Sport

Montoya tjáir sig um Ferrari

Ákvörðun Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum að vígja ekki nýja 2005 Ferrari bílinn fyrr en á fimmta móti gæti komið liðinu afar illa. Þetta fullyrti Juan Pablo Montoya, ökumaður hjá McClaren í viðtali fyrir skömmu en öll hin liðin munu mæta með nýjan bíl til leiks strax á fyrsta móti. "Ferrarimenn vita að hverju þeir ganga með gamla bílinn. Stóra spurningin er hvar er liðið statt varðandi hraða í samanburði við hin," sagði Montoya sem kynnti nýja McClaren-bílinn í Barcelona í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×