Fleiri fréttir Woodgate ekki meira með Ólíklegt er að varnarmaðurinn enski, Jonathan Woodgate, sem Real Madrid keypti á stórfé í sumar, geti leikið með liðinu á þessu tímabili. Woodgate hefur átt við þrálát meiðsli í vinstra læri að stríða og nýleg skoðun leiddi í ljós að nánast útilokað er að hann klæðist treyju Madríd á þessu tímabili. 19.2.2005 00:01 Jafnt á Highbury Arsenal og Sheffield United skildu í dag jöfn í viðureign sinni í 5. umferð ensku bikarkeppninnar, 1-1. Dennis Bergkamp var vikið af velli fyrir að slá til Danny Cullip á 35. mínutu. Einum færri komust leikmenn Arsenal yfir með marki Robert Pires á 78. mínutu en Andy Gray jafnaði fyrir Sheffield á lokamínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu. 19.2.2005 00:01 Anthony verðmætastur Carmelo Anthony, Denver Nuggets, var valinn verðmætasti leikmaður nýliðaleiks NBA-stjörnuhelgarinnar sem fram fór í Denver, Colorado, í nótt. Nýliðaleikurinn er viðureign nýliða yfirstandandi tímabils gegn nýliðum tímabilsins þar á undan. 19.2.2005 00:01 Bailly vann 10 km eltigönguna Sandrine Bailly frá Frakklandi vann í dag 10 km eltigöngu í skíðaskotfimi á heimsbikarmóti sem fram í Pokljuka, Slóveníu. Bailly, sem þar með vann sitt annað heimsbikarmót í röð, var 35.9 sekúndum á undan Yingchao Kong frá Kína. Hin rússneska Olga Zaitseva varð þriðja, 56.4 sekúndum á eftir sigurvegaranum. 19.2.2005 00:01 Deildarbikarinn farinn af stað Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu hófst í dag með leik Keflvíkinga og Völsunga í Boganum á Alureyri. Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga, 2-1, og er því fyrsti sigur Suðurnesjamanna undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar kominn í hús. 19.2.2005 00:01 Bæjarar að kjöldraga Dortmund Það gengur lítið upp hjá Borussia Dortmund þessa dagana. Hálfleikur er nú í leik liðsins gegn Bayern Munchen og eru heimamenn í Bayern búnir að skora hvorki meira né minna en fjögur mörk gegn engu hjá Dortmund. Roy Makaay hefur skorað tvö markanna og þeir Claudio Pizarro og Hasan Salihamidzic eitt mark hvor. 19.2.2005 00:01 Ljubicic í úrslit á ABN Amro Króatinn Ivan Ljubicic komst í dag í úrslit á ABN Amro innanhússmótiniu í tennis sem fram fer í Rotterdam í Hollandi. Ljubicic bar sigurorð af Svíanum 7-6 og 7-5 í spennandi viðureign þar sem sigurinn hefði getað lent báðum megin. Ljubicic mætir annaðhvort Roger Federer frá Sviss eða Marco Ancic í úrslitum, en þeir mætast síðar í dag. 19.2.2005 00:01 Anna María tryggði sigurinn Gamla kempan Anna María Sveinsdóttir tryggði Keflavík í dag sigur á Haukum í 1. deild kvenna í körfubolta. Lokatölur urðu 69-71 í jöfnum og spennandi leik en Anna María skoraði sigurkörfuna þegar 0.2 sekúndur voru eftir. Keflavík styrkti þar með enn frekar stöðu sína á toppi deildarinnar með 28 stig en Haukar eru í fjórða sæti með 16 stig. 19.2.2005 00:01 Bolton yfir gegn Fulham Bolton hefur yfir í hálfleik í viðureign sinni gegn Fulham í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Aðeins eitt mark hefur verið skorað og það gerði Kevin Davies á 12. mínútu leiksins. Jóhannes Karl Guðjónsson er í liði Leicester sem sækir Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton heim. Staðan þar í hálfleik er 1-1. 