27.2.2007 15:49 Chelsea og Arsenal ákærð Aganefnd enska knattspyrnsambandsins ákærði í dag Chelsea og Arsenal fyrir ólætin í úrslitaleik enska deildarbikarsins um helgina. Emmanuel Adebayor, Kolo Toure og John Obi Mikel voru þá reknir af leikvelli og þá hefur Emmanuel Eboue verið ákærður fyrir að slá til Wayne Bridge. Adebayor hefur svo verið ákærður sérstaklega fyrir glórulausa hegðun sína í kjölfar átakanna þar sem hann neitaði að fara af velli. 27.2.2007 14:33 Bentley framlengir við Blackburn Miðjumaðurinn David Bentley hjá Blackburn hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið til ársins 2011. Bentley er 22 ára gamall og hefur hann spilað mjög vel í vetur. Hann gekk í raðir Blackburn frá Arsenal í janúar í fyrra og hefur skorað sex mörk á leiktíðinni. 27.2.2007 14:29 Supercross Atlanta úrslit. Gríðarleg barátta var þetta milda laugardags kvöld í Atlanta. yfir 70 þúsund áhorfendur og keppti Ricky Carmichael í síðasta sinn í Atlanta. 27.2.2007 12:30 Atlanta lites úrslit ! Nú þegar austurstrandar tímbilið er hafið hefst ný barátta í minni flokknum "lites". Ryan Villopoto er ekki með í austurstrandar baráttunni en hann einmitt innsiglaði vesturstrandar titilinn með 7 sigrum í San Diego. 27.2.2007 11:25 Hiddink dæmdur fyrir skattsvik Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Guus Hiddink var í morgun dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu tæpra fjögurra milljóna króna vegna skattsvika. 27.2.2007 10:15 Smali og Stóðhestasýning á Meistaradeild VÍS Á fimmtudagskvöldið næstkomandi er von á stórskemmtilegu kvöldi fyrir áhorfendur Meistaradeildar VÍS. Hin stórskemmtilega hraðafimi verður háð, en hraðafimin eða smalinn eins og hann er oftast kallaður, er keppnisgrein sem reynir á lipurð og snerpu hestsins og útsjónasemi knapans. 27.2.2007 09:20 Glæsilegt met hjá Dallas Sjóðheitt lið Dallas Mavericks varð í nótt fyrsta liðið í sögu NBA deildarinnar til að ná þremur 12 leikja sigurgöngum á einu og sama keppnistímabilinu þegar það valtaði yfir Atlanta 110-87. Þetta var jafnframt 20. heimasigur Dallas í röð og hefur liðið nú unnið 47 af síðustu 52 leikjum sínum eftir að það tapaði fyrstu fjórum leikjunum í haust. 27.2.2007 05:05 Ótrúleg byrjun á Madejski Það er sannarlega mikið fjör á Madejski leikvellinum í kvöld þar sem Reading tekur á móti Manchester United í enska bikarnum. United komst í 3-0 þegar innan við sex mínútur voru liðnar af leiknum, en Reading minnkaði muninn eftir 23 mínútur. Saha, Solskjær og Heinze skoruðu fyrir United, en Kitson mark Reading. Leikurinn er í beinni á Sýn og er staðan 3-1 í hálfleik. 27.2.2007 20:29 Fowler vill nýjan samning hjá Liverpool Enski framherjinn Robbie Fowler vonast til þess að fá samning sinn við Liverpool framlengdan þrátt fyrir að hann fái ekki mörg tækifæri hjá liðinu um þessar undir. Hinn 31 árs gamli Fowler skoraði um síðustu helgi sín fyrstu deildarmörk frá því í ágúst, en hann hefur engu að síður mikla trú á sjálfum sér. 26.2.2007 21:14 Njarðvík hafði betur í toppslagnum gegn KR Njarðvíkingar þurfa einn sigur til viðbótar til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir sigur á helstu keppinautunum í KR í kvöld, 83-73. Njarðvík er nú komið með 34 stig eftir 19 leiki en næstu lið, KR og Skallagrímur, eru með 30. Alls eru leiknar 22 umferðir. 26.2.2007 20:59 Federer: Ég mun aldrei toppa Connors Svisslendingurinn Roger Federer segist aldri munu toppa feril hins goðsagnarkennda Jimmy Connors, en í dag sló Federer 30 ára gamalt met hans með því að vera í efsta sæti heimslista karla 161. vikuna í röð. Federer segir að afrek Connors að vinna 109 mót á ferli sínum sé met sem líklega verði aldrei slegið. 