Fleiri fréttir Woods vann Buick-mótið Tiger Woods bar sigur úr býtum á Buick-mótinu sem lauk í fyrradag. Woods lék síðasta hringinn á 68 höggum og seig fram úr Tom Lehman sem var þremur höggum á eftir í öðru sæti. 24.1.2005 00:01 Slóvenar eru brothættir Íslenska handboltalandsliðið spilar sinn annan leik á HM í Túnis í dag og andstæðingarnir að þessu sinni eru Slóvenar. Þeir nældu í silfurverðlaun á EM fyrir ári síðan en eftir það mót hefur byrjað að halla undan fæti. 24.1.2005 00:01 Svíar hlógu að Áströlum Svíar eru gapandi hissa á því að lið eins og Ástralía skuli vera þátttakandi í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta í Túnis. Svíar burstuðu Ástralíu 49-16 í C-riðli en þetta er stærsti sigur Svía á HM frá upphafi og gátu leikmenn Svía ekki annað en hlegið í leikslok. 24.1.2005 00:01 Eagles og Patriots í Superbowl Philadelpha Eagles og New England Patriots mætast í úrslitaleik ameríska fótboltans, Superbowl, eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins. 24.1.2005 00:01 Hewitt í fjórðungsúrslit Ástralinn Lleyton Hewitt komst í fjórðungsúrslit á Opna ástralska tennismótinu í morgun í fyrsta sinn þegar hann lagði spænska táninginn Rafael Nadal með þremur settum gegn tveimur: 7-5, 3-6, 1-6, 7-6 og 6-2. 24.1.2005 00:01 Jafntefli hjá Víkingi og Þrótti Víkingur og Þróttur gerðu jafntefli, 2-2, á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöld. Daníel Hjaltason Elmar Dan Sigþórsson skoruðu mörk Víkings en Davíð Logi Gunnarsson og Daníel Hafliðason mörk Þróttara. 24.1.2005 00:01 Real sigraði Mallorca Real Madrid sigraði Mallorca 3-1 í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Luis Figo, Walter Samuel og Santiago Solari skoruðu mörk Madrídinga sem eru sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Þá vann Roma Fiorentina 2-1 í ítölsku deildinni. Vincenzo Montella skoraði sigurmark Roma, 17. mark hans á leiktíðinni. 24.1.2005 00:01 Phoenix á sigurbraut á ný Þrátt fyrir þjálfaraskiptin um helgina töpuðu New York Knicks fyrir Milwaukee Bucks 101-96 í NBA-deildinni en þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Herb Williams. Eftir sex tapleiki í röð komst Phoenix á sigurbraut á ný með því að sigra New Jersey Nets 113-105. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix og Steve Nash 30. 24.1.2005 00:01 Montoya tjáir sig um Ferrari Ákvörðun Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum að vígja ekki nýja 2005 Ferrari bílinn fyrr en á fimmta móti gæti komið liðinu afar illa. 24.1.2005 00:01 Tríóið sem tékkaði sig inn Það voru margir samverkandi þættir sem gerðu það að verkum að íslenska liðið náði ævintýralegu jafntefli gegn Tékkum á sunnudag. 24.1.2005 00:01 Snorri á förum frá Großwallstadt Þýska handknattleiksliðið Großwallstadt mun ekki framlengja samning sinn við Snorra Stein Guðjónsson sem leikur nú sitt annað tímabil með liðinu. Sama á við um tvo aðra leikmenn liðsins sem tilkynnti þetta með fréttatilkynningu í dag en í henni kemur einnig fram að þjálfaraskipti standi fyrir dyrum. 24.1.2005 00:01 32 marka sigur á Áströlum Spánverjar sigruðu Ástrali með 32 marka mun, 19-51, á HM í handbolta í Túnis í dag en liðin leika í C-riðli. Króatar unnu öruggan sigur á Japan í sama riðli, 25-34 og Svíar lögðu rétt í þessu Argentínumenn, 23-30 en þetta er önnur umferð riðilsins. Í D-riðli Unnu Egyptar sigur á Serbíu og Svartfjallalandi og Þjóðverjar lögðu Brasilíu. 