19.2.2005 00:01 Bayern burstaði Dortmund Bayern Munchen náði í dag þriggja stiga forskoti í þýsku bundesligunni er liðið valtaði yfir lánlausa leikmenn Borussia Dortmund. Áður en yfir lauk höfðu Bæjarar skorað fimm mörk og kláruðu þeir í raun leikinn á fyrsta hálftímanum, en þá komu fjögur markanna. Hollendingurinn Roy Makaay fór á kostum í liði Bayern og skoraði þrennu. 19.2.2005 00:01 Tap hjá Ívari og félögum Nokkrir Íslendingar voru í sviðsljósinu í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Ívar Ingimarsson stóð að vanda vaktina í vörn Reading sem tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Coventry. Gamla kempan Les Ferdinand skorað mark Reading, sem er þó ennþó í 6. sæti og þar með inn í úrslitakeppni deildarinnar. 19.2.2005 00:01 Dublin hetja Leicester Fyrstu deildarlið Leicester City, með Jóhannes Karl Guðjónsson innanborðs, gerði sér lítið fyrir í dag og sló Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton út úr ensku bikarkeppninni. 19.2.2005 00:01 McLaren sagði nei við Schumacher Ron Dennis, yfirmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, viðurkenndi á dögunum að liðið hefði neitað Michael Schumacher um samning áður en hann gekk til liðs við Ferrari og hóf hina mikla sigurgöngu sem hefur einkennt Formúluna undanfarin ár. 19.2.2005 00:01 Carmelo Anthony valinn bestur Nýliðaleikur NBA-körfuboltans fór fram í Denver í nótt þar sem úrvalslið nýliða mætti úrvali leikmanna á öðru ári í deildinni. 19.2.2005 00:01 Reynt að bjarga NHL-tímabilinu Samtök NHL-leikmanna og samtök liðseigenda reyna nú hvað þau geta til að bjarga tímabilinu en Gary Bettman, forseti deildarinnar, aflýsti tímabilinu formlega á miðvikudaginn var. 19.2.2005 00:01 Arnar í hjartaaðgerð Arnar Jón Sigurgeirsson, leikmaður meistaraflokks KR í knattspyrnu, mun gangast undir hjartaaðgerð í vor eftir skoðun sem hann fór í á síðasta ári. "Það kom í ljós galli í fyrrasumar sem hefur líklega verið til staðar frá fæðingu. Hann lýsir sér þannig að það er opin fósturæð í hjartanu," sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. 19.2.2005 00:01 Jafnt í Ásgarði Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta. 19.2.2005 00:01 FH vann Val FH sigraði Val með tveimur mörkum gegn einu í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í Egilshöll í gærkvöldi. Atli Viðar Björnsson og Ólafur Páll Snorrason skoruðu mörk FH en tvítugur piltur, Einar Óli Þorvarðarson, minnkaði muninn fyrir Valsmenn. Valur varð Reykjavíkurmeistari þar sem FH keppti sem gestalið í mótinu. 18.2.2005 00:01 Davis með forystu á Nissan-mótinu Brian Davis hefur forystu á Nissan-mótinu í golfi eftir fyrsta hring en mótið fer fram á Riviera-vellinum í Los Angeles. Davis lék á 6 höggum undir pari. Norður-Írinn Darren Clarke er annar, höggi á eftir, en hann fór holu í höggi á sjöttu braut. Clarke lék völlinn á 66 höggum eins og Englendingurinn Luke Donald og Bandaríkjamaðurinn Brett Quigley. 18.2.2005 00:01 Vill enska leikmenn í sínu liði Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Chelsea, segir að enskir leikmenn munu ávallt verða hluti af hans leikmannahópi og hann muni aldrei endurtaka þann leik sem Arsene Wenger hjá Arsenal lék um síðustu helgi þegar allur leikmannahópur hans var skipaður erlendum leikmönnum. 18.2.2005 00:01 Akinbiyi seldur Íslendingaliðið Stoke City hefur tekið tilboði Sheffield United í sína helstu stjörnu, framherjann Ade Akinbiyi sem gerði garðinn frægan með Leicester á sínum tíma. 18.2.2005 00:01 Vålerenga lagði Rosenborg Árni Gautur Arason og félagar hans í Vålerenga sigruðu Rosenborg 1-0 í Norðurlandadeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Árni Gautur stóð í marki Vålerenga sem hefur unnið alla fimm leiki sína og er komið áfram í keppninni. Djurgården er í neðsta sæti riðilsins en liðið tapaði 1-0 fyrir Esbjerg í gærkvöldi. Kári Árnason lék allan leikinn með Djurgården. 