26.2.2007 19:45 Arsenal og Chelsea áfrýja gegn rauðum spjöldum Arsenal og Chelsea hafa ákveðið að áfrýja gegn rauðu spjöldunum sem leikmenn þeirra Emmanuel Adebayor og John Obi Mikel.fengu í bikarúrslitaleik liðanna í gær. Tvímenningarnir fengu reisupassann fyrir sinn þátt í uppákomunni sem átti sér stað undir lok leiksins ásamt Kolo Toure. Arsenal sættir sig hins vegar við spjaldið sem hann fékk. 26.2.2007 19:44 Terry man ekkert eftir síðari hálfleik John Terry, fyrirliði Chelsea, man ekkert eftir höfuðhögginu sem hann varð fyrir í úrslitaleik deildabikarsins gegn Arsenal í gær. Það síðasta sem Terry man var þegar hann gekk út úr búningsklefanum í hálfleik en síðan vissi hann ekki af sér fyrr en hann kominn á sjúkrahús. Allur tími þar á milli, eða rúm klukkustund, er horfið úr minni Terry. 26.2.2007 19:43 Ullrich hættir keppni Þýski hjólreiðakappinn Jan Ullrich hefur tilkynnt að hann sé hættur að keppa opinberlega. Ullrich, sem er 33 ára, bindur þannig enda á nokkurra vikna vangaveltur sem hafa verið á kreiki í heimalandi hans. Ullrich er þekktastur fyrir að hafa unnið Tour de France hjólreiðakeppnina árið 1997. 26.2.2007 19:15 Beckham fær fjórfalt hærri laun en næsti maður Launin sem David Beckham mun fá hjá LA Galaxy fyrir það eitt að spila fótbolta eru um 370 milljónir á ári, eða rúmlega fjórum sinnum meira en næstlaunahæsti leikmaður deildarinnar, Juan Francisco Palencia hjá Chivas USA, fær á þessu tímabili. 26.2.2007 18:00 Radmanovic laug til um meiðsli Vladimir Radmanovic, framherji LA Lakers, sagði ósatt þegar hann útskýrði fyrir forráðamönnum félagsins hvernig hann hefði hlotið axlarmeiðslin sem hann varð fyrir um síðustu helgi. Radmanovic sagðist hafa dottið en sannleikurinn er að hann datt á snjóbretti. Hann verður frá í tvo mánuði og má búast við sekt frá félaginu fyrir uppátækið. 26.2.2007 17:30 Mauresmo vill lengja leiki kvenna í tennis Amelie Mauresmo, stigahæsta tenniskona heims, telur að viðureignir kvenna á stórmótum í tennis eigi að geta farið upp í fimm sett ef þörf er á, rétt eins venja er í karlaflokki. Í kvennaflokki er það iðulega sá spilari sem fyrr vinnur tvær lotur sem fer með sigur af hólmi. 26.2.2007 16:42 Stenson algjörlega búinn á því “Ég er of þreyttur til að geta fagnað,” sagði hinn sænski Henrik Stenson, nýkrýndur heimsmeistari í holukeppni, eftir að hafa lagt Ástralann Geoff Ogilvy af velli í úrslitum í gær. Stenson spilaði 120 holur á fimm dögum í Arizona og segir sá sænski að mótið hafi verið hans mesta þolraun til þessa á ferlinum. 26.2.2007 16:30 Arsenal bauð í Robinho Umboðsmaður brasilíska sóknarmannsins Robinho hjá Real Madrid hefur greint frá því að Arsenal og AC Milan hafi viljað fá leikmanninn í sínar raðir þegar leikmannaglugginn var opinn í upphafi ársins. Forráðamenn Real Madrid komu hins vegar í veg fyrir að Robinho færi því félagið ku ekki vera tilbúið að selja Brasilíumanninn. 26.2.2007 15:30 Sigurður valdi 20 stúlkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 20 stúlkur til að taka þátt í Algarve-mótinu í knattspyrnu sem hefst í Portgúal þann 5. mars nk. Átta leikmenn Vals eru í hópi Sigurðar. 