Fleiri fréttir

Chicago 2 - Washington 2

Lið Washington Wizards er þekkt fyrir flest annað en öflugan varnarleik, en í nótt sýndu þeir hvers þeir eru megnugir þeim megin vallarins og Juan Dixon í banastuði, jöfnuðu þeir metin í seríunni við Chicago með 117-99 sigri í nótt.

Dallas 3 - Houston 2

Heilladísirnar virðast vera að snúast á band Dallas Mavericks, en liðið lagði Houston Rockets í fyrsta skipti á heimavelli í nótt 103-100 og hefur nú náð forystu í einvígi liðanna.

Riise vill stöðva Chelsea

Norski varnarmaðurinn John Arne Riise segir sína menn í Liverpool eiga mjög góða möguleika á að stöðva Chelsea á leið sinni að þrennunni, en liðin mætast í síðari leik sínum í meistaradeildinni í kvöld.

Fangelsisdómur í kjölfar tæklingar

Framherji í norska knattspyrnuliðinu Voss hefur verið dæmdur í mánaðarfangelsi í kjölfar þess að vináttuleikur fór úr böndunum í vetur og framherjinn braut í heift sinni tennur úr mótherja sínum og skildi hann eftir liggjandi í vellinum með heilahristing.

Cech segir Chelsea í góðri stöðu

Petr Cech, markvörður Chelsea, segir sína menn í góðri aðstöðu til að leggja Liverpool í meistaradeildinni í kvöld, ekki síst vegna þess að bæði Damien Duff og Arjen Robben hafa lýst sig klára í slaginn.

KA ræður þjálfara

Handknattleiksdeild KA hefur ráðið Reyni Stefánsson sem þjálfara karlaliðs félagsins næstu tvö árin. Reynir var aðstoðarþjálfari meistaraflokks undanfarin tvö ár en þjálfaði þar á undan hjá Þór og Fram.

Bandarískar stúlkur með KR

Kvennalið KR í knattspyrnu hefur samið við tvær bandarískar stúlkur sem spila með liðinu í Landsbankadeildinni í sumar. Þær heita Carmen Watley og Katherine Winstead og að sögn Írisar Eysteinsdóttur, þjálfara KR, koma þær til landsins 11. maí og munu þær styrkja KR-liðið til mikilla muna.

Pearce til Íslands

Stuart Pearce, starfandi knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, ætlar til Íslands í sumar til þess að sjá Pálma Rafn Pálmason í leik með KA.

Afar óvænt úrslit á HM í snóker

Shaun Murphy, 22 ára Englendingur, tryggði sér heimsmeistaratitilinn í snóker í gær þegar hann vann Walesverjann Matthew Stevens, 18-16, í úrslitaeinvígi á heimsmeistaramótinu í Sheffield. Þetta eru einhver óvæntustu úrslit í sögu heimsmeistaramótsins.

Guðríður þjálfar kvennalið Fylkis

Guðríður Guðjónsdóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennaliða Fylkis í handknattleik en samningurinn er til þriggja ára. Stefnt er að því að meistaraflokkur kvenna leiki í deildarkeppni á næstu tveimur árum.

Grindavík og Þrótti spáð falli

Grindavík og Þrótti var spáð tveimur neðstu sætunum í Landsbankadeildinni í knattspyrnu í Olíssporti á Sýn í gærkvöld en þá hófust kynning á liðunum í deildinni. Í Olíssporti klukkan 22 í kvöld verða kynnt liðin sem spáð er 7. og 8. sæti Landsbankadeildarinnar.

Lampard og Terry þurfa í uppskurð

Burðarásar Chelsea og Enska landsliðsins, John Terry og Frank Lampard, þurfa báðir að fara í minniháttar uppskurði eftir að Chelsea lýkur keppni í meistaradeild Evrópu, en það þýðir líklega að þeir muni missa af æfingaferð enska landsliðsins til Bandaríkjanna eftir að tímabilinu á Englandi lýkur.

Ruiz hættur að boxa

Ameríski hnefaleikakappinn John Ruiz, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir að hann tapaði WBC titli sínum til James Toney í New York um helgina.

Kylfusveinn Woods í kröppum dansi

Steve Williams, sem er kylfusveinn golfsnillingsins Tiger Woods slapp naumlega við meiðsli um helgina, þegar hann lenti ók bíl sínum útaf í kappakstri í heimalandi sínu, Nýja-Sjálandi.