18.2.2005 00:01 Dómaralífið er enginn dans á rósum Það er ekki tekið út með sældinni að vera atvinnudómari. Mike McCurry, sem er dómari í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, tilkynnti nýlega að hann hefði fengið sinn skerf af morðhótunum í gegnum tíðina. 18.2.2005 00:01 Stjörnuhelgi NBA í fullum gangi Hin árlega Stjörnuhelgi NBA-körfuboltans fer fram um helgina en meðal dagskrárliða er þriggja stiga- og troðslukeppnin sem fram fara í kvöld. 18.2.2005 00:01 Dallas lagði Phoenix Tveir leikir voru í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Dallas sigraði Phoenix Suns með 119 stigum gegn 113 í Phoenix. Michael Finley skoraði 33 stig og Josh Howard 30 fyrir Dallas. Gamli félagi þeirra, Steve Nash, skoraði 19 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir Phoenix en stigahæstur var Amare Stoudamire með 31 stig. 18.2.2005 00:01 Ronaldo sektaður Stjórn Real Madrid hefur sektað Ronaldo fyrir að mæta seint á æfingu á miðvikudaginn. 18.2.2005 00:01 Romario aftur í landslið Brasilíu Gamla kempan Romario var valin í brasilíska landsliðið í knattspyrnu eftir fjögurra ára fjarveru. 18.2.2005 00:01 Higgins burstaði Hendry á Masters Skotinn John Higgins átti ekki í vandræðum með landa sinn Stephen Hendry á Masters-mótinu í ballskák sem fram fer í Lundúnum. 18.2.2005 00:01 Ferdinand vill hafa Keane áfram Rio Ferdinand vill að fyrirliðinn Roy Keane framlengi samning sinn við Manchester United en Ferdinand hefur sjálfur verið nefndur sem arftaki Keane sem fyrirliði. 18.2.2005 00:01 Djorkaeff í MLS Youri Djorkaeff, fyrrum heimsmeistari með franska landsliðinu, er að fara til New York/New Jersey Metrostars í bandarísku deildinni í knattspyrnu. Hinn 36 ára gamli framherji, og fyrrum leikmaður Monaco, PSG, Inter Milan, Kaiserslautern og Bolton, neitaði samningstilboðum frá Katar. 18.2.2005 00:01 Gerrard ánægður með Benitez Fyrirliði Liverpool, miðjunaglinn Steven Gerrard, hefur mikla trú á stjóra sínum, Rafael Benitez, og segir hann rétta manninn til að koma Liverpool aftur á meðal þeirra bestu. 18.2.2005 00:01 Nýtt heimsmet í stangastökki Jelena Isinbayeva frá Rússlandi bætti í kvöld eigið heimsmet í stangastökki kvenna innanhús er hún stökk 4,88 metra á móti á Englandi, en aðeins er vika síðan hún setti fyrra metið. Isinbayeva á einnig heimsmetið utanhús síðan á Ólympíuleikunum í Aþenu síðasta sumar, en þá stökk hún 4.91 metra. 18.2.2005 00:01 Stjarnan í Evrópukeppni Um helgina mun Stjarnan keppa 2 leiki við pólska liðið MKS Vitaral Jelfa í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Leikið er í Ásgarði og er frítt inn á báða leikina. 18.2.2005 00:01 Figo óttast ekki Juventus Luis Figo, sem brenndi af vítaspyrnu er Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, varði frá honum í 3-1 tapi Real Madrid gegn Juventus árið 2003 í Tórínó í Meistaradeild Evrópu, segir að Real Madrid séu sterkari aðilinn núna. 18.2.2005 00:01 Fram sigraði FH Þrír leikir fóru fram í 1.deild karla í handknattleik í kvöld. Toppleikur kvöldsins var á efa leikur FH og Fram í hafnafirði, en þar höfðu gestirnir betur með 24 mörkum gegn 23. Selfoss og Stjarnan gerðu 29-29 jafntefli og Grótta/KR vann Aftureldingu 27-25. 