26.2.2007 15:00 Lewis mun ekki stíga aftur í hringinn Lennox Lewis, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur útilokað endurkomu í hringinn á þessu ári, en sögusagnir þess efnis fóru eins og eldur um sinu í hnefaleikaheiminum í gær. Þungavigtarkappinn fyrrverandi, sem er orðinn 41 árs að aldri, segist aldrei hafa gengið á bak orða sinna – og því ætli hann ekki að byrja á nú. 26.2.2007 15:00 Carl Lewis óánægður með þróun mála Fyrrum frjálsíþróttakappinn Carl Lewis segir að íþróttin eigi við mikinn vanda að stríða um þessar mundir og fer hann ekki fögrum orðum um þá íþróttamenn sem neyta ólöglegra lyfja til að bæta árangur sinn. Lewis segir þá örfáu útvöldu, sem kjósa að eyðileggja fyrir öllum hinum, eiga ekkert gott skilið. 26.2.2007 14:30 Ibanez: Real Madrid er lélegt lið Pablo Ibanez, varnarmaður Atletico Madrid, segist sjaldan hafa séð eins lélega frammistöðu hjá Real Madrid eins og þegar liðin mættust á föstudagskvöld í spænsku úrvalsdeildinni. Ibanez segir með ólíkindum að Atletico hafi ekki náð að vinna leikinn, en hann endaði með 1-1 jafntefli. 26.2.2007 14:00 Totti heldur áfram að klúðra vítaspyrnum Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, mun halda áfram að taka vítaspyrnur liðsins þrátt fyrir að hafa klúðrað sinni sjöttu vítaspyrnu á leiktíðinni gegn Reggina um helgina. Á sama tíma hefur Totti aðeins skorað úr fjórum vítaspyrnum. Eins ótrúlegt og það hljómar þá ætlar þjálfari liðsins ekki að breyta um vítaskyttu. 26.2.2007 13:00 Ronaldinho: Ég hef aldrei verið í betra formi Ronaldinho, brasilíski snillingurinn hjá Barcelona, kveðst aldrei hafa verið í betra formi og að hann hafi verið staðráðinn í að sýna það í leiknum gegn Atletico Bilbao í gær. Ronaldinho var stórkostlegur í leiknum, en fyrir nokkrum dögum voru birtar myndir sem gáfu til kynna að hann hefði fitnað um nokkur kíló. 26.2.2007 12:28 Adebayor: Ég gerði ekkert rangt Emmanuel Adebayor, framherji Arsenal, kveðst ekki skilja af hverju hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir þátt sinn í ryskingunum sem áttu sér stað undir lok bikarúslitaleiksins gegn Chelsea í gær. Adebayor segist ekki hafa gert neitt rangt. 26.2.2007 11:49 Eto'o: Búinn að bíða lengi eftir þessu marki Samuel Eto'o, framherji Barcelona, er mjög ánægður með að vera búinn að finna skotskóna á ný en hann skoraði eitt marka Barcelona í auðveldum sigri liðsins á Atletico Bilbao í gær, 3-0. Eto'o segist hafa beðið lengi eftir þessu marki, en slæm hnémeiðsli héldu honum frá keppni í tæpa fimm mánuði fyrr í vetur. 26.2.2007 11:02 Detroit vann Chicago í endurkomu Ben Wallace Detroit lagði Chicago af velli í NBA-deildinni í nótt, 95-93, í leik sem hafði verið beðið eftir með nokkur eftirvæntingu þar sem Ben Wallace, fyrrum leikmaður Detroit, var að snúa aftur til Motown-borgarinnar í fyrsta sinn frá því að hafa gengið í raðir Chicago fyrir tímabilið. Chris Webber, arftaki Wallace hjá Detroit, tryggði liði sínu sigur á lokasekúndunum. 26.2.2007 11:00 Chicco Chiodi ánægður með Aprilia Þó svo að hinn þrefaldi heimsmeistari Chicco Chiodi hafi krassað í fyrsta hít í internazionali d´italia keppninni við Montevarchi á Ítalíu,segir hann að hjólið hafi mikla möguleika " þó svo ég hafi ekki komist nema 2 hringi þá var tilfinningin fyrir hjólinu mjög góð " segir Chiodi 26.2.2007 10:14 Stenson hafði betur gegn Ogilvy Svíinn Henrik Stenson sigraði á heimsmeistaramótinu í holukeppni sem lauk í Arizona í Bandaríkjunum í gær. Stenson hafði betur gegn Geoff Ogilvy frá Ástralíu í úrslitum, en hann átti titil að verja frá því í fyrra. Stenson fær 100 milljónir króna fyrir sigurinn. 