Sport

Fá ekki að spila góðgerðarleik

Franska meistaraliðið Olympique Lyon ætlar ekki að leyfa Juninho, Chris og Michael Essien að taka þátt í góðgerðarleiknum sem fram fer á vegum FIFA og UEFA á Nou Camp-leikvanginum í Barcelona 15. febrúar nk. Þetta kom fram í tilkynningu sem forráðamenn Lyon sendu frá sér um helgina. "Þetta kemur á afar slæmum tíma þar sem að við þurfum að leika fimm leiki á tveimur vikum og því tókum við þá ákvörðun að vernda leikmennina okkar," segir m.a. í tilkynningunni. Þess má geta að liðið mun heldur ekki leyfa Juninho að leika með Brasilíumönnum er þeir mæta Kínverjum 9. febrúar í Hong Kong.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×