Sport

Liverpool vann Leverkusen

Liverpool átti ekki í miklum erfiðleikum með Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Luis Garcia skoraði fyrsta markið á 15. mínútu eftir frábæra sendingu frá Igor Biscan og John Arne Riise bætti öðru marki við tíu mínútum fyrir leikhlé. Seinni hálfleikur var tíðindalítill allt fram á lokamínútuna er Dietmar Hamann skoraði mark beint úr aukaspyrnu og kom heimamönnum í 3-0. Brasilíumaðurinn Franca minnkaði þó muninn nánast strax á eftir og úrslitin því 3-1. Liverpool er því í fínum málum fyrir seinni leikinn í Þýskalandi eftir tvær vikur, en þá má Steven Gerrard spila en hann tók út leikbann í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×