26.2.2007 08:46 Eto´o skoraði í öruggum sigri Barcelona Barcelona er komið með tveggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir léttan 3-0 sigur á Atletico Bilbao á Nou Camp í kvöld. Xavi og Samuel Eto´o skoruðu mörk Barcelona í leiknum auk þess sem eitt markið var sjálfsmark. Eto´o var óvænt í byrjunarliðinu í kvöld en Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum. 25.2.2007 22:03 Skallagrímur vann í Grindavík Skallagrímur lætur ekki sitt eftir liggja í toppbaráttunni í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Í kvöld vann liðið nauman útisigur á Grindavík, 84-83, og náði þar með KR-ingum að stigum í öðru sæti deildarinnar. Snæfell er einnig í hópi efstu liða en í kvöld vann liðið góðan útisigur á Tindastóli, 73-104. Tveir aðrir leikir fóru fram í kvöld. 25.2.2007 21:01 Giggs segir Man. Utd. ekki mega slaka á Ryan Giggs, miðvallarleikmaður Manchester United, segist hafa nægilega mikla reynslu til að fullyrða að barátta liðsins við Chelsea um enska meistaratitilinn eigi eftir að þróast í nýja átt áður en tímabilið er á enda. Giggs segir að þrátt fyrir að Man. Utd. sé með níu stiga forskot á toppi deildarinnar séu úrslit deildarinnar fjarri því að vera ráðin. 25.2.2007 21:00 Schalke tapaði óvænt á heimavelli Topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, Schalke, mátti þola að bíða í lægri hlut á heimavelli sínum gegn Bayer Leverkusen í dag, 0-1. Þeim til happs náðu helstu keppinautarnir í Werder Bremen aðeins jafntefli gegn Borussia Moenchengladbach og er því forysta liðsins á toppnum áfram fimm stig. 25.2.2007 20:53 Wenger miður sín yfir hegðun leikmanna sinna Arsene Wenger, stjóri Arsenal, harmar hegðun leikmanna sinna undir lok leiksins gegn Chelsea í deildabikarnum í dag, en tveir lærisveina hans var vikið af leikvelli eftir ryskingar. Wenger kveðst þó afar stoltur af spilamennsku síns liðs í leiknum. 25.2.2007 20:37 Sjá næstu 50 fréttir
Rúrik og Emil orðaðir við Viking Stavanger Aftenblad í Noregi heldur því fram að Uwe Rösler hjá Viking sé að reyna að fá Rúrik Gíslason frá Charlton til norska liðsins. Blaðið greinir einnig frá því að liðið hafi áhuga á að fá Emil Hallfreðsson frá Tottenham. 27.2.2007 18:27
Tölt og gæðingamót á Svínavatni Laugardaginn 10. mars verður haldið á Svínavatni í A-Hún. tölt og gæðingamót. Keppt verður í opnum flokki, áhugamannaflokki og unglingaflokki í tölti og A og B flokki gæðinga. Verðlaun verða þau veglegustu sem um getur á slíkum mótum, t.d. er ljóst að fyrir 1. sæti í opnum flokki í tölti, A og B flokki fást 100.000. kr. 27.2.2007 17:31
Ferguson: Allt í góðu hjá okkur Beckham Sir Alex Ferguson segir að hann og David Beckham séu ágætis vinir þó enn sé talað um að deilur þeirra hafi valdið því að Beckham fór frá Manchester United árið 2003. Þeir félagar munu hittast í sérstökum hátíðarleik á Old Trafford þann 13. mars næstkomandi. 27.2.2007 17:08
Reading - Man Utd í beinni í kvöld Síðari leikur Reading og Manchester United í 16-liða úrslitum enska bikarsins verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson verða báðir í byrjunarliði Reading í kvöld, en það var einmitt glæsilegt mark Brynjars á Old Trafford sem tryggði Reading aukaleikinn í kvöld. 27.2.2007 16:37
Hélt að Terry væri dauður Markvörðurinn Manuel Almunia hjá Arsenal segist hafa óttast að John Terry væri dauður þegar hann lá hreyfingarlaus á vellinum eftir að hafa fengið spark í höfuðið í bikarúrslitaleik Chelsea og Arsenal um helgina. 27.2.2007 16:30
