Sport

Woods vann Buick-mótið

Tiger Woods bar sigur úr býtum á Buick-mótinu sem lauk í fyrradag. Woods lék síðasta hringinn á 68 höggum og seig fram úr Tom Lehman sem var þremur höggum á eftir í öðru sæti. "Ég byrjaði ekki vel en ég náði engu að síður að halda mér í baráttunni," sagði Woods. "Þetta var erfitt en ég náði að halda mínu striki." Tom Lehman, sem hefur verið útnefndur fyrirliði Bandaríkjamanna í Ryder Cup mótinu 2006, var ekki jafn sáttur. "Ég er svekktur með árangurinn, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst ég eiga góða möguleika," sagði Lehman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×