Fleiri fréttir

Sjötti tapleikur Suns í röð

Ellefur leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi og þurfti að framlengja tvo þeirra. San Antonio Spurs sigraði Phoenix Suns með 128-123. Argentínumaðurinn Manu Ginobili var óstöðvandi en hann skoraði 48 stig sem er það mesta sem hann hefur gert í NBA-deildinni. Shaun Marion skoraði 37 stig fyrir Phoenix sem tapaði sjötta leik sínum í röð.

Chelsea áfram á sigurbraut

Sjö leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fulham vann Birmingham, 2-1, og Crystal Palace bar sigurorð af Tottenham, 3-0. Chelsea sigraði Portsmouth með sömu markatölu og Charlton vann nauman sigur á Everton, 1-0. Manchester United bar sigurorð af Aston Villa, 3-1, og markaleik Norwich og Middlesbrough lyktaði með jafntefli, 4-4.

Þurfum að klípa þá og pirra

Íslenska landsliðið í handknattleik spilar sinn fyrsta leik á HM í Túnis á morgun. DV Sport fékk Sigurð Bjarnason fyrrum landsliðsmann til að rýna í leikina framundan og spurði hann hvernig honum litist á landsliðið í dag.

Lykilleikur gegn Tékkum

Keppnismaðurinn Viggó Sigurðsson var strax kominn í ham eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá fékk landsliðið sína fyrstu og einu æfingu í El Menzah-íþróttahöllinni þar sem riðill Íslands verður spilaður. Viggó fékk aðeins að æfa í 50 mínútur í höllinni og það sætti hann sig illa við.

Einar klár í slaginn

Einar Hólmgeirsson æfði í fyrsta skipti af einhverjum krafti í gær og komst ágætlega frá æfingunni. Hann kenndi sér lítils mein og Brynjólfur Jónsson, læknir landsliðsins, var mjög bjartsýnn á að Einar gæti spilað á mótinu.

Hreiðar og Vilhjálmur hvíla

Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari mun ekki tilkynna það fyrr en á hádegi í dag hvaða tveir leikmenn hvíla í leiknum gegn Tékkum í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þó búist við því að það verði markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson úr ÍR og stórskyttan Vilhjálmur Halldórsson úr Val en alls mega fjórtán leikmenn vera á skýrslu í hverjum leik.

Króatar sigurstranglegastir

Þýski veðbankinn betandwin.de spáir því að heims- og Ólympíumeistarar Króatíu standi uppi sem sigurvegarar á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst í dag.

Bjartsýnn fyrir mótið

Dagur Sigurðsson landsliðsfyrirliði hefur fengið vænan skerf af gagnrýni eftir síðustu mót og því er nokkur pressa á honum fyrir þetta mót. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari hefur tröllatrú á Degi og ætlast til þess að hann skili lykilhlutverki í þessu móti.

Ungu strákarnir gefa nýja sýn

Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann lék ekki með á World Cup í Svíþjóð og svo gældi hann reyndar við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þessi besti handknattleiksmaður þjóðarinnar hefur lagt vonbrigðin á ÓL á hilluna og það leynir sér ekki að honum líður mikið mun betur í dag.

Ný Rose í hnappagat Keflavíkur

Kvennalið Keflavíkur í körfuboltanum, sem hefur unnið alla 18 leiki tímabilsins með meira en tíu stigum, hefur fyllt skarðið sem Reshea Bristol skildi eftir sér á dögunum.

Bates kaupir meirihluta í Leeds

Ken Bates keypti í morgun 51 prósent af hlutabréfum enska knattspyrnuliðsins Leeds United. Kaupverðið er 10 milljónir punda eða 1,2 milljarða íslenskra króna. Ken Bates er 73 ára og árið 1982 keypti hann Chelsea á eitt pund, eða rúman hundrað kall.

FIFA rannsaki leik á HM 1990

Sebastiao Lazaroni, fyrrverandi landsliðsþjálfari Brasilíu í knattspyrnu, hefur óskað eftir því að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, rannsaki atvik í leik Brasilíumanna og Argentínumanna á heimsmeistaramótinu 1990.

Sigur á Kýpverjum í badminton

Íslenska landsliðið í badminton sigraði Kýpurmenn með fjórum vinningi gegn einum í Evrópukeppni B-þjóða í morgun. Íslenska liðið hefur staðið sig mjög vel á mótinu sem fram fer á Kýpur, hefur unnið alla sína leiki og mætir Portúgölum um sæti í undanúrslitum klukkan 17 í dag.

Petit leggur skóna á hilluna

Franski knattspyrnumaðurinn Emmanuel Petit tilkynnti í morgun að hann væri hættur að leika knattspyrnu. Petit lék með Monaco en fór síðan til Englands og lék með Arsenal og Chelsea auk þess sem hann var um tíma hjá Barcelona. Hann er 34 ára og hefur ekki jafnað sig af hnémeiðslum sem hafa plagað hann.

