Sport

Auður Sif náði Evrópulágmarki

Auður Sif Jónsdóttir Ægi setti í gær stúlknamet í 800 metra skriðsundi á gullmóti KR sem hófst í Laugardalnum í gær. Auður Sif synti á 9 mínútum, 26,59 sekúndum og náði lágmarki fyrir Evrópumeistaramót unglinga sem verður í Búdapest í sumar. Fjölmargir erlendir sundmenn taka þátt í mótinu, þar á meðal Mette Jakobsen frá Danmörku sem í mörg ár hefur verið ein besta sundkona Norðurlanda. Í kvöld klukkan 21.30 verður keppt í 50 metra flugsundi þar sem 8 bestu karlarnir og 8 bestu konurnar keppa með útsláttarfyrirkomulagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×