Sport

Arsenal losar sig við Pennant

Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal hefur losað sig við knattspyrnumanninn Jermaine Pennant og lánað hann til Birmingham út tímabilið. Pennant var gripinn af lögreglunni á sunnudagsmorgun vegna ölvunaraksturs og er það í annað sinn á innan við ári sem leikmaðurinn verður uppvís að slíku athæfi. Þjálfarar og stjórn Arsenal hafa fengið nóg af hegðun miðjumannsins 22 ára og hafa að öllum líkindum í huga að losa sig endanlega við leikmanninn en samningur hans við félagið rennur út í vor. Pennant varð yngsti leikmaðurinn í sögu Arsenal til að koma inn á í aðalliðsleik hjá félaginu en það var gegn Middlesbrough í deildarbikarnum, 30. nóvember 1999, þá 16 ára og 319 daga gamall. Arsenal borgaði Notts County 2 milljónir punda fyrir Pennant það ár sem er með hæstu upphæðum sem knattspyrnufélag hefur borgað fyrir svo ungan leikmann. Hann náði aldrei að standa almennilega undir væntingum og var lánaður til Leeds á síðasta tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×