Hróarsleikar hjá Dreyra Laugardaginn 3.mars heldur hestamannafélagið Dreyri Töltmót á ís. Mótið verður haldið Gudduvatni sem er í landi Fiskilækjar í Melasveit. Þetta er í ca. 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík í átt að Borgarnesi. Ísinn er frábær og veðurspáin hagstæð. 27.2.2007 16:17
Áfrýjun Keane vísað frá Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að rauða spjaldið sem Robbie Keane fékk að líta í sigri liðsins á Bolton um helgina muni standa. Keane þótti hafa varið skot Bolton á marklínu með höndinni, en þrátt fyrir mótmæli og áfrýjun Keane þarf hann nú að taka út leikbann með liði sínu. Keane stal senunni í leiknum þar sem hann skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og lét reka sig af velli í fyrri hálfleik. 27.2.2007 16:08
Livingston fór úr hnjálið Leikstjórnandinn Shaun Livingston hjá LA Clippers varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í leik liðsins gegn Charlotte Bobcats í nótt en hann lenti illa í byrjun leiksins og fór úr hnjálið. Ljóst er að leikmaðurinn verður frá keppni um óákveðinn tíma þó meiðslin væru raunar ekki jafn alvarleg og útlit var fyrir í fyrstu. Hann á enn eftir að fara í frekari læknisrannsóknir. 27.2.2007 16:01
FT-norður verðlaunar reiðmennsku Eins og samþykkt var á stjórnarfundi á haustdögum þá veitti norðurdeild Félags tamningamanna viðurkenningu fyrir fallega og góða reiðmennsku á Bautatöltinu nú á dögunum. 27.2.2007 15:51
Myvatn open næstkomandi laugardag Nú er að koma að því. Myvatn open er næstkomandi laugardag ísinn frábær og veðurspáin nokkuð góð. Meðal þeirra sem hafa skráð sig er Bjarni Jónasson með Kommu frá Garði. Tamningameistarinn Benedikt Líndal hefur þegið boð mótsnefndar um að koma og keppa. 27.2.2007 15:49
Chelsea og Arsenal ákærð Aganefnd enska knattspyrnsambandsins ákærði í dag Chelsea og Arsenal fyrir ólætin í úrslitaleik enska deildarbikarsins um helgina. Emmanuel Adebayor, Kolo Toure og John Obi Mikel voru þá reknir af leikvelli og þá hefur Emmanuel Eboue verið ákærður fyrir að slá til Wayne Bridge. Adebayor hefur svo verið ákærður sérstaklega fyrir glórulausa hegðun sína í kjölfar átakanna þar sem hann neitaði að fara af velli. 27.2.2007 14:33
Bentley framlengir við Blackburn Miðjumaðurinn David Bentley hjá Blackburn hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið til ársins 2011. Bentley er 22 ára gamall og hefur hann spilað mjög vel í vetur. Hann gekk í raðir Blackburn frá Arsenal í janúar í fyrra og hefur skorað sex mörk á leiktíðinni. 27.2.2007 14:29
Supercross Atlanta úrslit. Gríðarleg barátta var þetta milda laugardags kvöld í Atlanta. yfir 70 þúsund áhorfendur og keppti Ricky Carmichael í síðasta sinn í Atlanta. 27.2.2007 12:30
Atlanta lites úrslit ! Nú þegar austurstrandar tímbilið er hafið hefst ný barátta í minni flokknum "lites". Ryan Villopoto er ekki með í austurstrandar baráttunni en hann einmitt innsiglaði vesturstrandar titilinn með 7 sigrum í San Diego. 27.2.2007 11:25
Hiddink dæmdur fyrir skattsvik Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Guus Hiddink var í morgun dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu tæpra fjögurra milljóna króna vegna skattsvika. 27.2.2007 10:15
Smali og Stóðhestasýning á Meistaradeild VÍS Á fimmtudagskvöldið næstkomandi er von á stórskemmtilegu kvöldi fyrir áhorfendur Meistaradeildar VÍS. Hin stórskemmtilega hraðafimi verður háð, en hraðafimin eða smalinn eins og hann er oftast kallaður, er keppnisgrein sem reynir á lipurð og snerpu hestsins og útsjónasemi knapans. 27.2.2007 09:20
