Sport

Rooney ekki góð fyrirmynd

Wayne Rooney, leikmaður Mancester United, hefur verið látinn hætta við að mæta sem heiðursgestur á sérstöku knattspyrnumóti barna 13 ára og yngri, sem haldið verður á heimavelli Middlesbrough, því aðstandendum mótsins þykir knattspyrnumaðurinn ungi ekki góð fyrirmynd fyrir börn. Rooney hefur verið mikið í fréttum undanfarið vegna dólgsláta í einkalífinu og einnig hefur hann verði gagnrýndur fyrir ruddalega framkomu og kjaftbrúk á leikvellinum. "Rooney er frábær knattspyrnumaður, á því leikur enginn vafi. Við höfum hinsvegar ákveðið að leita til knattspyrnumanns sem er ungu kynslóðinni betri fyrirmynd," sögðu talsmenn mótsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×