18.2.2005 00:01 Chelsea á eftir Joaquin Jose Mourinho hefur staðfest að Chelsea hafa talað við Real Betis um hugsanleg kaup á Jouqin, og sagði að félagið myndi hugsanlega kaupa kantmanninn í sumar. 18.2.2005 00:01 Hvar er varnarleikurinn Grindavík? Hvar er varnarleikurinn Grindvíkingar? Það er ekki von að körfuboltaáhugamenn spyrji sjálfan sig. Grindvíkingar hafa skorað 91,6 stig að meðaltali í leik og aðeins Fjölnismenn hafa skorað fleiri stig. Grindvíkingar hafa samt tapað fleiri leikjum en þeir hafa unnið og eru að berjast fyrir sæti sínu í úrslitakeppninni þangað sem þeir hafa komist síðastliðin tólf tímabil. 17.2.2005 00:01 Manchester Utd tekjuhæst Enska stórliðið Manchester United er tekjuhæsta knattspyrnulið í heimi. Tekjur félagsins námu 20 miljörðum króna tímabilið 2003 til 2004. Real Madrid kemur þar á eftir með 18,3 milljarða í tekjur og ítölsku risarnir í AC Milan eru í þriðja sæti með 17, 2 milljarða í tekjur. 17.2.2005 00:01 Aganefndin haldi trúverðugleika Það kom óneitanlega á óvart þegar Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndar HSÍ, viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann og kollegar hans í aganefndinni hefðu gert mistök þegar þeir dæmdu Roland Eradze, markvörð ÍBV, í átján daga bann fyrir að ganga berserksgang og ógna Gísla Hlyni Jóhannssyni, dómara leiks ÍR og ÍBV á laugardaginn. Karl var óvenju opinskár í viðtalinu og viðurkenndi að dómurinn hefði verið of vægur. 17.2.2005 00:01 Aganefnd HSÍ er algjörlega vanhæf Með dómi sínum í máli Rolands Vals Eradze sannaði aganefnd HSÍ að hún er algjörlega vanhæf og engan veginn fær um að sinna starfi sínu. Karl V. Jóhannsson, formaður nefndarinnar, játar það í raun sjálfur í viðtali við Fréttablaðið í gær. "Eftir á að hyggja fórum við of mjúkum höndum um Roland. Við komumst hins vegar að þessari niðurstöðu og henni verður ekki breytt," sagði Karl meðal annars í viðtalinu. 17.2.2005 00:01 Rooney gegn Everton á laugardaginn Wayne Rooney mun leggja leið sína á heimavöll síns gamla liðs, Everton, á laugardaginn. Það verður í fyrsta sinn sem það gerist eftir að Rooney sagði skilið við liðið og gerði samning við Manchester United á síðasta ári. 17.2.2005 00:01 Hræðileg tilfinning, segir Gretzky Kanadíska íshokkígoðið Wayne Gretzky, sem situr í framkvæmdastjórn Phoenix Coyotes í NHL-deildinni, telur að íþróttin hafi beðið mikinn hnekki með verkfallinu sem varð til þess að leiktíðin féll niður í vetur. 17.2.2005 00:01 Viktor Unnar hjá Ipswich Town Viktor Unnar Illugason úr 3. flokki Breiðabliks er til reynslu hjá enska félaginu Ipswich Town um þessar mundir. 17.2.2005 00:01 Haukar og Stjarnan skildu jöfn Í 1. deild kvenna í handknattleik gerðu Haukar og Stjarnan jafntefli, 27-27, í gær. Ramune Pekarskyte var markahæst í liði Hauka með 8 mörk og Kristín Guðmundsdóttir skoraði 6 fyrir Stjörnuna. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 30 stig en Stjarnan er í þriðja sæti með 19 stig. 17.2.2005 00:01 Grindavík marði Njarðvík Í 1. deild kvenna í körfuknattleik vann Grindavík Njarðvík, 49-46, í gær. Sólveig Gunnlaugsdóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 18 stig en hjá Njarðvík var Jamey Wustra öflug og skoraði 16 stig. Grindavík er í öðru sæti deildarinnar með 24 stig og Njarðvík í fimmta sæti með 20 stig. 17.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Woodgate ekki meira með Ólíklegt er að varnarmaðurinn enski, Jonathan Woodgate, sem Real Madrid keypti á stórfé í sumar, geti leikið með liðinu á þessu tímabili. Woodgate hefur átt við þrálát meiðsli í vinstra læri að stríða og nýleg skoðun leiddi í ljós að nánast útilokað er að hann klæðist treyju Madríd á þessu tímabili. 19.2.2005 00:01
