Fleiri fréttir

Ralf snýr aftur eftir áreksturinn

Ralf Schumacher hjá Toyota-liðinu í formúlu eitt, ætlar að snúa aftur ótrauður eftir áreksturinn í Indianapolis, sem meðal annars varð til þess að keppnin snerist upp í skrípaleik.

Hatton vill berjast við Mayweather

IBF meistarinn Ricky Hatton vill ólmur fá að berjast við nýbakaðan WBC meistara Floyd Mayweather Jr og vill umfram allt fá stóra bardaga í Bandaríkjunum til að auka veg sinn og virðingu í íþróttinni.

Nýliðavalið í NBA verður í nótt

Í nótt fer fram hið árlega nýliðaval í NBA deildinni og þar kemur í ljós hjá hvaða liðum bestu nýliðarnir enda í haust, en einnig má búast við að miklar hræringar verði í kring um valið í ár, þar sem nokkur lið munu reyna að skipta leikmönnum fyrir betri valrétti.

Cleveland ræður framkvæmdastjóra

Cleveland Cavaliers hafa gengið frá samningi við Danny Ferry, fyrrum leikmann liðsins, um að taka við stöðu framkvæmdastjóra félagsins, en það tekur loks af allan vafa um að Larry Brown þjálfari Detroit taki við stöðunni.

Leikir kvöldsins

Þrír leikir verða á dagskrá í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld, þar á meðal stórleikur KR og Vals í Frostaskjóli klukkan 20. Einn leikur er á dagskrá í fystu deild karla.

Keflavík skellti ÍA á útivelli

Keflavík skellti ÍA, 5-0, á útivelli í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í gærkvöldi. Ágústa Jóna Heiðdal, Lilja Íris Guðmundsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Nína Ósk Kristinsdóttir og Vesna Smiljkovic skoruðu mörkin.

Andri Fannar frá í 2-3 vikur

Framarar verða án Andra Fannars Ottóssonar í 2-3 vikur. Leikmaðurinn meiddist gegn Keflavík þegar hann sneri sig á ökkla. Finnur Kolbeinsson Fylki verður frá í 4-5 vikur vegna liðþófameiðsla og Hrafnkell Helgason er meiddur á nára og missir af 2-3 næstu leikjum Árbæjarliðsins.

Crespo aftur til Chelsea?

Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo, sem var í láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð frá Chelsea, er hugsanlega á leiðinni aftur til Englandsmeistaranna að sögn forráðamanna Mílanóliðsins.

Figo orðaður við West Ham

Nýliðar West Ham í ensku úrvalsdeildinni eru nýjasta liðið sem orðað hefur verið við Portúgalann Luis Figo hjá Real Madrid, en framtíð kappans er mikið í umræðunni um þessar mundir eftir að ljóst þykir að hann hljóti ekki náð fyrir augum knattspyrnustjóra síns hjá Madrid.

Utah Jazz fær þriðja valréttinn

Strax er farið að draga til tíðinda í nýliðavalinu í NBA deildinni sem fram fer í kvöld, en Utah Jazz gerði nú rétt í þessu stór skipti við Portland Trailblazers og tryggðu sér þriðja valréttinn í kvöld, með það fyrir augum að ná í einn hinna frambærilegu leikstjórnenda sem eru í boði.

Golf-Erfitt hjá íslensku sveitinni

Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 16. sæti á 27 höggum yfir pari eftir fyrsta daginn á Evrópumóti landsliða áhugamanna á Hillside golfvellinum í Southport í Englandi. Sex kylfingar skipa hvert lið og er spilaður höggleikur í dag og á morgun. 20 þjóðir taka þátt í keppninni. Frakkar og Wales eru efst á einu höggi undir pari.

KR og Þróttur missa tvo í bann

Aganefnd KSÍ úrskurðaði í dag 8 leikmenn úr Landsbankadeild karla í eins leiks bann en nefndin hittist á hverjum þriðjudegi. KR missir tvo leikmenn í eins leiks bann fyrir stórleikinn gegn ÍA og Þróttur missir tvo leikmenn í bann fyrir leikinn gegn Val.

ÍBV stúlkur lögðu Stjörnuna

Einum leik er lokið í Landsbankadeild kvenna en þrír leikir eru á dagskrá í kvöld. ÍBV lagði Stjörnuna á útivelli, 2-3 og eru Eyjastúlkur komnar með 12 stig í 4. sæti. Enn er markalaust í stórleik KR og Vals vestur í bæ en Breiðablik er 4-0 yfir gegn FH á útivelli.

Stoke með fjölmiðlafund á morgun

Stoke hefur boðað til fréttamannafundar á morgun miðvikudag en þá er búist við að kynntur verði nýr knattspyrnustjóri. Tony Pulis var í hádeginu í dag óvænt rekinn frá félaginu eftir 30 mánaða starf. Tregða við að skoða erlenda leikmannamarkaði er ástæðan fyrir brottrekstrinum að sögn stjórnarformanns Stoke City, Gunnars Þórs Gíslasonar.

