Sport

Rooney stórhuga

Táningurinn Wayne Rooney hjá Manchester United er stórhuga fyrir næsta tímabil, en segir lið sitt staðráðið í að ljúka þessu tímabili með sóma og vinna enska bikarinn. Rooney hefur verið á skotskónum í vetur á sínu fyrsta tímabili með United og skoraði sitt 17 mark fyrir liðið um síðustu helgi. "Mér hefur gengið ágætlega í ár, en ég vil skora enn fleiri mörk á næsta tímabili," sagði Rooney í samtali við Manchester United TV. "Við áttum afar dapran aprílmánuð og erum staðráðnir í að gera betur í síðustu þremur deildarleikjum okkar. Takmarkið er svo auðvitað að vinna enska bikarinn, það yrði góður endir á tímabilinu," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×