Glæsilegt met hjá Dallas Sjóðheitt lið Dallas Mavericks varð í nótt fyrsta liðið í sögu NBA deildarinnar til að ná þremur 12 leikja sigurgöngum á einu og sama keppnistímabilinu þegar það valtaði yfir Atlanta 110-87. Þetta var jafnframt 20. heimasigur Dallas í röð og hefur liðið nú unnið 47 af síðustu 52 leikjum sínum eftir að það tapaði fyrstu fjórum leikjunum í haust. 27.2.2007 05:05
Ótrúleg byrjun á Madejski Það er sannarlega mikið fjör á Madejski leikvellinum í kvöld þar sem Reading tekur á móti Manchester United í enska bikarnum. United komst í 3-0 þegar innan við sex mínútur voru liðnar af leiknum, en Reading minnkaði muninn eftir 23 mínútur. Saha, Solskjær og Heinze skoruðu fyrir United, en Kitson mark Reading. Leikurinn er í beinni á Sýn og er staðan 3-1 í hálfleik. 27.2.2007 20:29
Fowler vill nýjan samning hjá Liverpool Enski framherjinn Robbie Fowler vonast til þess að fá samning sinn við Liverpool framlengdan þrátt fyrir að hann fái ekki mörg tækifæri hjá liðinu um þessar undir. Hinn 31 árs gamli Fowler skoraði um síðustu helgi sín fyrstu deildarmörk frá því í ágúst, en hann hefur engu að síður mikla trú á sjálfum sér. 26.2.2007 21:14
Njarðvík hafði betur í toppslagnum gegn KR Njarðvíkingar þurfa einn sigur til viðbótar til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir sigur á helstu keppinautunum í KR í kvöld, 83-73. Njarðvík er nú komið með 34 stig eftir 19 leiki en næstu lið, KR og Skallagrímur, eru með 30. Alls eru leiknar 22 umferðir. 26.2.2007 20:59
Federer: Ég mun aldrei toppa Connors Svisslendingurinn Roger Federer segist aldri munu toppa feril hins goðsagnarkennda Jimmy Connors, en í dag sló Federer 30 ára gamalt met hans með því að vera í efsta sæti heimslista karla 161. vikuna í röð. Federer segir að afrek Connors að vinna 109 mót á ferli sínum sé met sem líklega verði aldrei slegið. 26.2.2007 19:45
Arsenal og Chelsea áfrýja gegn rauðum spjöldum Arsenal og Chelsea hafa ákveðið að áfrýja gegn rauðu spjöldunum sem leikmenn þeirra Emmanuel Adebayor og John Obi Mikel.fengu í bikarúrslitaleik liðanna í gær. Tvímenningarnir fengu reisupassann fyrir sinn þátt í uppákomunni sem átti sér stað undir lok leiksins ásamt Kolo Toure. Arsenal sættir sig hins vegar við spjaldið sem hann fékk. 26.2.2007 19:44
Terry man ekkert eftir síðari hálfleik John Terry, fyrirliði Chelsea, man ekkert eftir höfuðhögginu sem hann varð fyrir í úrslitaleik deildabikarsins gegn Arsenal í gær. Það síðasta sem Terry man var þegar hann gekk út úr búningsklefanum í hálfleik en síðan vissi hann ekki af sér fyrr en hann kominn á sjúkrahús. Allur tími þar á milli, eða rúm klukkustund, er horfið úr minni Terry. 26.2.2007 19:43
Ullrich hættir keppni Þýski hjólreiðakappinn Jan Ullrich hefur tilkynnt að hann sé hættur að keppa opinberlega. Ullrich, sem er 33 ára, bindur þannig enda á nokkurra vikna vangaveltur sem hafa verið á kreiki í heimalandi hans. Ullrich er þekktastur fyrir að hafa unnið Tour de France hjólreiðakeppnina árið 1997. 26.2.2007 19:15
Beckham fær fjórfalt hærri laun en næsti maður Launin sem David Beckham mun fá hjá LA Galaxy fyrir það eitt að spila fótbolta eru um 370 milljónir á ári, eða rúmlega fjórum sinnum meira en næstlaunahæsti leikmaður deildarinnar, Juan Francisco Palencia hjá Chivas USA, fær á þessu tímabili. 26.2.2007 18:00
Radmanovic laug til um meiðsli Vladimir Radmanovic, framherji LA Lakers, sagði ósatt þegar hann útskýrði fyrir forráðamönnum félagsins hvernig hann hefði hlotið axlarmeiðslin sem hann varð fyrir um síðustu helgi. Radmanovic sagðist hafa dottið en sannleikurinn er að hann datt á snjóbretti. Hann verður frá í tvo mánuði og má búast við sekt frá félaginu fyrir uppátækið. 26.2.2007 17:30