Valsstúlkur lögðu KR naumlega

Valsstúlkur lögðu KR naumlega, 1-2 í Landsbankadeildar kvenna í kvöld en sigurmarkið kom skömmu fyrir leikslok. Breiðabliksstúlkur unnu stórsigur á FH, 0-7 á útivelli í kvöld en þrír leikir fóru fram í 7. umferð.

Einn heimur, einn draumur

Slagorð Ólympíuleikanna í Peking, sem haldnir verða árið 2008, voru opinberuð af kínverskum stjórnvöldum við hátíðlega athöfn í gær. Slagorðin eru: „Einn heimur, einn draumur.“ Samkeppni var haldin um bestu slagorðin og bárust í hana 210 þúsund hugmyndir á kínversku, frönsku, spænsku og fjölda annarra tungumála.

Heiðar skrifaði undir hjá Fulham

Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Fulham. Fulham greiðir Watford 150 milljónir króna fyrir Heiðar.

Magnús Már til Þróttara

Magnús Már Lúðvíksson hefur gengið til liðs við Þrótt í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Magnús Már hætti hjá ÍBV á dögunum en hann hefur leikið þar undanfarin ár. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Þrótt.

Harrington hækkar á heimslistanum

Írinn Padraig Harrington færðist úr ellefta sæti í það áttunda á heimslista kylfinga eftir sigur á Barclays mótinu í bandarísku mótaröðinni í gær.

Kristín Rós setti heimsmet

Kristín Rós Hákonardóttir úr Fjölni setti í gær heimsmet í 200 metra baksundi á þýska meistaramótinu í sundi fatlaðra þegar hún synti á 3 mínútum og 8,23 sekúndum. Kristín Rós bætti einnig Íslandsmetið í 200 metra skriðsundi.

Remesy vann í bráðabana

Frakkinn Jean Francois Remesy vann landa sinn Jean Van De Velde á fyrstu holu í bráðabana á Opna franska meistaramótinu í evrópsku mótaröðinni í gær.

Argentína - Brasilía í úrslitum

Knattspyrnurisarnir Argentína og Brasilía mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar í knattspyrnu á miðvikudag. Argentína vann Mexíkó eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni í gær.

Tveir leikir hjá konunum í kvöld

Tveir leikir eru í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan tekur á móti ÍBV klukkan 19 og klukkutíma síðar hefst viðureign ÍA og Keflavíkur á Akranesvelli.

Arsenal keppir við Real um Robinho

Real Madrid leiðir enn kapphlaupið um brasilíska ungstirnið Robinho, að sögn umboðsmanns leikmannsins, þrátt fyrir að Arsenal hafi gert formlegt 14 milljóna punda tilboð í hann um helgina.

Chelsea fær ekki Essien

Jean-Michel Aulas, forseti franska stórveldisins Lyon, segir að helsta stjarna liðsins, miðjumaðurinn Michael Essien, verði ekki seldur til Chelsea þrátt fyrir að Roman Abramovich sé reiðubúinn að greiða fúlgur fjár fyrir landsliðsmanninn frá Ghana.

Heiðar ætlar að standa sig

"Mér líst mjög vel á að fara aftur í úrvalsdeildina. Fulham er gott félag sem hefur metnað til þess að vera ofarlega í deildinni. Ég ætla að sýna og sanna að ég get staðið mig í úrvalsdeildinni," sagði Heiðar Helguson, sem er einn af þremur íslenskum leikmönnum í ensku úrvalsdeilinni, en fyrir eru Eiður Smári Guðjohnsen hjá Chelsea og Hermann Hreiðarsson hjá Charlton.

Nýtt Íslandsmet í 400 m skriðsundi

Sigrún Brá Sverrisdóttir Fjölni bætti í gær Íslandsmetið í 400 metra skriðsundi þegar hún synti á 4 mínútum 19,74 sekúndum. Árangur Sigrúnar er glæsilegur en hún er aðeins 15 ára. Hún bætti met Láru Hrundar Bjargardóttur um 98 hundraðshluta úr sekúndu.

Skagamenn eiga góða möguleika

Skagamenn mæta í finnska liðinu Inter Turku í Intertoto-keppninni í knattspyrnu klukkan 16 í dag. Þetta er síðari leikur liðanna en í fyrri leiknum í Finnlandi um síðustu helgi varð jafntefli þannig að Skagamenn eiga góðan möguleika á því að komast áfram í keppninni.

Mætum Dönum, Ungverjum og Serbum

Íslenska handboltalandsliðið er í riðli með Dönum, Ungverjum og Serbum á Evrópumótinu sem verður í Sviss í janúar á næsta ári. Dregið var í riðla í Sviss í gærkvöldi.

Shellmótinu að ljúka

Hinu árlega Shellmóti í knattspyrnu lýkur í Vestmannaeyjum í dag. Úrslitaleikirnir hefjast nú í hádeginu. Breiðablik og Stjarnan eiga þrjú lið í úrslitum.