24.1.2005 00:01 Arsenal losar sig við Pennant Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal hefur losað sig við knattspyrnumanninn Jermaine Pennant og lánað hann til Birmingham út tímabilið. Pennant var gripinn af lögreglunni á sunnudagsmorgun vegna ölvunaraksturs og er það í annað sinn á innan við ári sem leikmaðurinn verður uppvís að slíku athæfi. Þjálfarar og stjórn Arsenal hafa fengið nóg af hegðun miðjumannsins. 24.1.2005 00:01 Diouf tryggði Bolton sigur Vandræðabarnið El Hadji Diouf var hetja Bolton í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 0-1 útisigri á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Markið skoraði Senegalinn á 77. mínútu úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Með sigrinum komst Bolton í 9. sæti deildarinnar. 24.1.2005 00:01 Hreiðar og Ingimundur hvíla í dag Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í handbolta tilkynnti það skömmu fyrir hádegi í dag hvaða tveir leikmenn hvíla í leiknum gegn Tékkum í dag. Markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson úr ÍR og Ingimundur Ingimundarson verða fyrstu leikmennirnir til að sitja hjá en alls mega fjórtán leikmenn vera á skýrslu í hverjum leik. 23.1.2005 00:01 Silja nær lágmarki fyrir EM Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, varð í 4. sæti í 400 metra hlaupi á móti í Clemson í Bandaríkjunum í gær. Hún hljóp á 54,17 sekúndum og náði lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið innanhúss. Silja var einnig í boðhlaupssveit Clemson-háskóla sem varð í 3. sæti í 400 metra hlaupi. Silja hljóp sprettinn á 54,22 sekúndum. 23.1.2005 00:01 Pårson best í Slóveníu Anja Pårson frá Svíþjóð sigraði nú áðan í svigi heimsbikarkeppninnar á skíðum í Maribor í Slóveníu. Janica Kostelic frá Króatíu varð önnur og finnska stúlkan Tania Poutianen þriðja. 23.1.2005 00:01 Agassi kominn í 8 manna úrslit Bandaríkjamaðurinn Andre Agassi komst í morgun í 8 manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis þegar hann sigraði Svíann Joachim Johansson. Johansson vann fyrsta settið en Agassi þrjú þau næstu. Hann mætir Svisslendingnum Roger Federer í 8 manna úrslitum en Federer vann auðveldan sigur á Marcos Baghdatis frá Kýpur. 23.1.2005 00:01 Woods og Lehman með forystu Bandaríkjamennirnir Tiger Woods og Tom Lehman hafa forystu á Buick-mótinu í golfi í San Diego í Kaliforníu. Vegna þoku var ekki hægt að ljúka keppni í gær. Woods náði aðeins að ljúka 5 holum í gær en Lehman 4. Jafnir í þriðja sæti eru Englendingurinn Luke Donald og Ástralinn Peter Lonard, þremur höggum á eftir þeim Woods og Lehman. 23.1.2005 00:01 Vika í miðasölu á HM2006 Mánudagurinn 24. janúar 2005 er rauður dagur í dagatali knattspyrnuunnenda um allan heim. Á morgun verða gefnar út allar upplýsingar um miðasölu sem hefst 1. febrúar n.k. á leiki í heimsmeistarakeppninni sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Allur undirbúningur skipuleggjenda er á áætlun og er reiknað með að samanlagður sætafjöldi á öllum leikjum keppninnar verði 3.2 milljónir talsins. 