Sport

Ræða Mourinho dugði Chelsea

John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði að þrumuræða knattspyrnustjóra liðsins í hálfleik gegn Bolton um helgina hefði gert gæfumunin fyrir leikmennina, sem spýttu í lófana og skoruðu tvö mörk í þeim síðari. "Jose sagði okkur að láta Steve Clark, aðstoðarmann sinn, hafa peysurnar okkar. Hann myndi leggja harðar að sér inni á vellinum en sumir okkar," sagði Terry. Þessi ræða hans virtist kveikja í liðsmönnum Chelsea, ekki síst miðjumanninum Frank Lampard, sem skoraði bæði mörk liðsins í síðari hálfleik og tryggði liðinu enska meistaratitilinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×