Sport

Fangelsisdómur í kjölfar tæklingar

Framherji í norska knattspyrnuliðinu Voss hefur verið dæmdur í mánaðarfangelsi í kjölfar þess að vináttuleikur fór úr böndunum í vetur og framherjinn braut í heift sinni tennur úr mótherja sínum og skildi hann eftir liggjandi í vellinum með heilahristing. Mótherjanum hafði orðið á að tækla framherjann, eins og gengur og gerist í knattspyrnu, en það hljóp svona í skapið á framherjanum sem hefur nú mánuð til að ná sér niður í klefa sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×