Sport

Þórarinn á bekknum hjá Aberdeen

Keflvíkingurinn Þórarinn Kristjánsson er á varamannabekk Aberdeen sem er undir á heimavelli, 1-2 gegn Glasgow Rangers í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Rangers komust yfir á 9. mínútu með marki Dado Prso og juku forskotið í 0-2 eftir 16 mínútur þegar Kevin McNaughton skoraði sjálfsmark. Darren Mackie minnkaði muninn fyrir heimamenn aðeins 3 mínútum síðar þannig að það er mikið fjör á Pittodrie leikvanginum í Aberdeen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×