Þrír leikir í Landsbankadeildinni

Þrír leikir verða í Landsbankadeild karla í kvöld. Grindavík keppir við Þrótt í Grindavík, Fylkir mætir efsta liði deildarinnar, FH-ingum, á Árbæjarvelli og Fram keppir við Keflavík. Allir leikirnir í Landsbankadeildinni hefjast klukkan 19.15. Sýnt verður úr leikjum kvöldsins á Sýn klukkan 22 í kvöld.

Fjölnir sigraði Þór

Þrír leikir voru í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Fjölnir sigraði Þór með þremur mörkum gegn einu, Haukar sigruðu KS, 4-1, og Völsungur og Víkingur í Ólafsvík gerðu 1-1 jafntefli.

Lokeren slapp fyrir horn

Belgíska liðið Lokeren, en fjórir íslenskir knattspyrnumenn eru á mála félagsins, slapp fyrir horn í gær í Intertoto-keppninni. Lokeren tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Trans frá Eistlandi. Lokeren vann fyrri leikinn 2-0 og komst því áfram, 2-1 samtals.

Loeb sigraði í Akrapolis-rallinu

Frakkinn Sebastian Loeb sigraði í Akrapolis-rallinu sem lauk í morgun. Annar varð Finninn Toni Gardemeister, einni mínútu og 36 sekúndum á eftir Loeb. Carlos Sainz og Markus Grönholm urðu í þriðja og fjórða sæti.

Stefnir í spennandi lokasprett

Það stefnir í spennandi lokasprett á Barcleys Classic mótinu í golfi í Harrington í New York síðar í dag. Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk og Írinn Pedraig Harrington eru jafnir í fyrsta sætinu á níu höggum undir pari.

FH bikarmeistari í 12. sinn í röð

FH varð í gær bikarmeistari í frjálsum íþróttum í 12. sinn í röð. FH sigraði örugglega, fékk 195 stig, en ÍR-ingar sem urðu í öðru sæti hlutu 153 stig. Skagfirðingar urðu þriðju, Breiðablik hafnaði fjórða sæti og sameiginlegt lið Fjölnis og Ármanns í fimmta sæti.

Serena úr leik

Serena Williams féll úr leik í 3. umferð á Wimbledonmótinu í tennis í gær þegar hún tapaði fyrir Jill Craybas frá Bandaríkjunum. Williams er í 4. sæti á heimslistanum í tennis en hin þrítuga Craybas í 85. sæti.

Mayweather vann öruggan sigur

Floyd Mayweather vann öruggan sigur á Arturo Gatti í hnefaleikabardaga um heimsmeistaratitil WBC-sambandsins í veltivigt í Atlantic-borg í New Jersey í gærkvöldi.

Real Madrid býður í Lampard

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Real Madríd hefði boðið 20 milljónir punda í miðjumann Chelsea, Frank Lampard. Að auki átti Chelsea að fá tvo leikmenn frá Madrídarliðinu, Michael Owen og Santiago Solari. Þetta er haft eftir umboðsmanni Lampards.

Blendnar tilfinningar á Valsvelli

Leikur Vals og KR í Landsbankadeildinni í kvöld verður ekki aðeins áhugaverður fyrir þær sakir að þar mætast gömlu Reykjavíkurstórveldin í deildarleik í fyrsta sinn í langan tíma, heldur má gera ráð fyrir að með einhverjum verði blendnar tilfinningar í leiknum.

Ragnhildur setti vallarmet

Ostamótið í golfi var haldið á Akranesi um helgina, en mótið er liður í Toyota-mótaröðinni í sumar. Í kvennaflokki sigraði Ragnhildur Sigurðardóttir úr GK nokkuð örugglega, en hún lék síðari hring sinn á mótinu í gær á tveimur höggum undir pari eða sjötíu höggum, sem er vallarmet.

Jafnt hjá Grindavík og Þrótti

Leikur Grindavíkur og Þróttar fór rólega af stað, en bæði lið mættu þó nokkuð ákveðin til leiks og voru fjórir leikmenn áminntir á fyrstu þréttán mínútum leiksins. Þrótturum gekk ágætlega að ná tökum á leiknum með Pál Einarsson í aðalhlutverki inn á miðjunni.

Meistarataktar FH í Árbænum

Þó svo að júnímánuður sé ekki liðinn lítur út fyrir að ráðið sé hverjir verði Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla í ár. FH-ingar hafa unnið alla átta leiki sína á mótinu til þessa og þann síðasta með því að skora fimm mörk gegn tveimur á heimavelli Fylkis í Árbænum.

Sætur sigur Keflvíkinga

Framarar byrjuðu af meiri krafti í leiknum og náðu verðskuldað forystunni á 27.mínútu þegar Andri Fannar Ottóson sendi á Viði Leifsson sem skallaði að marki en Ómar Jóhannsson varði, það vildi þó ekki betur en svo að hann varði knöttinn í varnarmanninn Guðjón Árna Antoníusson og þaðan fór hann inn.

Sjá næstu 50 fréttir