Mauresmo vill lengja leiki kvenna í tennis Amelie Mauresmo, stigahæsta tenniskona heims, telur að viðureignir kvenna á stórmótum í tennis eigi að geta farið upp í fimm sett ef þörf er á, rétt eins venja er í karlaflokki. Í kvennaflokki er það iðulega sá spilari sem fyrr vinnur tvær lotur sem fer með sigur af hólmi. 26.2.2007 16:42
Stenson algjörlega búinn á því “Ég er of þreyttur til að geta fagnað,” sagði hinn sænski Henrik Stenson, nýkrýndur heimsmeistari í holukeppni, eftir að hafa lagt Ástralann Geoff Ogilvy af velli í úrslitum í gær. Stenson spilaði 120 holur á fimm dögum í Arizona og segir sá sænski að mótið hafi verið hans mesta þolraun til þessa á ferlinum. 26.2.2007 16:30
Arsenal bauð í Robinho Umboðsmaður brasilíska sóknarmannsins Robinho hjá Real Madrid hefur greint frá því að Arsenal og AC Milan hafi viljað fá leikmanninn í sínar raðir þegar leikmannaglugginn var opinn í upphafi ársins. Forráðamenn Real Madrid komu hins vegar í veg fyrir að Robinho færi því félagið ku ekki vera tilbúið að selja Brasilíumanninn. 26.2.2007 15:30
Sigurður valdi 20 stúlkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 20 stúlkur til að taka þátt í Algarve-mótinu í knattspyrnu sem hefst í Portgúal þann 5. mars nk. Átta leikmenn Vals eru í hópi Sigurðar. 26.2.2007 15:00
Lewis mun ekki stíga aftur í hringinn Lennox Lewis, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur útilokað endurkomu í hringinn á þessu ári, en sögusagnir þess efnis fóru eins og eldur um sinu í hnefaleikaheiminum í gær. Þungavigtarkappinn fyrrverandi, sem er orðinn 41 árs að aldri, segist aldrei hafa gengið á bak orða sinna – og því ætli hann ekki að byrja á nú. 26.2.2007 15:00
Carl Lewis óánægður með þróun mála Fyrrum frjálsíþróttakappinn Carl Lewis segir að íþróttin eigi við mikinn vanda að stríða um þessar mundir og fer hann ekki fögrum orðum um þá íþróttamenn sem neyta ólöglegra lyfja til að bæta árangur sinn. Lewis segir þá örfáu útvöldu, sem kjósa að eyðileggja fyrir öllum hinum, eiga ekkert gott skilið. 26.2.2007 14:30
Ibanez: Real Madrid er lélegt lið Pablo Ibanez, varnarmaður Atletico Madrid, segist sjaldan hafa séð eins lélega frammistöðu hjá Real Madrid eins og þegar liðin mættust á föstudagskvöld í spænsku úrvalsdeildinni. Ibanez segir með ólíkindum að Atletico hafi ekki náð að vinna leikinn, en hann endaði með 1-1 jafntefli. 26.2.2007 14:00
Totti heldur áfram að klúðra vítaspyrnum Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, mun halda áfram að taka vítaspyrnur liðsins þrátt fyrir að hafa klúðrað sinni sjöttu vítaspyrnu á leiktíðinni gegn Reggina um helgina. Á sama tíma hefur Totti aðeins skorað úr fjórum vítaspyrnum. Eins ótrúlegt og það hljómar þá ætlar þjálfari liðsins ekki að breyta um vítaskyttu. 26.2.2007 13:00
Ronaldinho: Ég hef aldrei verið í betra formi Ronaldinho, brasilíski snillingurinn hjá Barcelona, kveðst aldrei hafa verið í betra formi og að hann hafi verið staðráðinn í að sýna það í leiknum gegn Atletico Bilbao í gær. Ronaldinho var stórkostlegur í leiknum, en fyrir nokkrum dögum voru birtar myndir sem gáfu til kynna að hann hefði fitnað um nokkur kíló. 26.2.2007 12:28
Adebayor: Ég gerði ekkert rangt Emmanuel Adebayor, framherji Arsenal, kveðst ekki skilja af hverju hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir þátt sinn í ryskingunum sem áttu sér stað undir lok bikarúslitaleiksins gegn Chelsea í gær. Adebayor segist ekki hafa gert neitt rangt. 26.2.2007 11:49
