Sport

Getum unnið í Barcelona

Michael Schumacher, ökumaður hjá Ferrariliðinu í Formúlu 1, telur sig eiga góða möguleika á sigri í spænska kappakstrinum sem fram fer í Barcelona um helgina. Schumacher viðurkenndi þó að Fernando Alonso hjá Renault sé sigurstranglegastur. "Hann heillaði mig á Imola en við sýndum líka að við erum komnir á sigurbraut á ný, " sagði Schumacher. "Ég á líka von á að McLaren-Mercedes og Bar komi sterk inn."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×