Sport

Silja nær lágmarki fyrir EM

Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, varð í 4. sæti í 400 metra hlaupi á móti í Clemson í Bandaríkjunum í gær. Hún hljóp á 54,17 sekúndum og náði lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið innanhúss. Silja var einnig í boðhlaupssveit Clemson-háskóla sem varð í 3. sæti í 400 metra hlaupi. Silja hljóp sprettinn á 54,22 sekúndum. Hún keppti einnig í 60 metra grindahlaupi, hljóp á 8,67 sekúndum en það er í þriðja sinn sem hún hleypur á þessum tíma. Hún náði sér ekki á strik í 200 metra hlaupinu, hljóp á 24,89 sekúndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×