Jafnt á Highbury Arsenal og Sheffield United skildu í dag jöfn í viðureign sinni í 5. umferð ensku bikarkeppninnar, 1-1. Dennis Bergkamp var vikið af velli fyrir að slá til Danny Cullip á 35. mínutu. Einum færri komust leikmenn Arsenal yfir með marki Robert Pires á 78. mínutu en Andy Gray jafnaði fyrir Sheffield á lokamínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu. 19.2.2005 00:01
Anthony verðmætastur Carmelo Anthony, Denver Nuggets, var valinn verðmætasti leikmaður nýliðaleiks NBA-stjörnuhelgarinnar sem fram fór í Denver, Colorado, í nótt. Nýliðaleikurinn er viðureign nýliða yfirstandandi tímabils gegn nýliðum tímabilsins þar á undan. 19.2.2005 00:01
Bailly vann 10 km eltigönguna Sandrine Bailly frá Frakklandi vann í dag 10 km eltigöngu í skíðaskotfimi á heimsbikarmóti sem fram í Pokljuka, Slóveníu. Bailly, sem þar með vann sitt annað heimsbikarmót í röð, var 35.9 sekúndum á undan Yingchao Kong frá Kína. Hin rússneska Olga Zaitseva varð þriðja, 56.4 sekúndum á eftir sigurvegaranum. 19.2.2005 00:01
Deildarbikarinn farinn af stað Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu hófst í dag með leik Keflvíkinga og Völsunga í Boganum á Alureyri. Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga, 2-1, og er því fyrsti sigur Suðurnesjamanna undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar kominn í hús. 19.2.2005 00:01
Bæjarar að kjöldraga Dortmund Það gengur lítið upp hjá Borussia Dortmund þessa dagana. Hálfleikur er nú í leik liðsins gegn Bayern Munchen og eru heimamenn í Bayern búnir að skora hvorki meira né minna en fjögur mörk gegn engu hjá Dortmund. Roy Makaay hefur skorað tvö markanna og þeir Claudio Pizarro og Hasan Salihamidzic eitt mark hvor. 19.2.2005 00:01
Ljubicic í úrslit á ABN Amro Króatinn Ivan Ljubicic komst í dag í úrslit á ABN Amro innanhússmótiniu í tennis sem fram fer í Rotterdam í Hollandi. Ljubicic bar sigurorð af Svíanum 7-6 og 7-5 í spennandi viðureign þar sem sigurinn hefði getað lent báðum megin. Ljubicic mætir annaðhvort Roger Federer frá Sviss eða Marco Ancic í úrslitum, en þeir mætast síðar í dag. 19.2.2005 00:01
Anna María tryggði sigurinn Gamla kempan Anna María Sveinsdóttir tryggði Keflavík í dag sigur á Haukum í 1. deild kvenna í körfubolta. Lokatölur urðu 69-71 í jöfnum og spennandi leik en Anna María skoraði sigurkörfuna þegar 0.2 sekúndur voru eftir. Keflavík styrkti þar með enn frekar stöðu sína á toppi deildarinnar með 28 stig en Haukar eru í fjórða sæti með 16 stig. 19.2.2005 00:01
Bolton yfir gegn Fulham Bolton hefur yfir í hálfleik í viðureign sinni gegn Fulham í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Aðeins eitt mark hefur verið skorað og það gerði Kevin Davies á 12. mínútu leiksins. Jóhannes Karl Guðjónsson er í liði Leicester sem sækir Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton heim. Staðan þar í hálfleik er 1-1. 19.2.2005 00:01
Bayern burstaði Dortmund Bayern Munchen náði í dag þriggja stiga forskoti í þýsku bundesligunni er liðið valtaði yfir lánlausa leikmenn Borussia Dortmund. Áður en yfir lauk höfðu Bæjarar skorað fimm mörk og kláruðu þeir í raun leikinn á fyrsta hálftímanum, en þá komu fjögur markanna. Hollendingurinn Roy Makaay fór á kostum í liði Bayern og skoraði þrennu. 19.2.2005 00:01
Tap hjá Ívari og félögum Nokkrir Íslendingar voru í sviðsljósinu í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Ívar Ingimarsson stóð að vanda vaktina í vörn Reading sem tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Coventry. Gamla kempan Les Ferdinand skorað mark Reading, sem er þó ennþó í 6. sæti og þar með inn í úrslitakeppni deildarinnar. 19.2.2005 00:01
Dublin hetja Leicester Fyrstu deildarlið Leicester City, með Jóhannes Karl Guðjónsson innanborðs, gerði sér lítið fyrir í dag og sló Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton út úr ensku bikarkeppninni. 19.2.2005 00:01
McLaren sagði nei við Schumacher Ron Dennis, yfirmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, viðurkenndi á dögunum að liðið hefði neitað Michael Schumacher um samning áður en hann gekk til liðs við Ferrari og hóf hina mikla sigurgöngu sem hefur einkennt Formúluna undanfarin ár. 19.2.2005 00:01
Carmelo Anthony valinn bestur Nýliðaleikur NBA-körfuboltans fór fram í Denver í nótt þar sem úrvalslið nýliða mætti úrvali leikmanna á öðru ári í deildinni. 19.2.2005 00:01
Reynt að bjarga NHL-tímabilinu Samtök NHL-leikmanna og samtök liðseigenda reyna nú hvað þau geta til að bjarga tímabilinu en Gary Bettman, forseti deildarinnar, aflýsti tímabilinu formlega á miðvikudaginn var. 19.2.2005 00:01
Arnar í hjartaaðgerð Arnar Jón Sigurgeirsson, leikmaður meistaraflokks KR í knattspyrnu, mun gangast undir hjartaaðgerð í vor eftir skoðun sem hann fór í á síðasta ári. "Það kom í ljós galli í fyrrasumar sem hefur líklega verið til staðar frá fæðingu. Hann lýsir sér þannig að það er opin fósturæð í hjartanu," sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. 19.2.2005 00:01
Jafnt í Ásgarði Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta. 19.2.2005 00:01
FH vann Val FH sigraði Val með tveimur mörkum gegn einu í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í Egilshöll í gærkvöldi. Atli Viðar Björnsson og Ólafur Páll Snorrason skoruðu mörk FH en tvítugur piltur, Einar Óli Þorvarðarson, minnkaði muninn fyrir Valsmenn. Valur varð Reykjavíkurmeistari þar sem FH keppti sem gestalið í mótinu. 18.2.2005 00:01
Davis með forystu á Nissan-mótinu Brian Davis hefur forystu á Nissan-mótinu í golfi eftir fyrsta hring en mótið fer fram á Riviera-vellinum í Los Angeles. Davis lék á 6 höggum undir pari. Norður-Írinn Darren Clarke er annar, höggi á eftir, en hann fór holu í höggi á sjöttu braut. Clarke lék völlinn á 66 höggum eins og Englendingurinn Luke Donald og Bandaríkjamaðurinn Brett Quigley. 18.2.2005 00:01
Vill enska leikmenn í sínu liði Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Chelsea, segir að enskir leikmenn munu ávallt verða hluti af hans leikmannahópi og hann muni aldrei endurtaka þann leik sem Arsene Wenger hjá Arsenal lék um síðustu helgi þegar allur leikmannahópur hans var skipaður erlendum leikmönnum. 18.2.2005 00:01
Akinbiyi seldur Íslendingaliðið Stoke City hefur tekið tilboði Sheffield United í sína helstu stjörnu, framherjann Ade Akinbiyi sem gerði garðinn frægan með Leicester á sínum tíma. 18.2.2005 00:01
