Sport

Stefán Þórðarson til Norrköping

Skagamaðurinn Stefán Þórðarson skrifaði í gær undir samning við sænska 1. deildarliðið Norrköping. Stefán hefur leikið með Skagamönnum undanfarin tvö tímabil en var samningslaus nú um áramótin. Stefán hefur mikla reynslu úr atvinnumennskunni en hann hefur áður leikið með sænska liðinu Öster, norsku liðunum Brann og Kongsvinger, þýska liðinu Uerdingen og enska liðinu Stoke. Stefán skrifaði undir þriggja ára samning við sænska liðið og fer út fljótlega. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði ekki verið með hugann við að fara út á nýjan leik. "Ég ákvað hins vegar að skoða möguleikann á því eftir að konan mín ákvað að fara út í nám og þetta smellpassar fyrir okkur," sagði Stefán. Hann hittir varnarmanninn Guðmund Mete fyrir hjá Norrköping en Fylkismaðurinn Helgi Valur Daníelsson gæti einnig verið á leið til liðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×