Sport

Woods tekjuhæsti íþróttamaðurinn

Ameríski kylfingurinn Tiger Woods er launahæsti íþróttamaður í heimi samkvæmt úttekt franska tímaritsins France Football og þar kemur fram að David Beckham er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims. Woods er sagður með um 66 milljónir evra í árslaun og ökuþórinn Michael Schumacher er í öðru sæti með 63,5 milljónir evra. Ruðningskappinn Archie Manning er í þriðja sætinu og körfuboltamennirnir Shaquille O´Neal og Michael Jordan, sem er löngu hættur að spila, eru í fjórða og fimmta sætinu. Tölurnar taka mið af launum, bónusum og auglýsingatekjum og David Beckham situr í sjötta sætinu yfir þá tekjuhæstu með 25 milljónir evra á ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×