Sharapova áfram á Opna ástralska

Fátt var um óvænt úrslit í morgun á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Rússneska stúlkan Maria Sharapova vann Li Na frá Kína í tveimur settum og það sama gerði Serena Williams gegn Saniu Mirza frá Indlandi. Franska stúlkan Amalie Mauresmo vann Önu Ivanovic frá Serbíu 2-0 og Svetlana Kuznetsova frá Rússlandi sigraði Mariönu Diaz Olivu frá Argentínu einnig í tveimur settum.

Lehman með forystu á Buick-mótinu

Bandaríkjamaðurinn Tom Lehman lék best allra á fyrsta degi Buick-mótsins í golfi í San Diego í Kaliforníu. Lehman, sem var fyrirliði Bandaríkjamanna í Ryder-bikarnum í haust, lék á 62 höggum eða 10 undir pari vallarins. Landi hans, Dean Wilson, er annar, höggi á eftir honum.

Savage ósáttur við Birmingham

Robbie Savage segist hugsa forráðamönnum Birmingham þegjandi þörfina þessa dagana og segist feginn því að vera á leið frá félaginu.

Robben er lykillinn, segir Duff

Damien Duff, leikmaður Chelsea og írska landsliðsins, telur komu Arjen Robben inn í Chelsea-liðið vera lykilinn að velgengni þess undanfarið.

Baulað á McGrady

Tracy McGrady, leikmaður Houston Rockets í NBA-körfunni, lék sinn fyrsta leik gegn sínum gömlu félögum í Orlando Magic í Flórida í fyrrinótt.

Kirilenko byrjaður að æfa á ný

Andrei Kirilenko, eða AK-47 eins og hann er kallaður, er farinn að æfa á ný með liði Utah Jazz eftir að hafa verið frá í 2 mánuði vegna hnémeiðsla.

Petit leggur skóna á hilluna

Frakkinn Emanuel Petit hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir að aðgerð sem hann fór í vegna meiðsla heppnaðist ekki sem skyldi.

Fyrrum Chelseaeigandi kaupir Leeds

Ken Bates, fyrrum eigandi Chelsea, hefur keypt Leeds United, sem hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum síðustu ár og hefur fallið úr úrvalsdeildinni og þurft að selja alla sína bestu leikmenn.

Keflvíkingar úr leik

Körfuknattleikslið Keflavíkur er úr leik í Evrópukeppninni eftir tap gegn svissneska liðinu Olympic Fribourg, 85-93, í Keflavík á fimmtudagskvöld.

Rúnar og Þórey Edda fengu A-styrk

Íþróttasamband Íslands úthlutaði rúmlega 47 mlilljónum króna úr Afrekssjóði sínum fyrir árið 2005 í dag. Fimleikamaðurinn Rúnar Alexandersson og frjálsíþróttakonan Þórey Edda Elísdóttir hlutu ein A-styrk, eða 160.00 krónur á mánuði.

KR og Víkingur skildu jöfn

Reykjavíkurmótið í knattspyrnu hófst í gærkvöldi þegar KR og Víkingur gerðu jafntefli, 2-2.  Elmar Dan Sigþórsson skoraði fyrsta markið fyrir Víkinga en Bjarki Gunnlaugsson jafnaði metin. Kári Einarsson kom Víkingi yfir á 31. mínútu en Ólafur Páll Johnson jafnaði metin 12 mínútum fyrir leikslok.

Hjálmar líklega til Hearts

Góðar líkur eru á því að knattspyrnumaðurinn úr Þrótti, Hjálmar Þórarinsson, geri samning við skoska úrvalsdeildarliðið Hearts. Tilboð barst í leikmanninn frá Hearts og hafa Þróttarar gert Skotunum gagntilboð.

Arnar skoraði sigurmarkið

Arnar Grétarsson tryggði Lokeren 2-1 sigur á Sint-Truiden í 16-liða úrslitum í belgísku bikarkeppninni í fótbolta í gær. Arnar skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þremur mínútum fyrir leikslok. Rúnar Kristinsson lagði upp fyrra mark Lokeren. Arnar Þór Viðarsson lék einnig allan leikinn fyrir Lokeren.

United marði sigur á Exeter

Manchester United náði að merja 2-0 útisigur á utandeildarliðinu Exeter City í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta í gærkvöld. Ronaldo skoraði fyrra markið á 9. mínútu og Wayne Rooney síðara markið á 87.mínútu. 