23.1.2005 00:01 Þórarinn á bekknum hjá Aberdeen Keflvíkingurinn Þórarinn Kristjánsson er á varamannabekk Aberdeen sem er undir á heimavelli, 1-2 gegn Glasgow Rangers í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Rangers komust yfir á 9. mínútu með marki Dado Prso. 23.1.2005 00:01 Undanúrslit NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið leika til úrslita í Superbowl úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum sem fram fer í Jacksonville í Flórída sunnudaginn 6. febrúar n.k. Stemningin er heldur betur að magnast í Bandaríkjunum fyrir undanúrslitin í kvöld enda er Superbowl leikurinn sjálfur sá íþróttaviðburður sem fær mesta sjónvarpsáhorfið þar hvert ár. 23.1.2005 00:01 Hverjir mæta Fjölni í úrslitunum? Í kvöld fer fram síðari leikur undanúrslita bikarkeppni karla í körfubolta hér heima en þá tekur Breiðablik á móti Njarðvík og hefst leikurinn kl. 19.15. Fjölnismenn tryggðu sér farseðilinn í úralitaleikinn í gær þegar liðið sló út Hamar/Selfoss á útivelli, 100-110. Einn leikur átti að fara fram í undanúrslitum kvenna í dag en honum hefur verið frestað. 23.1.2005 00:01 Þórarinn fékk 26 mín. gegn Rangers Þórarinn Kristjánsson lék síðustu 26 mínúturnar með Aberdeen sem tapaði á heimavelli, 1-2 fyrir Glasgow Rangers í skosku knattspyrnunni í dag. Þórarinn kom inn á eftir 68 mínútur fyrir Noel Whelan en náði ekki að setja mark sitt á leikinn fyrir utan aukaspyrnu sem hann fiskaði um einni mínútu eftir að hann kom inn á. 23.1.2005 00:01 Ísland 6 mörkum undir gegn Tékkum Ísland er 6 mörkum undir gegn Tékkum, 20-14 í hálfleik í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem fram fer í Túnis. Ólafur Stefánsson er markahæstur Íslendinga með 6 mörk og hefur Roland Eradze varið 10 skot í fyrri hálfleik. Tékkar komust mest í 7 marka forystu, 17-10. 23.1.2005 00:01 Þýskt dómarahneyksli viðurkennt Þýska knattspyrnusambandið greindi frá því í fyrradag að dómarinn Robert Hoyzer hafi sagt starfi sínu lausu eftir að hafa viðurkennt fyrir stjórn sambandsins að hann hafi hagrætt úrslitum í leik milli Hamburg SV og Paderborn í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar sem fram fór 21. ágúst sl. 23.1.2005 00:01 Þjálfari Jóns Arnórs rekinn? Áhangendur Dynamo St. Petersburg, liðs Jóns Arnórs Stefánssonar í rússnesku deildinni í körfuknattleik, eru áhyggjufullir yfir gengi liðsins um þessar mundir. 23.1.2005 00:01 Ekkert stoppar mig, segir Wenger Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að ekkert fái sig stöðvað í að segja hvað sér í brjósti búi. 23.1.2005 00:01 Fá ekki að spila góðgerðarleik Franska meistaraliðið Olympique Lyon ætlar ekki að leyfa Juninho, Chris og Michael Essien að taka þátt í góðgerðarleiknum sem fram fer á vegum FIFA og UEFA á Nou Camp-leikvanginum í Barcelona 15. febrúar nk. 23.1.2005 00:01 Dramatískt jafntefli gegn Tékkum Ísland náði jafntefli gegn Tékkum, 34-34 í hreint út sagt ótrúlega dramatískum leik á HM í handbolta í Túnis nú síðdegis. Staðan í hálfleik var 20-14 fyrir Tékka sem náðu svo mest 9 marka forskoti um miðjan síðari hálfleik, 29-20. Þá tóku Íslendingar leikinn í sínar hendur og skoruðu 14 mörk á móti 5 mörkum Tékkanna. Ólafur Stefánsson var markahæstur Íslands með 11 mörk en hann skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítaskoti, 10 sekúndum fyrir leikslok. 23.1.2005 00:01 James með aðra þrefalda tvennu LeBron James náði sér í þrefalda tvennu þegar lið hans, Cleveland Cavaliers, lagði Golden State Warriors á útivelli, 105-87, í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt 23.1.2005 00:01 Jazz og Pistons skipta á mönnum Utah Jazz og Detroit Pistons skiptust á leikmönnum í síðustu viku þegar miðherjinn Elden Campbell fór til Jazz í staðinn fyrir bakvörðinn Carlos Arroyo. 23.1.2005 00:01 Juventus í 5 stiga forskot Juventus náði að auka forystu sína í 5 stig á toppi ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í dag eftir 2-0 sigur á Brescia því á sama tíma tapaði AC Milan óvænt á útivelli fyrir Livorno, 1-0. Udinese sem er í 3. sæti og 8 stigum á eftir Milan tapaði einnig óvænt á heimavelli fyrir Reggina, 0-2. 23.1.2005 00:01 Arsenal aftur í 2. sætið Arsenal endurheimti 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með 1-0 sigri á Newcastle en þetta var eini leikurinn í deildinni í dag. Dennis Bergkamp skoraði eina mark leiksins á 19. mínútu en sigurinn þykir sanngjarn og átti Shay Given markvörður Newcastle sannkallaðan stjörnuleik í markinu. 23.1.2005 00:01 Hafði mikil áhrif á ákvörðun mína Dynamo St. Petersburg, lið Jóns Arnórs Stefánssonar í rússnesku úrvalsdeildinni í körfuknattleik, tryggði sér efsta sætið í Evrópudeildinni á dögunum og er taplaust það sem af er. 23.1.2005 00:01 Stefán Þórðarson til Norrköping Skagamaðurinn Stefán Þórðarson skrifaði í gær undir samning við sænska 1. deildarliðið Norrköping. 23.1.2005 00:01 Of fáir að skora mörkin Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, mun skoða íslenska landsliðið á HM og segja álit sitt í Fréttablaðinu. 23.1.2005 00:01 Karakter að mínu skapi Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var einbeittur eftir leik og greinilega enn að jafna sig eftir átökin en hann var ansi líflegur á lokakaflanum. 23.1.2005 00:01 Leið ekki vel í lokin Arnór Atlason var bæði hetja og skúrkur í þessum leik. Hann klúðraði tveim góðum færum á lokakaflanum en fiskaði síðan vítið mikilvæga undir lokin. Honum var augljóslega létt í leikslok. 23.1.2005 00:01 Sýndum úr hverju við erum gerðir "Þetta var bomba en við vissum vel að gætum þetta," sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem hafði óvenju hljótt um sig að þessu sinni. 23.1.2005 00:01 Sættum okkur við stigið Birkir Ívar Guðmundsson kom í íslenska markið um miðjan síðari hálfleik og frábær frammistaða hans átti stóran þátt í því að íslenska liðið jafnaði leikinn. 23.1.2005 00:01 Það er karakter í liðinu Lokakaflinn í leik Íslands og Tékklands á HM í Túnis í gær minnti um margt á gömlu góðu tímana. Þá sást barátta og kjarkur sem hefur verið sárt saknað hjá landsliðinu í nokkurn tíma. Með viljann að vopni snéri íslenska liðið töpuðum leik sér í hag og nældi í jafntefli, 34-34. Með örlítilli heppni hefði liðið hreinlega getað unnið leikinn. 23.1.2005 00:01 Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar eftir sigur á 1. deildarliði Breiðabliks, 113-76. Brenton Birmingham var stigahæstur Njarðvíkinga með 22 stig og Páll Kristinsson gerði 17 stig. Njaðrðvíkingar mæta Fjölnismönnum í úrslitaleiknum sem fer fram í Laugardalshöll 13. febrúar n.k. 23.1.2005 00:01 Rússar og Slóvenar unnu Leikjunum í B-riðli Íslands á HM í handbolta í Túnis er nú lokið. Rússar sigruðu Alsír, 28-22 og Slóvenar völtuðu yfir Kúvæt, 34-17. Eins og fram hefur komið gerðu Ísland og Tékkland jafntefli fyrr í dag, 34-34 og eru því jöfn í 3.-4. sæti eftir fyrstu umferð með eitt stig. Slóvenía er efst með 2 stig, Rússar í öðru sæti. 23.1.2005 00:01 Kvennaleikar settir í Teheran Fyrstu íþróttaleikar íslamskra og asískra kvenna voru settir í Teheran, höfuðborg Írans í gær. Íranskar konur gengu kringum eftirlíkingu af Kaaba, heilögum stað Múslima í Sádi-Arabíu. Gangan var hluti af opnunarhátíð fyrstu íþróttaleika kvenna frá höfuðborgum íslamskra og asískra landa sem haldin er í Teheran í Íran. 23.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Woods vann Buick-mótið Tiger Woods bar sigur úr býtum á Buick-mótinu sem lauk í fyrradag. Woods lék síðasta hringinn á 68 höggum og seig fram úr Tom Lehman sem var þremur höggum á eftir í öðru sæti. 24.1.2005 00:01
Slóvenar eru brothættir Íslenska handboltalandsliðið spilar sinn annan leik á HM í Túnis í dag og andstæðingarnir að þessu sinni eru Slóvenar. Þeir nældu í silfurverðlaun á EM fyrir ári síðan en eftir það mót hefur byrjað að halla undan fæti. 24.1.2005 00:01
Svíar hlógu að Áströlum Svíar eru gapandi hissa á því að lið eins og Ástralía skuli vera þátttakandi í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta í Túnis. Svíar burstuðu Ástralíu 49-16 í C-riðli en þetta er stærsti sigur Svía á HM frá upphafi og gátu leikmenn Svía ekki annað en hlegið í leikslok. 24.1.2005 00:01
Eagles og Patriots í Superbowl Philadelpha Eagles og New England Patriots mætast í úrslitaleik ameríska fótboltans, Superbowl, eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins. 24.1.2005 00:01
Hewitt í fjórðungsúrslit Ástralinn Lleyton Hewitt komst í fjórðungsúrslit á Opna ástralska tennismótinu í morgun í fyrsta sinn þegar hann lagði spænska táninginn Rafael Nadal með þremur settum gegn tveimur: 7-5, 3-6, 1-6, 7-6 og 6-2. 24.1.2005 00:01
Jafntefli hjá Víkingi og Þrótti Víkingur og Þróttur gerðu jafntefli, 2-2, á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöld. Daníel Hjaltason Elmar Dan Sigþórsson skoruðu mörk Víkings en Davíð Logi Gunnarsson og Daníel Hafliðason mörk Þróttara. 24.1.2005 00:01
Real sigraði Mallorca Real Madrid sigraði Mallorca 3-1 í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Luis Figo, Walter Samuel og Santiago Solari skoruðu mörk Madrídinga sem eru sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Þá vann Roma Fiorentina 2-1 í ítölsku deildinni. Vincenzo Montella skoraði sigurmark Roma, 17. mark hans á leiktíðinni. 24.1.2005 00:01
Phoenix á sigurbraut á ný Þrátt fyrir þjálfaraskiptin um helgina töpuðu New York Knicks fyrir Milwaukee Bucks 101-96 í NBA-deildinni en þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Herb Williams. Eftir sex tapleiki í röð komst Phoenix á sigurbraut á ný með því að sigra New Jersey Nets 113-105. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix og Steve Nash 30. 24.1.2005 00:01
Montoya tjáir sig um Ferrari Ákvörðun Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum að vígja ekki nýja 2005 Ferrari bílinn fyrr en á fimmta móti gæti komið liðinu afar illa. 24.1.2005 00:01
Tríóið sem tékkaði sig inn Það voru margir samverkandi þættir sem gerðu það að verkum að íslenska liðið náði ævintýralegu jafntefli gegn Tékkum á sunnudag. 24.1.2005 00:01
Snorri á förum frá Großwallstadt Þýska handknattleiksliðið Großwallstadt mun ekki framlengja samning sinn við Snorra Stein Guðjónsson sem leikur nú sitt annað tímabil með liðinu. Sama á við um tvo aðra leikmenn liðsins sem tilkynnti þetta með fréttatilkynningu í dag en í henni kemur einnig fram að þjálfaraskipti standi fyrir dyrum. 24.1.2005 00:01
32 marka sigur á Áströlum Spánverjar sigruðu Ástrali með 32 marka mun, 19-51, á HM í handbolta í Túnis í dag en liðin leika í C-riðli. Króatar unnu öruggan sigur á Japan í sama riðli, 25-34 og Svíar lögðu rétt í þessu Argentínumenn, 23-30 en þetta er önnur umferð riðilsins. Í D-riðli Unnu Egyptar sigur á Serbíu og Svartfjallalandi og Þjóðverjar lögðu Brasilíu. 24.1.2005 00:01