Woods tekjuhæsti íþróttamaðurinn

Ameríski kylfingurinn Tiger Woods er launahæsti íþróttamaður í heimi samkvæmt úttekt franska tímaritsins France Football og þar kemur fram að David Beckham er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims.

Els þakkar þjálfara sínum

Suður-afríski kylfingurinn Ernie Els þakkar þjálfara sínum stórbætt gengi sitt að undanförnu og segir hann manninn á bak við 13 högga sigur sinn á opna Asíumótinu um helgina.

Souness hvílir Shearer

Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, ætlar að leyfa hinum 34 ára gamla framherja sínum Alan Shearer að hvíla í næsta leik liðsins í úrvalsdeildinni.

Rooney stórhuga

Táningurinn Wayne Rooney hjá Manchester United er stórhuga fyrir næsta tímabil, en segir lið sitt staðráðið í að ljúka þessu tímabili með sóma og vinna enska bikarinn.

Alonso líklegastur á Spáni

Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Michael Schumacher, segir að Fernando Alonso verði að teljast líklegasti kandidatinn til sigurs í Barcelona um helgina, en segir sína menn í Ferrari vera að eflast með hverjum deginum.

Getum unnið í Barcelona

Michael Schumacher, ökumaður hjá Ferrariliðinu í Formúlu 1, telur sig eiga góða möguleika á sigri í spænska kappakstrinum sem fram fer í Barcelona um helgina.

Reynir ráðinn þjálfari KA

Reynir Stefánsson sem hefur verið aðstoðarmaður Jóhannesar Bjarnasonar hefur verið ráðinn þjálfari KA til næstu tveggja ára.

Fann mig ágætlega

Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KA, er nýkominn heim eftir vikudvöl hjá Man.City.

Guðríður samdi til þriggja ára

Guðríður Guðjónsdóttir og handknattleiksdeild Fylkis hafa gert samkomulag sín á milli um að Guðríður taki við þjálfun unglingaflokks og 4. flokks kvenna næstu þrjú árin.

Valur samdi við Hlyn

Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samning sinn við markvörðinn Hlyn Jóhannesson til næstu tveggja ára.

Molar dagsins í NBA

Heimildir herma að nýliði Chicago Bulls, Ben Gordon, verði valinn besti varamaður deildarinnar á næstu dögum. Gordon hefur verið frábær með liði Chicago í vetur og reyndist liði sínu mikilvægur undir lokin í fjölmörgum leikjum.

Eiður byrjar í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Liverpool á Anfield í seinn leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Líklegt er að Eiður verði fremstur í fimm manna miðju með Drogba einan uppá topp. Damien Duff er ekki leikfær og Arjen Robben byrjar á bekknum.

Garcia kemur Liverpool yfir

Luis Garcia er búinn að koma Liverpool yfir gegn Chelsea í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Liverpool í viðræðum við Reina

Umboðsmaður Jose Reina, markvörð Villarreal í spænska boltanum, hefur staðfest að Liverpool sé í viðræðum við Villarreal um kaup á Reina. Liverpool hefur verið á eftir Reina í þó nokkurn tíma og hefur Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, látið njósnara sína fylgjast með leikmanninum að undanförnu.

Úrskurður aganefndar KSÍ

Á fundi aganefndar KSÍ í dag voru tveir leikmenn og einn aðstoðarþjálfari úrskurðaðir í tveggja leikja bann vegna brottvísana í leikjum í Deildarbikarnum. Þórður Birgisson, leikmaður KS, vegna brottvísunar 23. apríl, Gunnar Bjarnason, leikmaður ÍH, vegna brottvísunar 22. apríl, og Leifur Garðarsson, aðstoðarþjálfari FH, vegna brottvísunar 28. apríl.

Liverpool yfir í leikhléi

Það er kominn hálfleikur í leik seinni leik Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og staðan 1-0 fyrir Liverpool. Það var Spánverjinn snjalli Luis Garcia sem skoraði markið strax á fjórðu mínútu.

Írani til Bayern Munchen?

Íranski landsliðsframherjinn Ali Karimi, sem var valinn leikmaður Asíu á síðasta ári, er á leið til þýsku meistarana í Bayern Munchen samkvæmt talsmanni félagsins. Þessi 26 ára gamli leikmaður, sem ber gælunafnið ,,Maradona Asíu" spilar með Al-Ahli og hefur skorað 32 mörk í 87 landsleikjum.

Van Bommel við það að skrifa undir

Mark van Bommel hefur staðfest að hann sé við það að skrifa undir hjá einu af bestu félagi Evrópu. Barcelona eru taldir líklegastir en talið er að þeir hafi sigrað Real Madrid í kapphlaupinu um leikmanninn.

Liverpool í úrslit

Liverpool er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn sigur á Chelsea, 1-0, á Anfield í kvöld. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður því þrátt fyrir að Chelsea væri mun meira með boltann í síðari hálfleik er þeir reyndu að freista þess að jafna leikinn, þá ógnuðu þeir marki Liverpool aldrei af viti.

Gerrard í skýjunum

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var í skýjunum eftir sigurinn gegn Chelsea í undanúrlitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Carragher í sjöunda himni

Jamie Carragher, varnarjaxlinn í Liverpool, var í sjöunda himni eftir sigur Liverpool á Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Anfield í kvöld, en Carragher var af mörgum talinn besti maður vallarins.

Haukar komnir í 2-0

Haukar frá Hafnafirði sigruðu ÍBV í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld í framlengdum leik, 39-35, eftir að leikar höfðu staðið jafnir eftir venjulegan leiktíma, 31-31. Haukar eru því komnir með tvo sigra í einvíginu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn að Ásvöllum á fimmtudaginn.

Mourinho: Betra liðið tapaði

Framkvæmdastjóri Chelsea, Portúgalinn Jose Mourinho, segir að betra liðið hafi tapað á Anfield í kvöld. Þeir bláu voru slegnir út úr Meistaradeildinni með umdeildu marki Luis Garcia, en myndbandsupptökur gátu ekki sýnt hvort boltinn var kominn inn eða ekki þegar William Gallas hreinsaði frá markinu.

Rafa ver mark Garcia

Rafa Benitez hefur varið markið umdeilda sem Luis Garcia skoraði er lið hans, Liverpool, sló Chelsea út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld og er komið í úrslit. Sá spænski sagði að Petr Cech hefði fellt Milan Baros og hefði dómarinn ekki dæmt markið gilt hefði hann þurft að dæma víti og reka Cech af leikvelli.

Detroit 3 - Philadelphia 1

Þegar í harðbakkann slær hjá meisturum Detroit Pistons, geta þeir reitt sig á besta mann úrslitanna í fyrra, Chauncey Billups. Þegar Pistons stóðu frammi fyrir því að Philadelphia væri í þann mund að jafna metin í einvígi liðanna, kom Billups til skjalanna og var maðurinn á bak við 97-92 sigur í fjórða leiknum.

Seattle 3 - Sacramento 1

Ray Allen skaut lið Seattle Supersonics í vænlega stöðu í einvíginu við Sacramento Kings í nótt. Eftir að Sacramento hafði leitt frá upphafsmínútum leiksins, sigu Sonics framúr á lokakaflanum með Allen sjóðandi heitan og unnu sigur 115-102.

Phoenix 4 - Memphis 0

Memphis Grizzlies fundu engin svör við stormsveit Phoenix Suns í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru komnir í sumarfrí, eftir að Suns unnu fjórða leik liðanna í nótt 123-115. Memphis börðust hetjulega í síðasta leiknum, en voru skotnir í kaf.

Miami 4 - New Jersey 0

Dwayne Wade sá til þess að Miami Heat sópaði liði New Jersey Nets úr keppni 4-0 í gær, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal væri á annari löppinni. Wade skoraði 34 stig í 110-97 sigri Miami í gær og nú fær stóri maðurinn að minnsta kosti viku til að jafna sig af meiðslum sínum.

Ræða Mourinho dugði Chelsea

John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði að þrumuræða knattspyrnustjóra liðsins í hálfleik gegn Bolton um helgina hefði gert gæfumunin fyrir leikmennina, sem spýttu í lófana og skoruðu tvö mörk í þeim síðari.

Rooney ekki góð fyrirmynd

Wayne Rooney, leikmaður Mancester United, hefur verið látinn hætta við að mæta sem heiðursgestur á sérstöku knattspyrnumóti barna 13 ára og yngri, sem haldið verður á heimavelli Middlesbrough, því aðstandendum mótsins þykir knattspyrnumaðurinn ungi ekki góð fyrirmynd fyrir börn.

Guðmundur úr leik á HM

Borðtenniskappinn Guðmundur Stephensen úr Víkingi er úr leik á heimsmeistaramótinu í Shanghai í Kína, eftir að hann tapaði fyrir sænskum spilara í morgun í fjórum lotum. Íslendingar hafa því lokið keppni á mótinu.

Sjá næstu 50 fréttir