Sport

Souness hvílir Shearer

Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, ætlar að leyfa hinum 34 ára gamla framherja sínum Alan Shearer að hvíla í næsta leik liðsins í úrvalsdeildinni. Newcastle leikur við Fulham um næstu helgi og stjórinn ætlar að leyfa gamla manninum að blása aðeins úr nös eftir mikið álag undanfarið. Shearer verður væntanlega á varamannabekk Newcastle um helgina og þá má búast við því að hollenski framherjinn Patrick Kluivert fái tækifæri í byrjunarliðinu, en honum hefur mistekist að ganga í augu knattspyrnustjóra síns síðan hann kom til félagsins. Shearer hefur ekki náð að skora mark í síðustu 10 deildarleikjum með Newcastle og gengi liðsins í deildinni hefur alls ekki verið upp á marga fiska undanfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×