Arsenal losar sig við Pennant Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal hefur losað sig við knattspyrnumanninn Jermaine Pennant og lánað hann til Birmingham út tímabilið. Pennant var gripinn af lögreglunni á sunnudagsmorgun vegna ölvunaraksturs og er það í annað sinn á innan við ári sem leikmaðurinn verður uppvís að slíku athæfi. Þjálfarar og stjórn Arsenal hafa fengið nóg af hegðun miðjumannsins. 24.1.2005 00:01
Diouf tryggði Bolton sigur Vandræðabarnið El Hadji Diouf var hetja Bolton í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 0-1 útisigri á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Markið skoraði Senegalinn á 77. mínútu úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Með sigrinum komst Bolton í 9. sæti deildarinnar. 24.1.2005 00:01
Hreiðar og Ingimundur hvíla í dag Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í handbolta tilkynnti það skömmu fyrir hádegi í dag hvaða tveir leikmenn hvíla í leiknum gegn Tékkum í dag. Markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson úr ÍR og Ingimundur Ingimundarson verða fyrstu leikmennirnir til að sitja hjá en alls mega fjórtán leikmenn vera á skýrslu í hverjum leik. 23.1.2005 00:01
Silja nær lágmarki fyrir EM Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, varð í 4. sæti í 400 metra hlaupi á móti í Clemson í Bandaríkjunum í gær. Hún hljóp á 54,17 sekúndum og náði lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið innanhúss. Silja var einnig í boðhlaupssveit Clemson-háskóla sem varð í 3. sæti í 400 metra hlaupi. Silja hljóp sprettinn á 54,22 sekúndum. 23.1.2005 00:01
Pårson best í Slóveníu Anja Pårson frá Svíþjóð sigraði nú áðan í svigi heimsbikarkeppninnar á skíðum í Maribor í Slóveníu. Janica Kostelic frá Króatíu varð önnur og finnska stúlkan Tania Poutianen þriðja. 23.1.2005 00:01
Agassi kominn í 8 manna úrslit Bandaríkjamaðurinn Andre Agassi komst í morgun í 8 manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis þegar hann sigraði Svíann Joachim Johansson. Johansson vann fyrsta settið en Agassi þrjú þau næstu. Hann mætir Svisslendingnum Roger Federer í 8 manna úrslitum en Federer vann auðveldan sigur á Marcos Baghdatis frá Kýpur. 23.1.2005 00:01
Woods og Lehman með forystu Bandaríkjamennirnir Tiger Woods og Tom Lehman hafa forystu á Buick-mótinu í golfi í San Diego í Kaliforníu. Vegna þoku var ekki hægt að ljúka keppni í gær. Woods náði aðeins að ljúka 5 holum í gær en Lehman 4. Jafnir í þriðja sæti eru Englendingurinn Luke Donald og Ástralinn Peter Lonard, þremur höggum á eftir þeim Woods og Lehman. 23.1.2005 00:01
Vika í miðasölu á HM2006 Mánudagurinn 24. janúar 2005 er rauður dagur í dagatali knattspyrnuunnenda um allan heim. Á morgun verða gefnar út allar upplýsingar um miðasölu sem hefst 1. febrúar n.k. á leiki í heimsmeistarakeppninni sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Allur undirbúningur skipuleggjenda er á áætlun og er reiknað með að samanlagður sætafjöldi á öllum leikjum keppninnar verði 3.2 milljónir talsins. 23.1.2005 00:01
Þórarinn á bekknum hjá Aberdeen Keflvíkingurinn Þórarinn Kristjánsson er á varamannabekk Aberdeen sem er undir á heimavelli, 1-2 gegn Glasgow Rangers í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Rangers komust yfir á 9. mínútu með marki Dado Prso. 23.1.2005 00:01
