Sport

Þórarinn fékk 26 mín. gegn Rangers

Þórarinn Kristjánsson lék síðustu 26 mínúturnar með Aberdeen sem tapaði á heimavelli, 1-2 fyrir Glasgow Rangers í skosku knattspyrnunni í dag. Þórarinn kom inn á eftir 68 mínútur fyrir Noel Whelan en náði ekki að setja mark sitt á leikinn fyrir utan aukaspyrnu sem hann fiskaði um mínútu eftir að hann kom inn á. Aberdeen er í 4. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 23 leiki en Rangers í 2. sæti með 56 stig, 3 stigum á eftir toppliði Celtic.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×