Vålerenga lagði Rosenborg Árni Gautur Arason og félagar hans í Vålerenga sigruðu Rosenborg 1-0 í Norðurlandadeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Árni Gautur stóð í marki Vålerenga sem hefur unnið alla fimm leiki sína og er komið áfram í keppninni. Djurgården er í neðsta sæti riðilsins en liðið tapaði 1-0 fyrir Esbjerg í gærkvöldi. Kári Árnason lék allan leikinn með Djurgården. 18.2.2005 00:01
Dómaralífið er enginn dans á rósum Það er ekki tekið út með sældinni að vera atvinnudómari. Mike McCurry, sem er dómari í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, tilkynnti nýlega að hann hefði fengið sinn skerf af morðhótunum í gegnum tíðina. 18.2.2005 00:01
Stjörnuhelgi NBA í fullum gangi Hin árlega Stjörnuhelgi NBA-körfuboltans fer fram um helgina en meðal dagskrárliða er þriggja stiga- og troðslukeppnin sem fram fara í kvöld. 18.2.2005 00:01
Dallas lagði Phoenix Tveir leikir voru í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Dallas sigraði Phoenix Suns með 119 stigum gegn 113 í Phoenix. Michael Finley skoraði 33 stig og Josh Howard 30 fyrir Dallas. Gamli félagi þeirra, Steve Nash, skoraði 19 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir Phoenix en stigahæstur var Amare Stoudamire með 31 stig. 18.2.2005 00:01
Ronaldo sektaður Stjórn Real Madrid hefur sektað Ronaldo fyrir að mæta seint á æfingu á miðvikudaginn. 18.2.2005 00:01
Romario aftur í landslið Brasilíu Gamla kempan Romario var valin í brasilíska landsliðið í knattspyrnu eftir fjögurra ára fjarveru. 18.2.2005 00:01
Higgins burstaði Hendry á Masters Skotinn John Higgins átti ekki í vandræðum með landa sinn Stephen Hendry á Masters-mótinu í ballskák sem fram fer í Lundúnum. 18.2.2005 00:01
Ferdinand vill hafa Keane áfram Rio Ferdinand vill að fyrirliðinn Roy Keane framlengi samning sinn við Manchester United en Ferdinand hefur sjálfur verið nefndur sem arftaki Keane sem fyrirliði. 18.2.2005 00:01
Djorkaeff í MLS Youri Djorkaeff, fyrrum heimsmeistari með franska landsliðinu, er að fara til New York/New Jersey Metrostars í bandarísku deildinni í knattspyrnu. Hinn 36 ára gamli framherji, og fyrrum leikmaður Monaco, PSG, Inter Milan, Kaiserslautern og Bolton, neitaði samningstilboðum frá Katar. 18.2.2005 00:01
Gerrard ánægður með Benitez Fyrirliði Liverpool, miðjunaglinn Steven Gerrard, hefur mikla trú á stjóra sínum, Rafael Benitez, og segir hann rétta manninn til að koma Liverpool aftur á meðal þeirra bestu. 18.2.2005 00:01
Nýtt heimsmet í stangastökki Jelena Isinbayeva frá Rússlandi bætti í kvöld eigið heimsmet í stangastökki kvenna innanhús er hún stökk 4,88 metra á móti á Englandi, en aðeins er vika síðan hún setti fyrra metið. Isinbayeva á einnig heimsmetið utanhús síðan á Ólympíuleikunum í Aþenu síðasta sumar, en þá stökk hún 4.91 metra. 18.2.2005 00:01
Stjarnan í Evrópukeppni Um helgina mun Stjarnan keppa 2 leiki við pólska liðið MKS Vitaral Jelfa í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Leikið er í Ásgarði og er frítt inn á báða leikina. 18.2.2005 00:01
Figo óttast ekki Juventus Luis Figo, sem brenndi af vítaspyrnu er Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, varði frá honum í 3-1 tapi Real Madrid gegn Juventus árið 2003 í Tórínó í Meistaradeild Evrópu, segir að Real Madrid séu sterkari aðilinn núna. 18.2.2005 00:01
Fram sigraði FH Þrír leikir fóru fram í 1.deild karla í handknattleik í kvöld. Toppleikur kvöldsins var á efa leikur FH og Fram í hafnafirði, en þar höfðu gestirnir betur með 24 mörkum gegn 23. Selfoss og Stjarnan gerðu 29-29 jafntefli og Grótta/KR vann Aftureldingu 27-25. 18.2.2005 00:01