Undanúrslit NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið leika til úrslita í Superbowl úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum sem fram fer í Jacksonville í Flórída sunnudaginn 6. febrúar n.k. Stemningin er heldur betur að magnast í Bandaríkjunum fyrir undanúrslitin í kvöld enda er Superbowl leikurinn sjálfur sá íþróttaviðburður sem fær mesta sjónvarpsáhorfið þar hvert ár. 23.1.2005 00:01
Hverjir mæta Fjölni í úrslitunum? Í kvöld fer fram síðari leikur undanúrslita bikarkeppni karla í körfubolta hér heima en þá tekur Breiðablik á móti Njarðvík og hefst leikurinn kl. 19.15. Fjölnismenn tryggðu sér farseðilinn í úralitaleikinn í gær þegar liðið sló út Hamar/Selfoss á útivelli, 100-110. Einn leikur átti að fara fram í undanúrslitum kvenna í dag en honum hefur verið frestað. 23.1.2005 00:01
Þórarinn fékk 26 mín. gegn Rangers Þórarinn Kristjánsson lék síðustu 26 mínúturnar með Aberdeen sem tapaði á heimavelli, 1-2 fyrir Glasgow Rangers í skosku knattspyrnunni í dag. Þórarinn kom inn á eftir 68 mínútur fyrir Noel Whelan en náði ekki að setja mark sitt á leikinn fyrir utan aukaspyrnu sem hann fiskaði um einni mínútu eftir að hann kom inn á. 23.1.2005 00:01
Ísland 6 mörkum undir gegn Tékkum Ísland er 6 mörkum undir gegn Tékkum, 20-14 í hálfleik í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem fram fer í Túnis. Ólafur Stefánsson er markahæstur Íslendinga með 6 mörk og hefur Roland Eradze varið 10 skot í fyrri hálfleik. Tékkar komust mest í 7 marka forystu, 17-10. 23.1.2005 00:01
Þýskt dómarahneyksli viðurkennt Þýska knattspyrnusambandið greindi frá því í fyrradag að dómarinn Robert Hoyzer hafi sagt starfi sínu lausu eftir að hafa viðurkennt fyrir stjórn sambandsins að hann hafi hagrætt úrslitum í leik milli Hamburg SV og Paderborn í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar sem fram fór 21. ágúst sl. 23.1.2005 00:01
Þjálfari Jóns Arnórs rekinn? Áhangendur Dynamo St. Petersburg, liðs Jóns Arnórs Stefánssonar í rússnesku deildinni í körfuknattleik, eru áhyggjufullir yfir gengi liðsins um þessar mundir. 23.1.2005 00:01
Ekkert stoppar mig, segir Wenger Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að ekkert fái sig stöðvað í að segja hvað sér í brjósti búi. 23.1.2005 00:01
Fá ekki að spila góðgerðarleik Franska meistaraliðið Olympique Lyon ætlar ekki að leyfa Juninho, Chris og Michael Essien að taka þátt í góðgerðarleiknum sem fram fer á vegum FIFA og UEFA á Nou Camp-leikvanginum í Barcelona 15. febrúar nk. 23.1.2005 00:01
Dramatískt jafntefli gegn Tékkum Ísland náði jafntefli gegn Tékkum, 34-34 í hreint út sagt ótrúlega dramatískum leik á HM í handbolta í Túnis nú síðdegis. Staðan í hálfleik var 20-14 fyrir Tékka sem náðu svo mest 9 marka forskoti um miðjan síðari hálfleik, 29-20. Þá tóku Íslendingar leikinn í sínar hendur og skoruðu 14 mörk á móti 5 mörkum Tékkanna. Ólafur Stefánsson var markahæstur Íslands með 11 mörk en hann skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítaskoti, 10 sekúndum fyrir leikslok. 23.1.2005 00:01
James með aðra þrefalda tvennu LeBron James náði sér í þrefalda tvennu þegar lið hans, Cleveland Cavaliers, lagði Golden State Warriors á útivelli, 105-87, í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt 23.1.2005 00:01
Jazz og Pistons skipta á mönnum Utah Jazz og Detroit Pistons skiptust á leikmönnum í síðustu viku þegar miðherjinn Elden Campbell fór til Jazz í staðinn fyrir bakvörðinn Carlos Arroyo. 23.1.2005 00:01
