Sport

Diouf tryggði Bolton sigur

Vandræðabarnið El Hadji Diouf var hetja Bolton í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 0-1 útisigri á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Markið skoraði Senegalinn á 77. mínútu úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur og þótt sá dómur mjög vafasamur þar sem Blackburn menn vildu meina að hann hefði látið sig detta. Brad Friedel markvörður Blackburn varði vítaspyrnuna en Diouf tók frákastið og skoraði. Með sigrinum komst Bolton í 9. sæti deildarinnar með 33 stig, jafnmörg og Tottenham sem er í 8. sæti með betri markatölu. Blackburn er hins vegar 7 stigum frá fallsæti, í 16. sæti með 25 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×