Real Madrid úr leik

Stórlið Real Madrid féll úr leik í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu í gærkvöld. Michael Owen kom Real yfir í leiknum en Valladolid, sem leikur í annarri deild, jafnaði metin og komst áfram með marki skoruðu á útivelli en fyrri leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

Óvænt tap Stjörnunnar

Fram vann óvæntan sigur á Stjörnunni 24-20 í fyrstu deild kvenna í handbolta í gærkvöld. Þetta var annar sigur Fram í deildinni en liðið er með fimm stig í næstneðsta sæti. Stjarnan, sem vann ÍBV á dögunum, er í þriðja sæti með 15 stig.

Loksins sigur hjá KR-stúlkum

KR náði loks að landa sínum fyrsta sigri í fyrstu deild kvenna í körfubolta í gærkvöld þegar liðið marði sigur á Njarðvík, 55-54. Einn leikur fer fram í deildinni í kvöld: Haukar og Grindavík mætast á Ásvöllum klukkan 19.15.

Keflavík mætir Olympic Fribourg

Það verður sannkallaður stórleikur í Keflavík í kvöld þegar Íslandsmeistararnir taka á móti Benetton Olympic Fribourg í síðari leik liðanna í úrslitakeppni Mið- og Vesturdeildar bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik.

KR fær Njarðvíkinga í heimsókn

Fjórir leikir verða á dagskrá í Intersport-deild karla í körfubolta í kvöld. KR tekur á móti Njarðvík, ÍR fær Fjölni í heimsókn, Snæfell og Hamar/Selfoss eigast við og KFÍ og Tindastóll etja kappi saman á Ísafirði. Leikirnir hefjast klukkan 19.15 og verða gerð góð skil í Olíssporti á Sýn.

Reykjavíkurmótið hefst í kvöld

Það má segja að knattspyrnuvertíðin hefjist formlega í kvöld þegar Reykjavíkurmótið í meistaraflokki karla fer af stað með tveimur leikjum í Egilshöll. Víkingur og KR mætast klukkan 19 og tveimur tímum síðar hefst viðureign Leiknis og Þróttar.

Fimmti tapleikur Phoenix í röð

Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Phoenix tapaði fimmta leik sínum í röð þegar liðið beið lægri hlut á heimavelli fyrir Memphis Grizzlies 88-79. Phoenix er ekki lengur með bestan árangur í deildinni því San Antonio hefur náð toppsætinu en liðið vann LA Clippers 80-79.

Eriksson blæs á gagnrýni um Becks

Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, blæs á gagnrýnina sem David Beckham hefur hlotið hjá Real Madrid.

Butt meiddist aftur

Meiðsli Nicky Butt hjá Newcastle tóku sig upp að nýju á æfingu í fyrradag. Butt, sem hefur misst af síðustu 11 leikjum liðsins, hneig niður á æfingu og gæti þurft að hvíla sig næstu mánuði til að ná sér að fullu.

LeBron James setti met í NBA

LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í NBA-körfuboltanum, setti met í leik gegn Portland Trail Blazers í fyrrinótt þegar hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að ná sér í þrefalda tvennu.

Real Madrid úr leik

Real Madrid varð fyrir miklu áfalli þegar liðið var slegið út úr spænsku bikarkeppninni af Real Valladolid á heimavelli.

Okkar riðill er spurningarmerki

Heimsmeistaramótið í handbolta hefst í Túnis á sunnudag og fyrsti leikur Íslendinga er gegn Tékkum. Fréttablaðið hafði samband við einn virtasta handboltaþjálfara heims, Alfreð Gíslason, þjálfara Magdeburg, og fékk hann til þess að meta andstæðinga íslenska liðsins og möguleika Íslands á mótinu.

Læknirinn játaði mistökin

Sjúkrasaga knattspyrnumannsins Hauks Inga Guðnasonar er í meira lagi sorgleg. Hann sleit krossband í hné 2. apríl á síðasta ári, lagðist undir hnífinn 14. maí og missti þar af leiðandi af öllu síðasta tímabili. Undir lok ársins kom síðan í ljós að mistök höfðu verið gerð í aðgerðinni.

Hemmi: Verður erfitt hjá Everton

Hermann Hreiðarsson talar um Everton í blaðaviðtali á Englandi í dag, en á laugardag mætir Charlton Everton á Goodison Park.

Ramelow áfram hjá Leverkusen

Carsten Ramelow, leikmaður þýska liðsins Bayer Leverkusen, hefur samþykkt nýjan samning við félagið sem gildir til 2008. Núverandi samningur hans hefði runnið út í sumar en félagið lagði mikla áherslu á að hann skrifaði undir nýjan samning. Einnig var leikmanninum boðin þjálfara staða hjá félaginu þegar hann hættir í boltanum.

Liverpool að kaupa Carson

Liverpool eru við það að kaupa enska u-21 árs markvörðinn Scott Carson frá Leeds, en þeir höfðu betur í baráttu við Chelsea um Carson. Rafa Benitez hefur verið að leita logandi ljósi að nýjum markverði að undanförnu eftir að í ljós kom að Chris Kirkland verður frá í um þrjá mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir