Sport

Alonso líklegastur á Spáni

Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Michael Schumacher, segir að Fernando Alonso verði að teljast líklegasti kandidatinn til sigurs í Barcelona um helgina, en segir sína menn í Ferrari vera að eflast með hverjum deginum. "Alonso var sannfærandi á Imola og því er hann fyrsta nafnið sem kemur upp í huga fólks þegar talað er um keppnina í heimalandi hans um helgina. Við erum hinsvegar búnir að vera að bæta okkur stig af stigi og keppnin á Imola sýndi okkur að við erum komnir á það stig að fara að vinna keppnir," sagði Þjóðverjinn sigursæli. "Alonso verður að teljast líklegur sigurvegari í Barcelona, en ég held að lið eins og McLaren og BAR komi líka sterk inn í næstu keppni og svo ætlum við hjá Ferrari auðvitað að reyna að hafa eitthvað um þetta að segja," sagði Schumacher.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×