Sport

Áhorfendum óvenju heitt í hamsi

Enskir knattspyrnuáhorfendur voru heldur æstir um helgina en þrjú lið eiga von á refsingu vegna hegðunar áhorfenda eftir leiki helgarinnar. Lögreglan í Lancashire hefur handtekið 42 ára gamlan mann sem hljóp inn á völlinn í leik Burnley og Blackburn í ensku bikarkeppninni á laugardaginn en hann átti eitthvað vantalað við Robbie Savage leikmann Blackburn og ógnaði honum. Þá tókst tveimur öðrum áhorfendum að komast inn á völlinn fram hjá gæslu og lögreglu á Turf Moor heimavelli Burnley í aðskildum atvikum. Þá fékk Jean-Louis Valois leikmaður heimamanna hlut í höfuðið frá áhorfanda. Skýringuna á þessari óvenju ærslafullu hegðun manna á Turf Moore segja menn vera að leikir sem hefjast svona seint, 17.30  eins og á Turf Moore gefi fólki meiri tíma til að hella sig fullt af alkahóli og verði fyrir vikið óvenju víðáttuglatt.   Það voru þó alvarlegri atvik sem áttu sér stað á tveimur öðrum völlum í Englandi. Roy Carroll markvörður Manchestar United fékk mynt í höfuðið á Goodison Park þar sem bikarmeistararnir léku við Everton og er lögreglan með það mál til rannsóknar. 33 voru handteknir eftir leikinn og lögreglumenn slösuðust og hefur enska knattspyrnusambandið blásið til fundar vegna ofeldisláta helgarinnar. Á Celtic Park í Glasgow í Skotlandi var kveikjara hent í höfuð Fernando Ricksen leikmanns Glasgow Rangers sem unnu frækinn útisgur á Celtic.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×