Eto'o: Búinn að bíða lengi eftir þessu marki Samuel Eto'o, framherji Barcelona, er mjög ánægður með að vera búinn að finna skotskóna á ný en hann skoraði eitt marka Barcelona í auðveldum sigri liðsins á Atletico Bilbao í gær, 3-0. Eto'o segist hafa beðið lengi eftir þessu marki, en slæm hnémeiðsli héldu honum frá keppni í tæpa fimm mánuði fyrr í vetur. 26.2.2007 11:02
Detroit vann Chicago í endurkomu Ben Wallace Detroit lagði Chicago af velli í NBA-deildinni í nótt, 95-93, í leik sem hafði verið beðið eftir með nokkur eftirvæntingu þar sem Ben Wallace, fyrrum leikmaður Detroit, var að snúa aftur til Motown-borgarinnar í fyrsta sinn frá því að hafa gengið í raðir Chicago fyrir tímabilið. Chris Webber, arftaki Wallace hjá Detroit, tryggði liði sínu sigur á lokasekúndunum. 26.2.2007 11:00
Chicco Chiodi ánægður með Aprilia Þó svo að hinn þrefaldi heimsmeistari Chicco Chiodi hafi krassað í fyrsta hít í internazionali d´italia keppninni við Montevarchi á Ítalíu,segir hann að hjólið hafi mikla möguleika " þó svo ég hafi ekki komist nema 2 hringi þá var tilfinningin fyrir hjólinu mjög góð " segir Chiodi 26.2.2007 10:14
Stenson hafði betur gegn Ogilvy Svíinn Henrik Stenson sigraði á heimsmeistaramótinu í holukeppni sem lauk í Arizona í Bandaríkjunum í gær. Stenson hafði betur gegn Geoff Ogilvy frá Ástralíu í úrslitum, en hann átti titil að verja frá því í fyrra. Stenson fær 100 milljónir króna fyrir sigurinn. 26.2.2007 08:46
Eto´o skoraði í öruggum sigri Barcelona Barcelona er komið með tveggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir léttan 3-0 sigur á Atletico Bilbao á Nou Camp í kvöld. Xavi og Samuel Eto´o skoruðu mörk Barcelona í leiknum auk þess sem eitt markið var sjálfsmark. Eto´o var óvænt í byrjunarliðinu í kvöld en Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum. 25.2.2007 22:03
Skallagrímur vann í Grindavík Skallagrímur lætur ekki sitt eftir liggja í toppbaráttunni í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Í kvöld vann liðið nauman útisigur á Grindavík, 84-83, og náði þar með KR-ingum að stigum í öðru sæti deildarinnar. Snæfell er einnig í hópi efstu liða en í kvöld vann liðið góðan útisigur á Tindastóli, 73-104. Tveir aðrir leikir fóru fram í kvöld. 25.2.2007 21:01
Giggs segir Man. Utd. ekki mega slaka á Ryan Giggs, miðvallarleikmaður Manchester United, segist hafa nægilega mikla reynslu til að fullyrða að barátta liðsins við Chelsea um enska meistaratitilinn eigi eftir að þróast í nýja átt áður en tímabilið er á enda. Giggs segir að þrátt fyrir að Man. Utd. sé með níu stiga forskot á toppi deildarinnar séu úrslit deildarinnar fjarri því að vera ráðin. 25.2.2007 21:00
Schalke tapaði óvænt á heimavelli Topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, Schalke, mátti þola að bíða í lægri hlut á heimavelli sínum gegn Bayer Leverkusen í dag, 0-1. Þeim til happs náðu helstu keppinautarnir í Werder Bremen aðeins jafntefli gegn Borussia Moenchengladbach og er því forysta liðsins á toppnum áfram fimm stig. 25.2.2007 20:53
Wenger miður sín yfir hegðun leikmanna sinna Arsene Wenger, stjóri Arsenal, harmar hegðun leikmanna sinna undir lok leiksins gegn Chelsea í deildabikarnum í dag, en tveir lærisveina hans var vikið af leikvelli eftir ryskingar. Wenger kveðst þó afar stoltur af spilamennsku síns liðs í leiknum. 25.2.2007 20:37
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti