Sport

Haukar unnu Grindvíkinga

Haukar unnu Grindavík 110-85 í fyrsta leiknum í 19. umferð Intersport-deildarinnar í körfuknattleik í gær. Demetric Shaw skoraði 33 stig fyrir Hauka og Mike Manciel 26. Darrell Lewis var stigahæstur Grindvíkinga, skoraði 24 stig. Grindavík er í áttunda sæti en Haukar í tíunda sæti, tveimur stigum á eftir Grindavík. 19. umferðinni lýkur í kvöld, en þá keppa Fjölnir og Njarðvík, Keflavík og Hamar/Selfoss, ÍR og Snæfell, KFÍ og KR og Tindastóll og Skallagrímur. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×