Sport

Undanúrslit NFL í kvöld

Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið leika til úrslita í Superbowl úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum sem fram fer í Jacksonville í Flórída sunnudaginn 6. febrúar n.k. Stemningin er heldur betur að magnast í Bandaríkjunum fyrir undanúrslitin í kvöld enda er Superbowl leikurinn sjálfur sá íþróttaviðburður sem fær mesta sjónvarpsáhorfið þar hvert ár. Philadelphia Eagles taka á móti Atlanta Falcons og eru heimamenn taldir sigurstranglegri. Yfir 30 cm snjór féll í snjóstormi í Philadelphia í gær laugardag og hafa á fjórða hundrað starfsmanna Lincoln Financial leikvangsins þar í borg verið að ryðja völlinn fyrir leikinn.  Í 8 liða úrslitum vann Philadelphia sannfærandi sigur á Minnesota Vikings og Atlanta rótburstaði St. Louis. Í síðari leik undanúrslitanna í kvöld taka Pittsburgh Steelers á móti New England Patriots og eru heimamenn þar einnig taldir sigurstranglegri. Í 8 liða úrslitum vann Pittsburgh nauman sigur á New York Jets eftir framlengingu en New England lagði Indianapolis Colts örugglega. Leikirnir verða báðir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst fyrri leikurinn kl. 20.00 en sá síðari kl. 23.00.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×