Chelsea á eftir Joaquin Jose Mourinho hefur staðfest að Chelsea hafa talað við Real Betis um hugsanleg kaup á Jouqin, og sagði að félagið myndi hugsanlega kaupa kantmanninn í sumar. 18.2.2005 00:01
Hvar er varnarleikurinn Grindavík? Hvar er varnarleikurinn Grindvíkingar? Það er ekki von að körfuboltaáhugamenn spyrji sjálfan sig. Grindvíkingar hafa skorað 91,6 stig að meðaltali í leik og aðeins Fjölnismenn hafa skorað fleiri stig. Grindvíkingar hafa samt tapað fleiri leikjum en þeir hafa unnið og eru að berjast fyrir sæti sínu í úrslitakeppninni þangað sem þeir hafa komist síðastliðin tólf tímabil. 17.2.2005 00:01
Manchester Utd tekjuhæst Enska stórliðið Manchester United er tekjuhæsta knattspyrnulið í heimi. Tekjur félagsins námu 20 miljörðum króna tímabilið 2003 til 2004. Real Madrid kemur þar á eftir með 18,3 milljarða í tekjur og ítölsku risarnir í AC Milan eru í þriðja sæti með 17, 2 milljarða í tekjur. 17.2.2005 00:01
Aganefndin haldi trúverðugleika Það kom óneitanlega á óvart þegar Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndar HSÍ, viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann og kollegar hans í aganefndinni hefðu gert mistök þegar þeir dæmdu Roland Eradze, markvörð ÍBV, í átján daga bann fyrir að ganga berserksgang og ógna Gísla Hlyni Jóhannssyni, dómara leiks ÍR og ÍBV á laugardaginn. Karl var óvenju opinskár í viðtalinu og viðurkenndi að dómurinn hefði verið of vægur. 17.2.2005 00:01
Aganefnd HSÍ er algjörlega vanhæf Með dómi sínum í máli Rolands Vals Eradze sannaði aganefnd HSÍ að hún er algjörlega vanhæf og engan veginn fær um að sinna starfi sínu. Karl V. Jóhannsson, formaður nefndarinnar, játar það í raun sjálfur í viðtali við Fréttablaðið í gær. "Eftir á að hyggja fórum við of mjúkum höndum um Roland. Við komumst hins vegar að þessari niðurstöðu og henni verður ekki breytt," sagði Karl meðal annars í viðtalinu. 17.2.2005 00:01
Rooney gegn Everton á laugardaginn Wayne Rooney mun leggja leið sína á heimavöll síns gamla liðs, Everton, á laugardaginn. Það verður í fyrsta sinn sem það gerist eftir að Rooney sagði skilið við liðið og gerði samning við Manchester United á síðasta ári. 17.2.2005 00:01
Hræðileg tilfinning, segir Gretzky Kanadíska íshokkígoðið Wayne Gretzky, sem situr í framkvæmdastjórn Phoenix Coyotes í NHL-deildinni, telur að íþróttin hafi beðið mikinn hnekki með verkfallinu sem varð til þess að leiktíðin féll niður í vetur. 17.2.2005 00:01
Viktor Unnar hjá Ipswich Town Viktor Unnar Illugason úr 3. flokki Breiðabliks er til reynslu hjá enska félaginu Ipswich Town um þessar mundir. 17.2.2005 00:01
Haukar og Stjarnan skildu jöfn Í 1. deild kvenna í handknattleik gerðu Haukar og Stjarnan jafntefli, 27-27, í gær. Ramune Pekarskyte var markahæst í liði Hauka með 8 mörk og Kristín Guðmundsdóttir skoraði 6 fyrir Stjörnuna. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 30 stig en Stjarnan er í þriðja sæti með 19 stig. 17.2.2005 00:01
Grindavík marði Njarðvík Í 1. deild kvenna í körfuknattleik vann Grindavík Njarðvík, 49-46, í gær. Sólveig Gunnlaugsdóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 18 stig en hjá Njarðvík var Jamey Wustra öflug og skoraði 16 stig. Grindavík er í öðru sæti deildarinnar með 24 stig og Njarðvík í fimmta sæti með 20 stig. 17.2.2005 00:01