Juventus í 5 stiga forskot Juventus náði að auka forystu sína í 5 stig á toppi ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í dag eftir 2-0 sigur á Brescia því á sama tíma tapaði AC Milan óvænt á útivelli fyrir Livorno, 1-0. Udinese sem er í 3. sæti og 8 stigum á eftir Milan tapaði einnig óvænt á heimavelli fyrir Reggina, 0-2. 23.1.2005 00:01
Arsenal aftur í 2. sætið Arsenal endurheimti 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með 1-0 sigri á Newcastle en þetta var eini leikurinn í deildinni í dag. Dennis Bergkamp skoraði eina mark leiksins á 19. mínútu en sigurinn þykir sanngjarn og átti Shay Given markvörður Newcastle sannkallaðan stjörnuleik í markinu. 23.1.2005 00:01
Hafði mikil áhrif á ákvörðun mína Dynamo St. Petersburg, lið Jóns Arnórs Stefánssonar í rússnesku úrvalsdeildinni í körfuknattleik, tryggði sér efsta sætið í Evrópudeildinni á dögunum og er taplaust það sem af er. 23.1.2005 00:01
Stefán Þórðarson til Norrköping Skagamaðurinn Stefán Þórðarson skrifaði í gær undir samning við sænska 1. deildarliðið Norrköping. 23.1.2005 00:01
Of fáir að skora mörkin Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, mun skoða íslenska landsliðið á HM og segja álit sitt í Fréttablaðinu. 23.1.2005 00:01
Karakter að mínu skapi Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var einbeittur eftir leik og greinilega enn að jafna sig eftir átökin en hann var ansi líflegur á lokakaflanum. 23.1.2005 00:01
Leið ekki vel í lokin Arnór Atlason var bæði hetja og skúrkur í þessum leik. Hann klúðraði tveim góðum færum á lokakaflanum en fiskaði síðan vítið mikilvæga undir lokin. Honum var augljóslega létt í leikslok. 23.1.2005 00:01
Sýndum úr hverju við erum gerðir "Þetta var bomba en við vissum vel að gætum þetta," sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem hafði óvenju hljótt um sig að þessu sinni. 23.1.2005 00:01
Sættum okkur við stigið Birkir Ívar Guðmundsson kom í íslenska markið um miðjan síðari hálfleik og frábær frammistaða hans átti stóran þátt í því að íslenska liðið jafnaði leikinn. 23.1.2005 00:01
Það er karakter í liðinu Lokakaflinn í leik Íslands og Tékklands á HM í Túnis í gær minnti um margt á gömlu góðu tímana. Þá sást barátta og kjarkur sem hefur verið sárt saknað hjá landsliðinu í nokkurn tíma. Með viljann að vopni snéri íslenska liðið töpuðum leik sér í hag og nældi í jafntefli, 34-34. Með örlítilli heppni hefði liðið hreinlega getað unnið leikinn. 23.1.2005 00:01
Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar eftir sigur á 1. deildarliði Breiðabliks, 113-76. Brenton Birmingham var stigahæstur Njarðvíkinga með 22 stig og Páll Kristinsson gerði 17 stig. Njaðrðvíkingar mæta Fjölnismönnum í úrslitaleiknum sem fer fram í Laugardalshöll 13. febrúar n.k. 23.1.2005 00:01
Rússar og Slóvenar unnu Leikjunum í B-riðli Íslands á HM í handbolta í Túnis er nú lokið. Rússar sigruðu Alsír, 28-22 og Slóvenar völtuðu yfir Kúvæt, 34-17. Eins og fram hefur komið gerðu Ísland og Tékkland jafntefli fyrr í dag, 34-34 og eru því jöfn í 3.-4. sæti eftir fyrstu umferð með eitt stig. Slóvenía er efst með 2 stig, Rússar í öðru sæti. 23.1.2005 00:01
Kvennaleikar settir í Teheran Fyrstu íþróttaleikar íslamskra og asískra kvenna voru settir í Teheran, höfuðborg Írans í gær. Íranskar konur gengu kringum eftirlíkingu af Kaaba, heilögum stað Múslima í Sádi-Arabíu. Gangan var hluti af opnunarhátíð fyrstu íþróttaleika kvenna frá höfuðborgum íslamskra og asískra landa sem haldin er í Teheran í Íran. 23.1.2005 00:01