Sport

Skagamenn eiga góða möguleika

Skagamenn mæta í finnska liðinu Inter Turku í Intertoto-keppninni í knattspyrnu klukkan 16 í dag. Þetta er síðari leikur liðanna en í fyrri leiknum í Finnlandi um síðustu helgi varð jafntefli þannig að Skagamenn eiga góðan möguleika á því að komast áfram í keppninni. Vinni Skagamenn þá mæta þeir króatíska liðinu Varteks í 2. umferðinni. Varteks vann Dinamo Tirana frá Albaníu, 4-1, í gær og 5-3 samtals.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×