Breyttir tíma á Hlíðarenda 21. febrúar 2005 00:01 Valur er eitt sigursælasta knattspyrnufélag Íslands frá upphafi og hefur aðeins KR unnið fleiri Íslands- og bikarmeistaratitla samanlagt. Valsmenn hafa 19 sinnum orðið Íslandsmeistarar og 8 sinnum bikarmeistarar en síðasti áratugur hefur hins vegar verið algjörlega titlalaus, allt þar til Willum Þór Þórsson mætti á Hlíðarenda. Valsmenn hafa nefnilega byrjað tímabilið á besta hugsanlega hátt; unnið báða titlana sem hafa verið í boði, fyrst Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu í lok nóvember og svo Reykjavíkurmeistaratitilinn í síðustu viku. Valsmenn byrjuðu deildabikarinn líka vel um helgina, Sigurbjörn Hreiðarsson tryggði liðinu sigur á Grindavík, 1-0, í fyrsta leik og hvort sem það er sigurganga stelpnanna í félaginu sem hefur kveikt í karlpeningnum eða tilkoma Willums Þór Þórssonar í þjálfarastólinn er ljóst að Valsmenn eru loksins meistarar á ný. Titlarnir þykja kannski ekki stórir í samanburði við titlana tvo sem verða í boði í sumar en titill er alltaf titill, sérstaklega þegar biðin hefur verið jafnlöng og hjá Hlíðarendafélaginu. Þegar Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Valsmanna, tók við bikarnum fyrir sigur á Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu hafði enginn Valsmaður lyft bikar í 138 mánuði og 15 daga, allar götur síðan Sævar Jónsson tryggði Valsmönnum sigur í Meistarakeppni KSÍ í maí 1993 með tveimur mörkum í 2-1 sigri á ÍA og tók síðan við bikarnum í leikslok. Hálfu ári fyrr hafði Sævar lyft bikarnum fyrir sigur í bikarkeppninni, sem er síðasti stóri titill karlaliðs félagsins, en Valur vann þá KA 5-2 í úrslitaleik. Reykjavíkurmeistaratitilinn, sem Valsmenn tryggðu sér með sigri á erkifjendunum í KR í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum, er líka táknrænn þegar litið er á söguna, því síðast þegar Valsmenn urðu Reykjavíkurmeistarar fylgdu þeir því eftir með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn um haustið. Valsmenn unnu fimm Íslandsmeistaratitla á árunum 1976 til 1987 en frá því að Þorgrímur Þráinsson lyfti bikarnum í september 1987 hefur engum Valsmanni tekist að komast í tæri við Íslandsbikarinn góða. Nú er að sjá hvort velgengi Valsliðsins nái eitthvað fram á sumar eða einskorðist bara við vetrar- og vormótin. Íslenski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Valur er eitt sigursælasta knattspyrnufélag Íslands frá upphafi og hefur aðeins KR unnið fleiri Íslands- og bikarmeistaratitla samanlagt. Valsmenn hafa 19 sinnum orðið Íslandsmeistarar og 8 sinnum bikarmeistarar en síðasti áratugur hefur hins vegar verið algjörlega titlalaus, allt þar til Willum Þór Þórsson mætti á Hlíðarenda. Valsmenn hafa nefnilega byrjað tímabilið á besta hugsanlega hátt; unnið báða titlana sem hafa verið í boði, fyrst Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu í lok nóvember og svo Reykjavíkurmeistaratitilinn í síðustu viku. Valsmenn byrjuðu deildabikarinn líka vel um helgina, Sigurbjörn Hreiðarsson tryggði liðinu sigur á Grindavík, 1-0, í fyrsta leik og hvort sem það er sigurganga stelpnanna í félaginu sem hefur kveikt í karlpeningnum eða tilkoma Willums Þór Þórssonar í þjálfarastólinn er ljóst að Valsmenn eru loksins meistarar á ný. Titlarnir þykja kannski ekki stórir í samanburði við titlana tvo sem verða í boði í sumar en titill er alltaf titill, sérstaklega þegar biðin hefur verið jafnlöng og hjá Hlíðarendafélaginu. Þegar Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Valsmanna, tók við bikarnum fyrir sigur á Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu hafði enginn Valsmaður lyft bikar í 138 mánuði og 15 daga, allar götur síðan Sævar Jónsson tryggði Valsmönnum sigur í Meistarakeppni KSÍ í maí 1993 með tveimur mörkum í 2-1 sigri á ÍA og tók síðan við bikarnum í leikslok. Hálfu ári fyrr hafði Sævar lyft bikarnum fyrir sigur í bikarkeppninni, sem er síðasti stóri titill karlaliðs félagsins, en Valur vann þá KA 5-2 í úrslitaleik. Reykjavíkurmeistaratitilinn, sem Valsmenn tryggðu sér með sigri á erkifjendunum í KR í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum, er líka táknrænn þegar litið er á söguna, því síðast þegar Valsmenn urðu Reykjavíkurmeistarar fylgdu þeir því eftir með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn um haustið. Valsmenn unnu fimm Íslandsmeistaratitla á árunum 1976 til 1987 en frá því að Þorgrímur Þráinsson lyfti bikarnum í september 1987 hefur engum Valsmanni tekist að komast í tæri við Íslandsbikarinn góða. Nú er að sjá hvort velgengi Valsliðsins nái eitthvað fram á sumar eða einskorðist bara við vetrar- og vormótin.
Íslenski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira