Sport

Eiður byrjar í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Liverpool á Anfield í seinn leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Líklegt er að Eiður verði fremstur í fimm manna miðju með Drogba einan uppá topp. Damien Duff er ekki leikfær og Arjen Robben byrjar á bekknum. Hjá Liverpool kemur Dietmar Hamann inní liðið að nýju og myndar miðjupar með Igor Biscan. Steven Gerrard mun vera þar fyrir framan og Milan Baros einn uppá topp. Fyrri leikur liðanna var á Stamford Bridge fyrir sex dögum síðan og endaði markalaus. Það er því ljóst að leikurinn í kvöld verður æsispennandi, en leikið er til þrautar. Chelsea er talið  sigurstranglegra fyrir leikinn en ef Liverpool spilar líkt og þeir gerðu gegn Juventus á Anfield í 8-liða úrslitunum eiga þeir góða möguleika.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×